sass@sass.is 480-8200

Markmið

Kanna hug allra sveitarfélaga á Suðurlandi, sem land eiga að hálendi Suðurlands, að unnið verði svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið.
Kanna skilgreiningar að mörkum Suðurhálendis.

Verkefnislýsing

Skv. samþykkt frá ársfundi SASS 2018 var hvatt til að gera svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið þar sem horft er til verndunar og nýtingar á svæðinu í heild. Skoða þarf skilgreiningar á hvar mörk Suðurhálendisins liggja.
Forathugunin fellst í því að kalla saman aðila frá öllum sveitarfélögum á Suðurlandi sem eiga land að Suðurhálendinu og athuga vilja þeirra til þessarar vinnu.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist beint fjórum af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum

Lokaafurð

Samþykkt sveitarfélaga sem land eiga að hálendi Suðurlands um áframhaldandi vinnu að svæðisskipulagi. Skýrar skilgreiningar á mörkum Suðurhálendis.


Verkefnastjóri

Verkefnastjórn

Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélög sem land eiga að hálendi Suðurlands.
Heildarkostnaður
500.000 
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
500.000
Ár
2019
Tímarammi
Verkefnið verður unnið á árinu 2019.
Árangursmælikvarði/ar
Samvinna um gerð svæðisskipulags á Suðurlandi verði samþykkt og unnin á kjörtímabilinu.
Staða
Í vinnslu
Númer