fbpx

Markmið:

Að undirbúa og tryggja framkvæmd Starfamessunar 2019.

Verkefnislýsing:

Starfamessan á Suðurlandi er framhaldsverkefni. Fyrsta Starfamessan var haldið árið 2015, síðan aftur 2017 og nú er um að ræða undirbúning Starfamessunnar árið 2019. Verkefninu er ætlað að kynna sérstaklega fyrir ungu fólki störf og námsleiðir á sviði iðn- verk- og tæknigreina. Verkefni þetta snýr að undirbúningi fyrir Starfamessuna 2019. Um er að ræða undirbúningsverkefni sem unnið verður á árinu 2018. Helstu verkefni felast í að tryggja þátttakendur, aðstöðu og samstarfsaðila. Verkefnið er samstarfsverkefni SASS, Atorku og FSU. Ásamt því að vera unnið í nánu samstarfi og samráði með grunn- og framhaldsskólunum, náms- og starfsráðgjöfum á Suðurlandi, fyrirtækjum í landshlutanum sem og skólum á sviði iðn-, verk- og tæknigreina.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist með beinum hætti einni af megin áherslu Sóknaráætlunar Suðurlands;

  • Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð

Verkefninu er einnig ætlað að vinna sérstaklega að tveimur sértækum markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands; um að auka áherslur á nýsköpun, skapandi- og verklegar greinar á öllum skólastigum á Suðurlandi og að auka samvinnu atvinnulífs um virðisauka menntunar.

Lokaafurð:

Undirbúningur fyrir Starfamessuna 2019.

Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir
Verkefnastjórn
Ingunn Jónsdóttir
Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Atorka (Félag atvinnurekenda á Suðurladi) og FSU (Fjölbrautarskóli Suðurlands)


Heildarkostnaður
2.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Árið 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183008