fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi mánudaginn 5. nóvember 2012, kl. 12.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Gunnlaugur Grettisson (í síma), Haukur Kristjánsson, Jóhannes Gissurarson, Unnur Þormóðsdóttir varamaður Sigríðar Láru Ásbergsdóttur, Reynir Arnarson (í síma), Sandra Hafþórsdóttir og Þorvarður Hjaltason sem ritaði fundargerð.

Fundargerð var færð í tölvu.

Formaður Gunnar Þorgeirsson setti fund og bauð nýja stjórn velkomna til starfa.

Dagskrá:

 1. Ályktanir aðalfundar SASS 18. og 19. október sl.
Farið yfir ályktanirnar og ákveðið með hvað hætti þeim yrði fylgt eftir.

 2. Sameining SASS og AÞS.
• Fjárhagsáætlun 2013.
Aðalfundurinn fól stjórn SASS að vinna fullnaðarfjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og leggja hana fyrir aukaaðalfund eigi síðar en 15. desember nk.
• Bréf Vestmannaeyjabæjar, dags. 11. október 2012, varðandi sameininguna.
• Afrit af bréfi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, dags. 18. september 2012 til AÞS , þar sem sótt var um aðild að félaginu.
Samþykkt að endurskoðuð drög að fjárhagsáætlun verði send stjórnarmönnum eigi síðar en 23. nóvember nk. Samþykkt að halda aukaaðalfund SASS á Selfossi 14. desember nk.

 3. Almenningssamgöngur.
a. Viðaukasamningur SASS og Strætó bs. vegna viðbótaraksturs sem hófst
20. ágúst sl.
Samningurinn staðfestur.
b. Úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 27. september sl. vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa gegn SASS og Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Til kynningar. Samkvæmt úrskurðinum er öllum kröfum kæranda hafnað.
c. Afstaða Vegagerðarinnar vegna aksturskostnaðar í tengslum við siglingar Herjólfs til Þorlákshafnar og minnisblað Strætó bs. vegna aksturskostnaðarins.
Stefnt er að fundi um málið með Vegagerðinni á næstu dögum.
d. Bréf frá Sigþrúði Harðardóttur Þorlákshöfn, dags. 24. september 2012, varðandi almenningsvagnaþjónustu við framhaldsskólanemendur og aðra íbúa í Þorlákshöfn.
e. Tölvubréf frá upplýsinga- og gæðastjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar, dags. 26. október 2012, varðandi ýmis atriði í almenningssamgöngum til Hornafjarðar.
f. Bréf frá Bláskógabyggð, dags. 9. október 2012, þar sem óskað er upplýsinga um nýtingu vagna í uppsveitum Árnessýslu.
g. Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 11. október 2012, varðandi tilhögun almenningssamgangna 2012 – 2013.
Til kynningar.
h. Bréf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dags. 4. október 2012, varðandi aðild sveitarfélagsins að rekstri almenningssamgangna.
Samþykkt að óska eftir fundi með forráðamönnum sveitarfélagsins um efni bréfsins.
i. Bréf frá Skaftárhreppi, dags. 8. október 2012, með athugasemdum vegna almenningssamgangna á Suðurlandi.
Farið verður yfir athugasemdir, kvartanir og óskir um upplýsingar sbr. liði e,f,g og i, með starfsmönnum Strætó bs. Í kjölfarið verða send svör til viðkomandi.

4. Sóknaráætlun landshluta.
a. Skapalón – leiðbeiningar frá stýrineti ráðuneyta. Samkvæmt því sem kemur fram í leiðbeiningunum er gert ráð fyrir að sóknaráætlanir fyrir landshluta liggi fyrir eigi síðar en 25. janúar nk.
b. Stöðugreining fyrir Suðurland 2012. Greiningin er unnin af Byggðastofnun og verður hluti af sóknaráætlun.
c. Skipting fjármuna á milli landsvæða. Stjórn SASS leggur áherslu á að við skiptinguna verði tekið tillit til íbúafjölda og stærðar landshlutanna.
d. Staðfesting á tilnefningu fulltrúa í ráðgjafarráð sóknaráætlunar höfuðborgar- /Hvítár-Hvítársvæðisins, sbr. bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tilnefnd hafa verið Gunnar Þorgeirsson og Ásta Stefánsdóttir. Tilnefningin staðfest.
e. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 11. október 2012, varðandi framlög vegna sóknaráætlunarvinnu.
Til kynningar.
f. Stjórn SASS samþykkir vegna framkominna draga að landskipulagsstefnu að kalla saman fund skipulagsfulltrúa og formanna skipulagsnefnda sveitarfélaganna til að ræða um mögulegt svæðisskipulag fyrir landshlutann.

5. Minnisblað frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. október 2012, um hlutverk landshlutasamtaka.
Til kynningar.

6. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
a. Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, 194. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0197.html
Lagt fram.
b. Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum), 60. mál . http://www.althingi.is/altext/141/s/0060.html
Stjórn SASS hvetur til þess að frumvarpið verði samþykkt enda mun það leiða til lækkunar á orkukostnaði á köldum svæðum og hagkvæmrar og vistvænnar orkunýtingar. Ljóst er að stór svæði á Suður og Suðausturlandi hefðu hag af slíkri lagabreytingu.
c. Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 55. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0055.html
Lagt fram.
d. Frumvarp til laga um breyt. á lögreglulögum, 173. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0174.html
Stjórn SASS leggur áherslu á að þess verði gætt þegar breytingar sem frumvarpið gerir ráð fyrir taka gildi að löggæsla hvar sem er í nýjum lögregluumdæmum verði aukin frá því sem nú er.
e. Frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, 161. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0161.html
Stjórn SASS leggur áherslu á að sú þjónusta sem sýslumenn veita verði ekki lakari en nú er og íbúum hvar sem er eins aðgengileg og kostur er.
f. Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra), 36. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0036.html
Lagt fram.
g. Tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 154. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0154.html
Lagt fram.
h. Tillaga til þingsályktunar um menningarstefnu, 196. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0199.html
Lagt fram.
i. Frumvarp til laga um framlengingu B-gatnagerðargjalds. http://www.althingi.is/altext/141/s/0323.html
Stjórn SASS mælir með samþykkt frumvarpsins enda er því ætlað að koma til móts við þau sveitarfélög sem hafa átt við fjárhagslega örðugleika að etja og þurft að skera niður í rekstri sínum og ekki haft fjármuni til að ljúka gatnagerðarframkvæmdum.
j. Frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. http://www.althingi.is/altext/141/s/0324.html
Stjórnin mælir með samþykkt frumvarpsins.
k. Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun (flokkun virkjunarkosta og orkunýtingaráætlanir) 3. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0003.html

Stjórn SASS leggur áherslu á að Alþingi afgreiði málið á grundvelli þeirra vönduðu þverfaglegu vinnu sem unnin var á vegum verkefnisstjórnar rammaáætlunar og tillögum hennar um flokkun virkjunarkostanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk. Samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar voru fjórir af sex vatnsaflsvirkjunarkostum á Suðurlandi í nýtingarflokki Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að þeir fari allir í biðflokk. Að mati stjórnar SASS er það óviðunandi bæði vegna þess að ekki eru færð sterk rök fyrir þeim tillögum og og einnig er um brýnt hagsmunamál að ræða fyrir sunnlendinga vegna þeirrar atvinnuuppbyggingar sem gera má ráð fyrir að fylgi í kjölfarið. Stjórn SASS skorar því á Alþingi að farið verði að tillögum verkefnisstjórnar um þá virkjunarkosti sem fara eigi í nýtingarflokk.

l. Drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28294
Farið yfir þau ákvæði draganna sem varða rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi. Framkvæmdastjóra falið að koma athugasemdum á framfæri við innanríkisráðuneytið.

7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. okt. sl.
Til kynningar.

8. Fundartími stjórnar.
Samþykkt að halda stjórnrfundi 2. föstudag hvers mánaðar kl. 13.00.

Fundi slitið kl. 14.30.