Sveitarfélagið Árborg boðar til opins íbúafundar um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna tillagna í frumvarpi til fjárlaga um mikla lækkun á rekstrarframlögum til stofnunarinnar. Fundurinn verður haldinn í Fjallasal í Sunnulækjarskóla laugardaginn 9. október n.k. kl. 14:00. Íbúar eru hvattir til að mæta.
Vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í heilbrigðismálum, skv. nýframlögðu fjárlagafrumvarpi, hefur stjórn SASS samþykkt eftirfarandi ályktun: ,,Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til heilbrigðisstofnana á Suðurlandi. Niðurskurðurinn nemur um 16, 1% hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands , 23,8% hjá Heibrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og 16 % hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Niðurskurðinn leiðir til þess að verulega verður
Ögmundur Jónasson samgönguráðherra sturtaði fyrsta hlassinu fyrir nýja akbraut vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar í gær 22. september. Áður hafði Hannes Kristmundsson fært honum skóflu sem Ögmundur tók fyrstu skóflustunguna með og mun hann varðveita skófluna til hvatningar um að halda verkinu áfram. Lengd framkvæmdakaflans er um 6,5 km og það er Ingileifur Jónsson ehf sem sér
haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, miðvikudaginn 22. september 2010 kl. 11:00 Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Elliði Vignisson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir, Reynir Arnarson, Unnur Þormóðsdóttir, varamaður Sigríðar Láru Ásbergsdóttur, og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Formaður setti fund og bauð nýja stjórn velkomna til starfa. Dagskrá 1. Fundartími stjórnar. Samþykkt að halda
Á ársþingi SASS, sem haldið var 13. og 14. september sl., voru kosnar nýjar stjórnir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands auk ráða og nefnda sem kosnar voru á vegum SASS. Elfa Dögg Þórðardóttir bæjarfulltrúi í Árborg var kosin formaður stjórnar SASS. Sjá nánar: Stjórnir og nefndir kosnar á Ársþingi SASS
Á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldið var 13. og 14. september, vorusamþykktar fjölmargar ályktanir sem varða ýmis brýn hagsmunamál sunnlendinga. Þar má nefna samgöngumál, atvinnumál, velferðarmál, skipulags- og byggingarmál auk ýmissa annarra. Ályktanirnar fylgja hér með: Ályktanir ársþings SASS 2010 Velferðarmál Heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi Ársþing SASS, haldið á Selfossi 13. og 14.
Á ársþingi SASS var undirritaður samningur 13 sveitarfélaga á Suðurlandi um sameiginlegt þjónustusvæði fyrir fatlaða, en um næstu áramót flytjast málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Þjónustusvæðið nær til allra sveitarfélaganna í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V- Skaftafellssýslu. Samningurinn er ítarlegur og felur í sér að framkvæmdin verður í höndum einstakra sveitarfélaga en Sveitarfélagið Árborg mun sjá
haldinn á Hótel Selfossi, sunnudaginn 12. september 2010 kl. 19:00 Mætt: Sveinn Pálsson, Aðalsteinn Sveinsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Ólafur Eggertsson, Árni Rúnar Þorvaldsson, Guðmundur Þór Guðjónsson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Elliði Vignisson boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Alda Alfreðsdóttir og Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir starfsmenn SASS. Dagskrá 1. Dagskrá ársþings
Ársþing SASS verður haldið á Hótel Selfossi 13. og 14. september nk. Á ársþinginuverða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurland, sbr. meðfylgjandi dagskrá: Dagskrá ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 13. og 14. september 2010 á Selfossi Mánudagur 13. september 8.30 – 9.00 Skráning fulltrúa 9.00 –
Opinn fundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og kragasjúkrahúsanna verður haldinn í Tryggvaskála mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00 Tilefni fundarins er skýrsla um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan Heilbrigðisráðneytisins sl. vetur og úttekt Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur verkfræðings á skýrslunni. Á fundinum mun Guðrún Bryndís gera grein fyrir úttekt sinni og Magnús Skúlason