fbpx

Markmið

Hanna og setja fram nýja ferðaleið á Suðurlandi. Með það að markmiði að þétta net ferðaleiða á Suðurlandi til að stýra og hægja á gestum svæðisins, um leið er verið að draga fram einkenni og fræða gesti. 

Verkefnislýsing

Verkefnið snýr að því að bæta við þá flóru ferðaleiða sem eru til staðar á Suðurlandi með því að búa til nýja ferðaleið, Eldfjallaleiðina, og þar með hafa jákvæð áhrif á samkeppnishæfni landshlutans. Með Eldfjallaleiðinni er dregið fram eitt af megin einkennum Suðurlands sem er eldvirknin sem svo tengir saman stærstan hluta landshlutans, frá vestri til austurs. Annar endi Eldfjallaleiðarinnar mun hefjast í Ölfusinu þar sem Svínahraunið er greinilegt þegar gestir aka um þjóðveg 1 og inn Þrengslaveg þar sem Raufarhólshellir er. Leiðin mun svo þræðast austur eftir þjóðvegi 1 þar sem lögð er áhersla á þá náttúru- og menningarstaði, söfn og sýningar þar sem fjallað er um eldvirkni á leiðinni austur á Hornafjörð. Markmiðið er að draga fram þá staði og þjónustu sem nú þegar eru til staðar ásamt því að greina tækifæri á nýsköpun og nýrri uppbyggingu á leiðinni. Þegar búið er að kortleggja og ramma inn megin leið Eldfjallaleiðarinnar verður hægt að tengja við hana staði sem liggja aðeins frá þjóðvegi 1 s.s. Kerið, Heklu og Lakagíga.

Verkefnið þarf að byggja á virku samstarfi milli sveitarfélaga, Markaðsstofunnar, Kötlu jarðvangs, Ríki Vatnajökuls, þjóðgarðanna og rekstraraðila tengda ferðaþjónustu á leiðinni. Markaðsstofan mun leiða þá vinnu og byggja þar á reynslu, þekkingu og verklagi sem varð til þegar unnið var að kortlagningu, greiningu og vinnslu Vitaleiðarinnar 2019/2020.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Verkefnið tengist öllum þremur áherslum Sóknaráætlunar, atvinnu og nýsköpun, samfélag og umhverfi og þar af nokkrum markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands. S.s. markmið um að auka framleiðni fyrirtækja áherslur um að efla menningartengda ferðaþjónustu á Suðurlandi.

Málaflokkur

Menning, atvinna og nýsköpun 

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Nr. 3 Heilsa og vellíðan – Með því að hægja á ferðamönnum og stýra þeim um svæðið er hægt að lækka hraða og minnka hættu á umferðarslysum.

Nr. 4 Menntun fyrir alla – Með þróun á nýrri ferðaleið er verið að vinna að því markmiði að auka sjálfbærnishugsun á svæðinu, það ýtir við nýsköpun og vörþróun.

Nr. 8 Góð atvinna og hagvöxtur – Með því að vinna markvisst að ferðaleið eykur samtal og samvinna fyrirtækja á svæðinu, stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu sem skapar störf og leggur áherslu á staðbundna menningu og vörur.

Nr. 11 Sjálfbærar borgir og samfélög – Skipulagðar ferðaleiðir styðja við jákvæð efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg tengsl milli þéttbýla og dreibýlis sem styður við byggðarþróun innan svæðis.

Nr.12 Ábyrg neysla og framleiðsla – Skipulagðar ferðaleiðir styðja við sjálfbæra og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda á svæðinu auk þess að stuðla að neyslu staðbundinna vara og matar.

Nr. 17 Samvinna um markmiðin – Að vinna skipulagðar ferðaleiðir hvetur til skilvirkra samstarfsverkefna á milli ólíkra aðila, bæði fyrirtækja og sveitarfélaga.

Árangursmælikvarðar

Árangur verkefnisins er mældur í þeim fundum og vinnustofum sem haldið verður í tengslum við verkefnið ásamt því markaðsefni líkt og undirsíðu og uppsetningu ferðaleiðarinnar á upplifdu.is.

Lokaafurð

Tilbúin og kynnt ný ferðaleið á Suðurlandi. Til aukinnar vermætasköpunar á Suðurlandi.


Verkefnastjóri
Markaðsstofa Suðurlands
Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Suðurlands 
Samstarfsaðilar
Samstarfsaðila sveitarfélög, Katla jarðvangur, Ríki Vatnajökuls
Heildarkostnaður
2.600.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr.
Ár
2022
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2022
Staða
Lokið 
Númer
223002

Lokaskýrsla

Eldfjallaleidin-1.hluti-Lokaskyrsla