fbpx

Helgina 1. – 4. nóvember nk. verður haldin Safnahelgi á Suðurlandi, allsherjar menningar-og matarveisla fyrir börn og fullorðna. Má þar nefna flóamarkað og lambhrútasýningu á Flúðum,  safnarasýning í Brautarholti, smalahundasýning  á Kirkjubæjarklaustri , matur að asískri fyrirmynd á hlaðborði í Hörgslandi, heilgrillað lamb í Meðallandi, blústónleikar í Tré og list, sveitamarkaður á Hvolsvelli, jazz í Café Mika, lesið úr bókum í bókasafninu í Vestmannaeyjum, opnun myndlistarsýningar Bjartmars í Hveragerði,  og marg margt fleira.  Frítt er inn á flesta atburði nema annað sé tekið fram í dagskránni.  Njótum helgarinnar.

Dagskráin er hér