Við fjárhagsáætlun Ásahrepps 2015-2018 var samþykkt að taka upp tómstundastyrki, hvatagreiðslur fyrir börn upp að 18 ára aldri, að hámarki 50 þúsund á ári. Markmið hvatagreiðslna er að gera börnum með lögheimili í Ásahreppi kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnastarf í sveitarfélaginu. Meginmarkmið tómstundastyrkja sem
Á 167. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, þann 8. janúar 2015, samþykkti sveitarstjórn samhljóða að gera breytingar á fyrirkomulagi skólamála í sveitarfélaginu, þannig að núverandi samreknar skólastofnanir Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti verði skipt upp í tvær skólastofnanir, þ.e. grunnskóli í Reykholti annars vegar og grunn- og leikskóli á Laugarvatni hins vegar. Þetta mun leiða af
Haustið 2014 var unnin greining á þörf fyrir þekkingu og menntun á sviði verk- og tæknigreina á Suðurlandi. R3-Ráðgjöf ehf. vann greininguna fyrir Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Gísli Sverrir Árnason ráðgjafi stýrði verkefninu, en Sandra D Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu og Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri hjá SASS unnu náið með honum.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2015-16. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Áherslusvið sjóðsins verða að þessu sinni: Ábyrgð á eigin námi: Styrkleikar nemenda og áhugasvi Hagnýtt læsi á öllum námssviðum Fjölmenningarlegt skólastarf Tekið verður við umsóknum frá 12.
Eyrarrósin verður veitt í ellefta sinn í mars næstkomandi. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð og það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa
Skipulagsstofnun kynnir auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Fundur í Reykjavík 29. janúar kl. 15:00-17:00 verður sendur út í gegnum heimasíðu Skipulagsstofnunar. Á fundinum verður tillagan kynnt auk þess sem að fjallað verður sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í skipulagsgerð sveitarfélaga svo sem við endurskoðun aðalskipulags. Tillöguna, ásamt umhverfismati og fylgiskjali, Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar
Í fundargerð sveitarstjórnar Skeiða-og Gnúpverjahrepps frá 7. janúar er greint frá niðurstöðum um viðhorfskönnun um málefni aldraðra í héraðinu, sem fór fram í desember 2014. Könnunin var send til allra íbúa sveitarfélagsins sem fæddir eru árið 1964 og fyrr. Spurt var um áhuga á því að byggt yrði dvalarheimili fyrir aldraða í sýslunni og hvar
Sveitarfélagið Ölfus mun fyrst sveitarfélaga á Íslandi framkvæma rafræna kosningu en innanríkisráðuneytið hefur staðfest beiðni sveitarfélagsins um þátttöku í þessu tilraunaverkefni Þjóðskrár. Kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög en þessu til viðbótar verður spurt um fleiri samfélagsleg atriði sem enn á eftir að móta. Stefnt er að því að kosningin fari
Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2015. Meðalútsvarið verður óbreytt þ.e. 14,44%. Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 57 á hámarksútsvar og 3 leggja á lágmarksútsvar. Þess ber að geta að hluti útsvarsins rennur beint til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem síðan útdeilir því aftur til sveitarfélaga
Skaftárhreppur og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsa eftir verkefnisstjóra til 3ja ára til að vinna í verkefninu „Brothættar byggðir – Skaftárhreppur til framtíðar“. Verkefnið er að fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar til eflingar byggðar og mannlífs í Skaftárhreppi og vinna þannig náið með sveitarstjórn Skaftárhrepps, starfsmönnum og stjórn SASS, Byggðastofnun og íbúum Skaftárhrepps.