fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að vinna að undirbúningi og skipulagningu framkvæmdar við kynningu á samspili náms og starfa á Suðurlandi. 

Verkefnislýsing

Framkvæmdar hafa verið á Suðurlandi starfakynningar, starfastefnumót og starfamessa. Verkefnina hafa verið unnin á Hornafirði, Vestmannaeyjum og á Selfossi. Það hefur verið gert með samstarfi námsráðgjafa, menntastofnana og atvinnulífs á svæðinu. Verkefnið felur í sér samráð við undirbúning og skipulagningu þessara viðburða og athuganir á því hvort samstarf og samráð geti verið viðhaft svo leggja megi til framkvæmd og fjármögnun Sóknaráætlunar Suðurlands og annara aðila að slíkum viðburðum með formföstum hætti. 

Málaflokkur 

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Árangursmælikvarðar

Að samstaða og niðurstaða liggji fyrir um framkvæmd

Lokaafurð

Verk-, tíma og kostnaðaráætlun fyrir framkvæmd kynninga og samstarfs aðila ásamt fjármögnunaráætlun. 


Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Nýheimar þekkingarsetur, Þekkkingarsetrið í Vestmannaeyjum og Háskólafélag Suðurlands
Heildarkostnaður
1.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið er hafið og verður lokið fyrir 31.12.2023
Númer
193006