fbpx

2. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017

Austurvegi 56, 20. mars, kl. 12:00

Mætt til fundar Sandra Dís Hafþórsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson, Runólfur Sigursveinsson, Bryndís Björk Hólmarsdóttir (í fjarfundi) og Sveinn Sæland. Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson og Þórður Freyr Sigurðsson sem einnig ritaði fundargerð.

Undir 4. dagskrárlið komu inn á fundinn Guðlaug Ósk Svansdóttir, Dagný Hulda Jóhannsdóttir, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir og Ingunn Jónsdóttir, ráðgjafar á vegum SASS.

Uppbyggingarsjóður:

  1. Skipun í fagráð

Skipan fagráða á sviði nýsköpunar og menningarmála fyrir árið 2017 helst óbreytt frá árinu 2016 og er eftirfarandi;

Fagráð menningarstyrkja:

Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður myndasafns Þjóðminjasafns Íslands
Marteinn Steinar Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
Aðalheiður M. Gunnarsdóttir, tónlistarkennari og söngkona

Fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkja:

Helga Björk Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri leikskólans Sóla
Bergsteinn Einarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Set ehf.
Laufey Helgadóttir, ferðaþjónustubóndi að Smyrlabjörgum

 

  1. Breytingar á úthlutunarreglum

Gerðar voru breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins áður en auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í febrúar s.l. Nýjar úthlutunarreglur voru samþykktar af verkefnastjórn í tölvupósti. Úthlutunarreglurnar eru aðgengilegar á vefsíðu SASS.

 Nánari upplýsingar um breytingarnar;

 Breyting var gerð á reglu nr. 6, á þann veg að einungis verða 6 vikur sem styrkþegum gefst færi á að ganga frá samningi við SASS um styrkveitinguna. Þessari breytingu er ætlað að stytta heildartíma við verkefni með því að stytta þann tíma sem getur liðið áður en skrifað er undir samninga.

 Regla nr. 11 er ný. Henni er ætlað að skýra umboð ráðgjafa til að aðlaga verkefni eða verkáætlanir verkefna að úthlutun lokinni, í samráði við styrkþega, ef úthlutunarnefnd skilyrðir úthlutun við ákveðna verkþætti eða til að aðlaga verkefni að upphæð úthlutunarinnar. Er nú unnt að gera breytingar á verkáætlunum í samráði við styrkþega og svo lengi sem markmið verkefnis halda sér.

Áherslur voru lagfærðar og samræmdar betur sóknaráætlun Suðurlands, m.a. m.t.t. áherslna á sjálfbærni og ungt fólk.

Fækkað var um tvo og þrjá matsþætti í hvorum flokki. Eru nú fimm matsþættir í hvorum flokki. Eru þeir nú skýrari og von um að meiri hugsun sé nú lögð í hvern og einn matsþátt.

Ýmsar minniháttar lagfæringar á texta að auki í þessari yfirferð, til að skýra frekar eða skerpa á framsetningu.

  1. Fyrri umsóknarfrestur 2017

Sjóðnum bárust alls 138 umsóknir nú í fyrri úthlutun ársins, 88 menningarverkefni og 50 nýsköpunarverkefni. Ráðgert er að úthlutun verði samþykkt og tilkynnt umsækjendum í annari viku apríl mánaðar.

Stefnumörkun og áhersluverkefni:

  1. Tillögur að áhersluverkefnum 2017

Til umfjöllunar voru 17 verkefnatillögur.

  1. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 16:00.