fbpx

Áhersluverkefni 2018

Markmið: Að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Verkefnislýsing: Um er að ræða innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Um tilraunaverkefni er að ræða og felst stuðningur Sóknaráætlunar Suðurlands við verkefnastjórnun á tímabili innleiðingarinnar. Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019: Verkefnið tengist beint leiðarljósi Sóknaráætlunar Suðurlands um jákvæða samfélagsþróun og framtíðarsýnar um sterkar byggðir og strausta innviði. Lokaafurð: Fjarheilbrigðisþjónustan

Markmið: Að koma á námi í tæknifræði og leikskólafræðum á fagháskólastigi á Suðurlandi. Verkefnislýsing: Á grundvelli niðurstaðna fjarnámsskýrslunnar (áhersluverkefni 2017) og samstarfs við HÍ verður unnið að greiningarvinnu og mótun náms á stigi fagháskólanáms í tæknifræði og leikskólafræðum. Verður kennslan fyrsta skólaárið bundin við Suðurland. Gert er ráð fyrir að um fjarnám/dreifnám verði að ræða

Markmið: Að ná fram niðurstöðum um mögulegar staðsetningar fyrir alþjóðaflugvelli á Suðurlandi með tilliti til veðurfars. Verkefnislýsing: Að greina mögulegar staðsetningar fyrir alþjóðaflugvelli á Suðurlandi með tilliti til veðurfars og vinna að veðurathugunum á þeim svæðum. Einnig að vinna að heildrænni kortlagningu veðurfars í landshlutanum og birta á Kortavef Suðurlands. Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019: Verkefnið