fbpx

Í vetraráætlun Strætó bs sem kynnt hefur verið og tekur gildi 15. september nk. er gert ráð fyrir breytingum á leið 75 sem ásamt leið 74 ekur innan Árborgar. Í útgefinni áætlun sem birt er á vef Strætó er gert ráð fyrir ferð sem fer frá Selfossi (Fossnesti) kl. 15:06 og kemur aftur á Selfoss kl. 15:58. Umrædd ferð verður ekki í áætlun Strætó í vetur, heldur ferð sem fer frá Fossnesti kl. 14:06, frá Stokkseyri (Eyrarbraut/Eyjasel) kl. 14:32, frá Eyrarbakka (Barnaskólinn) kl. 14:40, frá Tjarnarbyggð kl. 14:45 og kemur á Selfoss (við FSu) kl. 14:51.
Aðrar breytingar á leið 75 sem sýndar eru í tímatöflunni halda gildi sínu og er fólk hvatt til að kynna sér þær á vef Strætó bs.