fbpx

SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA

528. fundur stjórnar SASS
Haldinn í Kirkjubæjarstofu á Klaustri
11. janúar 2018, kl. 20:30 – 22:00
12. janúar 2018, kl. 09:00 – 13:00

 

Mætt: Gunnar Þorgeirsson formaður, Unnur Þormóðsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Sæmundur Helgason. Eggert Valur Guðmundsson og Anna Björg Níelsdóttir forfölluðust. Einnig sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð. Á fundinn komu einnig fulltrúar sveitarstjórnar Skaftárhrepps, þ.e. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Jóhannes Gissurarson, Bjarki V. Guðnason og Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri.

Formaður bauð fundarmenn velkomna á fund stjórnar í sveitarfélaginu Skaftárhreppi.

Heimsókn til sveitarstjórnar Skaftárhrepps
Sandra Brá, tók undir orð formannsins og fagnaði því að stjórnarfundur SASS væri haldinn í Kirkjubæjarstofu. Hún var með áhugaverða og fróðlega kynningu á helstu málefnum sveitarfélagsins. Hún og aðrir fulltrúar í sveitarstjórn svöruðu framkomnum spurningum og umræður voru um málefni sveitarfélagsins og samtakanna.

 1. Fundargerð

Fundargerð 527. fundar undirrituð.

 1. Starfsáætlun stjórnar 2018

Formaður og framkvæmdastjóri lögðu fram starfsáætlun SASS fyrir árið 2018. Skýrðir voru helstu þætti starfsáætlunarinnar og var hún staðfest af stjórn.

 1. Sóknaráætlun Suðurlands

Áhersluverkefni

Unnur, formaður verkefnisstjórnar, kynnti tillögu verkefnastjórnar um áhersluverkefni Sóknaráætlunar.

Verkefnatillaga (heiti)      Fjárhæð (kr)
Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands – 1. áfangi 10.000.000
Hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi 5.000.000
Umhverfis Suðurland – umhverfisátak 10.000.000
Alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi – veðurathuganir í landshlutanum 5.500.000
Fagháskólanám á Suðurlandi – tilraunaverkefni    5.000.000
Innleiðing fjarheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi     3.000.000
Menningarpassi Suðurlands    3.000.000
Hagnýtar hagtölur á Suðurlandi – 1. áfangi   2.500.000
Upplýsingavefur fyrir fjárfesta – „invest in south“  2.500.000
Starfamessa á Selfossi 2019    2.000.000
Starfakynning í Vestmannaeyjum 2018 2.000.000
Námskeiðaröð fyrir frumkvöðla á Suðurlandi  2.000.000
Nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna á Suðurlandi – 1. áfangi        1.000.000
Hvatningarv. á sviði atvinnuþr., nýsköpunar og menningar á Suðurl. 1.000.000
Fræðsla og samvinna ungmennaráða á Suðurlandi   500.000

 

Tvö fyrst nefndu verkefnin í tölunni hér að ofan tilheyra árinu 2017 og eru samtals að fjárhæð 15 m.kr. en hin 13 tilheyra árinu 2018. Stjórn hafði áður staðfest verkefnið Skaftárhreppur til framtíðar að fjárhæð 3 m.kr. Samtals er því unnið að 14 áhersluverkefnum á árinu 2018 að fjárhæð 43 m.kr.

Stjórn staðfesti framangreind 15 áhersluverkefni (2 bætast við árið 2017 og 13 árið 2018).

Skipan verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands
Formaður lagði til að eftirtaldir yrðu skipaðir í verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands til loka árs 2018: Unnur Þormóðsdóttir formaður, Páll Marvin Jónsson, Runólfur Sigursveinsson, Bryndís Björk Hólmarsdóttir og Sveinn A. Sæland.

 1. Fjárlagafrumvarp ríkisins 2018 og fjármálastefnu ríkisins 2018-2022

Fjallað var um nýsamþykkt fjárlagafrumvarp ríkisins fyrir árið 2018 og einnig var fjallað um fyrirhugaða fjármálastefnu ríkisins 2018-2022.

 1. Lífeyrissjóðurinn Brú – breytinga á A deild

Fyrir liggur minnisblað frá framkvæmdastjóra um skuld SASS og tengdra stofnana í tengslum við uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Auk SASS er hér um að ræða Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands, og Menningarráð Suðurlands. Heildarskuld framangreindra stofnana við sjóðinn er ríflega 42 m.kr.

Stjórn SASS gerir athugasemdir við það vinnulag og tímafrest sem lífeyrissjóðurinn Brú gefur samtökunum til afgreiðslu málsins. Veittur frestur er allt of skammur til að hægt sé að afgreiða málið í samræmi við góða og vandaða stjórnsýslu. Ljóst er að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun samtakanna til að standa við þær skuldbindingar sem felast í uppgjörinu. Til að stjórn geti afgreitt málið er eðlilegt að tími sé gefinn til að yfirfara nafnalista og útreikninga og leita hagstæðustu leiða til að fjármagna skuldbindingarnar.

Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir nánari sundurliðun frá lífeyrissjóðum þannig að hægt sé að yfirfara útreikningana. Honum og formanni er jafnframt falið að gera tillögu að útfærslu. málsins. Endanleg afgreiðsla verði tekin fyrir á næsta fundi stjórnar.

 1. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
 1. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál.
  Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0011.html
  Lagt fram til kynningar.
 2. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.
  Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0040.html
  Samþykkt að kalla eftir sjónarmiðum Ungmennaráðs Suðurlands um málið.
 3. Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.
  Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0054.html
  Stjórn SASS fagnar framkominni ályktun og hvetur stjórnvöld til sölu ríkisjarða sem fyrst.
 4. Frumvarp til laga um félagsþjónusta sveitarfélaga (samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál.
  Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0027.html
  Stjórn SASS tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og þær breytingartillögur sem sambandið hefur gert við frumvarpið. Stjórn SASS ítrekar mikilvægi þess að fyrir afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi liggi fyrir áhrif væntanlegra lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga.
 5. Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál.
  Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0026.html
  Stjórn SASS tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og þær breytingartillögur sem sambandið hefur gert við frumvarpið. Stjórn SASS ítrekar mikilvægi þess að fyrir afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi liggi fyrir áhrif væntanlegra lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga.
 6. Drög að frumvarpi um lögheimili, sbr.: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/22/Drog-ad-lagafrumvarpi-um-logheimili-til-umsagnar/
  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur. Að mati stjórnar SASS eru ákvæði um að heimila megi skráningu lögheimilis í frístundahúsum varhugaverð. Það er í ósamræmi við ákvæði töluliðar 9. í 2. gr. laga nr. 123/2010 og ákvæði h. stafaliðar gr. 6.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Í lögunum er tilgreint að frístundahús séu ekki ætluð til fastrar búsetu og í reglugerðinni að föst búseta sé óheimil í frístundabyggðum. Ákvæði felur líka í sér ákveðna hættu á ósamræmi í ákvarðanatöku milli sveitarfélaga um forsendur til að leyfa lögheimilisskráningu í frístundahúsum og hvað lagt er til grundvallar þeirri leyfisveitingu. Loks má nefna að ákveðin hætta skapast á að ákvarðanir um að heimila lögheimili í frístundabyggð byggist á persónulegum og fjárhagslegum högum viðkomandi umsækjenda.

 

 1. Önnur mál til kynningar og umræðu
 1. Fundargerð annarra landshlutasamtaka og og stýrihóps stjórnarráðsins
  Lagðar fram til kynningar, fundargerð FV frá 15. desember sl., fundargerð Eyþings 13. desember sl., fundargerð 41. fundar stýrihóps stjórnarráðsins frá 27. nóvember sl. og fundargerð Sambandsins nr. 855 frá 15. desember sl.
 2. Almenningssamgöngur
  Framkvæmdastjóri kynnti breytingu á gjaldskrá Strætó sem tók gildi 7. janúar sl. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2018 var viðbótarframlag til almennigssamgangna hækkað úr 75 m.kr. í 150 m.kr.
 3. ART verkefnið
  Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir stöðu verkefnisins en rekstrarfjármunir fyrir yfirstandandi ár voru tyggðir við afgreiðslu fjárlaga.
  Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að félags- og jafnréttismálaráðherra gangi strax frá nýjum samningi um ART verkefnið og að gildistími hans sé til fimm ára þannig að hægt verði að eyða óvissu og halda áfram þessu mikilvæga verkefni.
 4. Skert fjárframlög til Fræðslunetsins og Háskólafélags Suðurlands 2018
  Formaður kynnti málið en við afgreiðslu fjárlaga vísaði fjárlaganefnd málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að ríkið standi við bakið á þessum mikilvægu stofnunum.
 5. Skipan á nefnd um umhverfis- og auðlindastefnu (svæðisskipulag)
  Formaður kynnti málið. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 6. Rútuslysið í Eldhrauni 27. desember sl.
  Stjórn SASS vill færa öllum þeim, sem komu með einum eða öðrum hætti að þeim hörmulega atburði þegar rúta valt í Eldhrauni 27. desember sl., þakkir fyrir ómetanlega vinnu á vettvangi sem og alla veitta aðstoð og aðhlynningu í kjölfar slyssins.
  Skýrt kemur í ljós við aðstæður sem þessar hvers megnugir viðbragsaðilar og aðrir eru. Gríðarlegt álag hvíldi á öllum þeim sem að slysinu komu. Það er alveg ljóst að styrkja þarf innviði verulega og þá sérstaklega heilbrigðis- og löggæsluhlutann.
 7. Skýrslur um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga og endurskoðun á framlögum úr Jöfnunarsjóði.
  Skýrslur lagðar fram til kynningar.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn á Selfossi föstudaginn 2. febrúar nk. kl. 12:00 – 15:00.

Fundi slitið kl. 13:30.

Gunnar Þorgeirsson
Unnur Þormóðsdóttir
Eva Björk Harðardóttir
Páll Marvin Jónsson
Lilja Einarsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Sæmundur Helgason
Bjarni Guðmundsson

528. fundur stjórnar SASS (.pdf)