fbpx

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2021. Umsóknir voru samtals 112, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 41 umsóknir og 71 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 39 m.kr. úthlutað, 18 m.kr í flokk atvinnu og nýsköpunar og 21 m.kr. í flokk menningar, til samtals 74 verkefna. Samþykkt var að veita 25 verkefnum styrk í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 49 verkefna í flokki menningarverkefna.

Hæsta styrkinn í flokki atvinnu og nýsköpunar hlutu að þessu sinni annars vegar Lovísa Rósa Bjarnadóttir fyrir verkefnið Þjónustusláturhús og matarsmiðja að upphæð 2,5 m.kr. Markmið verkefnisins er að auka þjónustu við bændur og matvælaframleiðendur, og gefa nær samfélaginu raunverulegan kost á að nýta matvæli úr héraði. Hins vegar hlaut Kamban Visual production slf. styrk fyrir verkefnið Kambey að upphæð 2,5 m.kr. en markmið verkefnisins er að hlúa að og fræða verðandi og núverandi foreldra, sem og að gera þau betur búin að huga að sjálfum sér og fjölskyldunni.

Í flokki menningarverkefna hlaut Góli ehf. hæsta styrkinn fyrir verkefnið Vínartónleikar og skólatónleikar á Kirkjubæjarklaustri og Vík að upphæð 950 þús. Markmið verkefnisins er að halda Vínartónleika á Kirkjubæjarklaustri fyrir almenning og skólatónleika fyrir grunnskólanemendur á Kirkjubæjarklaustri og í Vík.

Lista yfir þau verkefni sem hlutu styrk má sjá hér.