fbpx

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Atvinnuuppbyggingarsjóð Skeiða– og Gnúpverjahrepps. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2016 og 1. úthlutun er 1. maí 2016. Umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins. Upplýsingar um úthlutunarreglur má skoða í heild sinni á hér

Meginhlutverk Atvinnuuppbyggingarsjóðs Skeiða-og Gnúpverjahrepps er að efla byggð og atvinnu í sveitarfélaginu Umsjón sjóðsins er í höndum sveitarstjórnar sem fjallar um umsóknir og gerir tillögur að úthlutun úr honum.  Sjóðnum er ætlað að veita styrki til verkefna sem lúta að atvinnuþróun og nýsköpun í sveitarfélaginu. Þeir sem lögheimili hafa, reka atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu eða ætla að hefja atvinnurekstur í sveitarfélaginu hafa alla jafnan forgang að úthlutun.