fbpx

414. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi.

miðvikudaginn 4. júní 2008, kl. 10:00

Mættir: Sveinn Pálsson, Guðmundur Þór Guðjónsson, Gylfi Þorkelsson, Jón Hjartarson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Þorgils Torfi Jónsson og varamaður hans boðuðu forföll.

Gestur fundarins: Margret Ingþórsdóttir formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Dagskrá

1. Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 13. maí sl.

Fundargerðin staðfest.

2. Fundargerð velferðarmálanefndar SASS frá 30. apríl sl.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við hlutaðeigandi aðila sem hugsanlega hafa áhuga á að koma að skipulagðri vinnu og aðstoð við innflytjendur. Fundargerðin staðfest.

3. Fundur atvinnumálanefndar SASS og forstjóra orkufyrirtækjanna OR og LV.

Lagt var fram minnisblað um fundinn.

4. Afrit af bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Umhverfisráðherra, dags. 29. maí 2008, varðandi framkvæmd reglugerðar um verndarsvæði Þingvallavatns.

Stjórn SASS tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi heilbrigðiseftirlitsins að mjög óeðlilegt sé að fela stofnuninni svo viðamikið verkefni án þess að gert sé ráð fyrir tekjum til að standa undir óhjákvæmilegum verulegum kostnaði vegna þess. Stjórn SASS mælist til þess að gerð verði á þessu bragarbót og telur eðlilegt að vöktun HES á lífríki Þingvallavatns sé kostuð af fjarveitingum þjóðgarðsins. Formanni og framkvæmdastjóra í samráði við framkvæmdastjóra HES falið að ræða við umhverfisráðherra um málið.

5. Bréf frá Verslunarmannafélagi Árnessýslu, dags. 29. maí 2008, varðandi stofnun Starfsendurhæfingar Suðurlands.

Óskað er tilnefningar SASS í starfshóp vegna málsins. Margrét Ingþórsdóttir gerði grein fyrir málinu.

Samþykkt að tilnefna framkvæmdstjóra SASS í starfshópinn.

6. Húsnæðismál SASS og tengdra stofnana.

Staða málsins kynnt.

7. Nýafstaðnir jarðskjálftar.

Stjórnarmenn úr Árborg og Hveragerði gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað undanfarna daga en að mati þeirra hefur tekist mjög vel til. Fram kom að þjónustumiðstöðvar sem settar voru á laggirnar þjóna mjög mikilvægu hlutverki í þessu starfi.

8. Efni til kynningar.

a. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 28. mars og 4. apríl sl.

b. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 22. apríl og 20. maí sl.

c. Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 21. apríl sl.

d. Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands frá 26. mars og 5. maí sl.

e. Fundargerðir og annað efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

f. Fundargerð formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna frá 3. apríl sl.
Fundi slitið kl. 12.20

Sveinn Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Guðmundur Þór Guðjónsson
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Þorvarður Hjaltason