fbpx

Markmið

Kanna hug allra sveitarfélaga á Suðurlandi, sem land eiga að hálendi Suðurlands, að unnið verði svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið. Kanna skilgreiningar að mörkum Suðurhálendis.

Verkefnislýsing

Skv. samþykkt frá ársfundi SASS 2018 var hvatt til að gera svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið þar sem horft er til verndunar og nýtingar á svæðinu í heild. Skoða þarf skilgreiningar á hvar mörk Suðurhálendisins liggja.
Forathugunin fellst í því að kalla saman aðila frá öllum sveitarfélögum á Suðurlandi sem eiga land að Suðurhálendinu og athuga vilja þeirra til þessarar vinnu.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist beint fjórum af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum

Lokaafurð

Samþykkt sveitarfélaga sem land eiga að hálendi Suðurlands um áframhaldandi vinnu að svæðisskipulagi. Skýrar skilgreiningar á mörkum Suðurhálendis.

Staðan í dag:

Verkefni þetta miðar að hvatningu til sveitarfélaganna sem eiga land að hálendi Suðurlands til að vinna að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Horft var m.a. til verndunar og nýtingar á svæðinu í heild og skoðaðar skilgreiningar á hvar mörk Suðurhálendisins liggja. Í framhaldinu, ef vilji væri til þess, verði unnið svæðisskipulag fyrir svæðið í heild sinni. Sveitarfélögin 12, sem land eða hagsmuna eiga að hálendinu, skipuðu hvert tvo kjörna aðalmenn og einn til vara í starfshóp og verkefnisstjórn fékk Gísla Gíslason landslagsarkitekt og ráðgjafa hjá verkfræðistofunni EFLU til að leiða vinnuna. Starfshópurinn átti tvo fundi í ágúst og september á Hvolsvelli og Flúðum. Á fyrri fundinum fór Eva Björk Harðardóttur, formaður SASS, yfir ályktanir SASS í tengslum við sameiginlega sýn í skipulagsmálum á hálendinu og hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð. Í framhaldi kynnti Gísli vinnu- og skipulagsferli, möguleg efnistök og aðferðafræði við gerð svæðisskipulags fyrir svæðið. Á síðari fundinn kom Hafdís Hafliðadóttir, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun, sem kynnti landskipulagsstefnuna með áherslu á þá þætti sem snúa að miðhálendinu. Í framhaldi fór Gísli ráðgjafi yfir frumdrög að skipulagslýsingu fyrir Suðurhálendið. Gísli fór einnig yfir drög að verk- og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið en áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 56 – 71 m.kr. án vsk og áætlaður verktími er um 4 ár. Niðurstaða fundanna var að leggja fyrir sveitastjórnir helstu niðurstöður svo hvert og eitt sveitarfélag geti tekið afstöðu til framhaldsins. Starfshópurinn og verkefnisstjórn lagði til við sveitarfélögin 12 að farið verði í að vinna svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið. Hópurinn lagði jafnframt til að hvert sveitarfélag skipi til samræmis við skipulagslög tvo aðalmenn og tvo til vara í starfshóp sem vinnur að gerð svæðisskipulagsins. Loks var lagt til að sveitarfélögin heimiliðu SASS að ganga til samninga við EFLU á grunni framagreindra gagna. Framangreind tilllaga er nú til samþykktar hjá sveitarstjórnum en nokkur hafa nú þegar samþykkt hana.

 


Verkefnastjóri
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélög sem land eiga að hálendi Suðurlands.
Heildarkostnaður
500.000 
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
500.000
Ár
2019
Tímarammi
Verkefnið verður unnið á árinu 2019.
Árangursmælikvarði/ar
Samvinna um gerð svæðisskipulags á Suðurlandi verði samþykkt og unnin á kjörtímabilinu.
Staða
Í vinnslu