fbpx

Opið er fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni á leik-, grunn-og framhaldsskólastigi. Þeir sem geta sótt um eru leik-, grunn-og framhaldsskólar, tónlistar-og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á þessum skólastigum geta sömuleiðis tekið þátt í samstarfsverkefnum. Í skólahluta Erasmus+ er hægt að sækja um þrenns konar samstarfsverkefnisstyrki.

  1. Skólar geta sótt um styrk til að vinna verkefni með samstarfsskóla í að minnst kosti einu öðru þátttökulandi Erasmus+
  2. Skólayfirvöld í sveitarfélagi ásamt samstarfsaðilum í viðkomandi sveitarfélagi geta sótt um styrk til að vinna þematískt verkefni með sveitarfélagi í að minnsta kosti einu öðru þátttökulandi Erasmus+ Samstarfshópur í hverju þátttökulandi verður að samanstanda af skólayfirvöldum, einum skóla og einni annari stofnun í viðkomandi sveitarfélagi
  3. Aðilar sem koma að menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi geta sótt um styrk til að vinna samstarfsverkefni, með að minnst kosti tveimur öðrum þátttökulöndum Erasmus+.

Þess má geta að Garðabær, Skagafjörður og Sandgerði hafa unnið áhugaverð verkefni á þessu sviði á undanförnum árum.

Nánari upplýsingar má sjá  hér á heimasíðu Rannís . Opið er fyrir umsóknir einu sinni á ári og næsti umsóknarfrestur er til 31. mars 2016 kl. 10.

 

 rannísErasmus