fbpx

 

592. fundur stjórnar SASS

Fjarfundur  
3. febrúar 2023, kl. 12:30-14:10

 

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Árni Eiríksson, Njáll Ragnarsson, Arnar Freyr Ólafsson, Einar Freyr Elínarson og Grétar Ingi Erlendsson. Þá taka þátt Grímur Hergeirsson lögreglustjóri á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum undir dagskrárlið 2, Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð. Fundarmenn tengjast fundinum með fjarfundabúnaði. 

Formaður býður fundarmenn velkomna og gest fundarins Grím Hergeirsson lögreglustjóra á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.

1. Fundargerð
Fundargerð 591. fundar staðfest en hún verður undirrituð síðar.

2. Lögreglustjórinn á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum
Grímur Hergeirsson lögreglustjóri á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum kynnir starfsemi embættanna. Hann fór yfir helstu áskoranir embættanna s.s. tengdar mikilli fjölgun íbúa og ferðamanna en umferð hefur aukist mikið í landshlutanum. Hann svarar spurningum og vangaveltum stjórnarmanna..

3. Samstarfsmaningar um byggðaþróun og atvinnuráðgjöf
Formaður og framkvæmdastjóri kynna að samningur hafi verið undirritaður við Byggðastofnun um atvinnuráðgjöf og byggðaþróun. Drög að samningi við samstarfsaðila SASS í landshlutanum sem sinna ráðgjöf fyrir samtökin yfirfarin. Nýir samningar taka mið af fjölgun vinnusóknarsvæða og breyttum áherslum með byggðaþróunarfulltrúum. Framkvæmdastjóri kynnir einnig hugmyndir um skiptingu fjár á milli svæða. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

4. Sóknaráætlun Suðurlands 2023
Skipan Fagráðs menningar Formaður

Stjórn ræðir skipan fagráðs menningar sem meta umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Stjórn samþykkir að skipan aðalmanna í fagráð menningarstyrkja verði óbreytt 2023 frá fyrra ári en í ráðinu sitja:

  • Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður myndasafns Þjóðminjasafns Íslands
  • Marteinn Steinar Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
  • Inga Jónsdóttir, listfræðingur

Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður kemur nýr inn sem varamaður.

Formaður kynnir að opið sé fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. kl. 16:00.

Gert er ráð fyrir úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 5. apríl nk.

Farið yfir hugmyndir um hvernig hægt er að tengja samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands við starfið framundan.

5. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka                                       

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 549. fundar stjórnar SSH, fundargerð 89. fundar stjórnar SSNV, fundargerðir 45.-47. funda stjórnar SSNE, fundargerð 785. fundar stjórnar SSS, fundargerðir 131.–133. funda stjórnar Austurbrúar, fundargerð 49. fundar Vestfjarðastofu, fundargerð 918. fundar stjórnar sambandsins og fundargerð 9. fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.

b. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni og hvað framundan er en meðal atriða má nefna: Gengið hefur verið frá þremur samningum við ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála um viðaukasamninga tengda Sóknaráætlun Suðurlands og Orkídeu. Kynningarfundur um tillögu að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið verður haldinn á Hótel Selfossi 8. febrúar nk., og verður einnig í streymt frá fundinum. Frestur til að skila umsögnum um tillöguna er til 12. febrúar nk. Fundir hafa verið haldnir með samstarfsaðilum þar sem drög að samningum um byggðarþróunarfulltrúa hafa verið kynnt. SASS tekur þátt í samevrópsku verkefni INNOCAP ‘Capacity Building Programme’ sem tengist m.a. innleiðingu á notkun úrgangsgagnatorgsins. Styrkurinn sem samtökin fá fyrir þátttöku í verkefninu er tæplega 20 m.kr. á þriggja ára tímabili.

c. Samgönguáætlun SASS 2019 – 2029

Formaður kynnir vinnu sem fram fór við gerð samgönguáætlunar 2019 – 2029 sem lögð var fram á ársþingi samtakanna 2019. Ljóst er að nokkuð hefur áunnist frá því að áætlunin kom fram og því mikilvægt að uppfæra hana. Umræður um hvernig haga skyldi vinnu við uppfærslu áætluninnar fram að komandi ársþingi samtakanna. Niðurstaðan er að Njáll, formaður samgöngunefndar, í samstarfi við Ingva Má hjá SASS kalli eftir áhersluatriðum aðildarsveitarfélaganna og heyri sjónarmið þeirra og annarra hagaðila s.s. lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að uppfærð áætlun verði lögð fyrir komandi ársþing samtakanna.

d. Erindi frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands

Formaður kynnir erindi frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands þar sem óskað er eftir styrk frá SASS vegna móttöku fyrir gesti Landssambandsfundar Soroptimistasambands Íslands sem haldinn á Suðurlandi.

Stjórn þakkar fyrir erindið en því miður geti samtökin ekki orðið við beiðni klúbbsins um fjárstuðning. Stjórn samtakanna óskar Soroptimistaklúbb Suðurlands velfarnaðar í störfum sínum og þakkar fyrir það góða starf sem klúbburinn vinnur að fyrir sunnlenskt samfélag.

e. Bilun í rafstreng til Vestmannaeyja

Í vikunni kom upp bilun í rafstreng VM3 á milli lands og Vestmannaeyja. Í kjölfarið er rafmagn til Vestmannaeyja nú flutt um Vestmannaeyjastreng 1, sem er 60 ára gamall strengur, en að auki framleiða varaaflsvélar Landsnets og HS veitna rafmagn í Vestmannaeyjum.

Stjórn SASS lítur málið alvarlegum augum og skorar á stjórnvöld að ráðast hið fyrsta í niðurlagningu á nýjum rafstreng til Vestmannaeyja til þess að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í sveitarfélaginu.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 3. mars nk. kl. 12:30 sem fjarfundur.

Fundi slitið kl. 14:10
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Grétar Ingi Erlendsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Arnar Freyr Ólafsson
Árni Eiríksson
Njáll Ragnarsson
Einar Freyr Elínarsonar

 

592. fundur stjórnar SASS (.pdf)