fbpx

Samningur hefur verið undirritaður milli SASS og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur um áhersluverkefnið Skjálftinn – hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi. 

Markmið verkefnisins er að nemendur á unglingastigi grunnskóla á Suðurlandi fái

Ása Berglind og Brynja ráðgjafi SASS

vettvang fyrir frjálsa listsköpun, fari í gegnum skapandi ferli sem þau þróa, svo úr verði lokaafurð sem fær að njóta sín á sviði. Skjálftinn er byggður á grunni Skrekks sem hefur verið haldinn fyrir ungmenni í grunnskólum Reykjavíkurborgar í 30 ár. 

Skjálftinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2021 fyrir alla skóla í Árnessýslu. Árið 2022 verður öllum skólum á Suðurlandi boðin þátttaka. 

Við óskum Ásu Berglindi til hamingju með styrkinn fyrir þetta flotta verkefni. 

Hægt er að lesa nánar um verkefnið hér