Uppbyggingarsjóður Suðurlands opnar fyrir umsóknir miðvikudaginn 17. september með umsóknarfrest til  22. október. Sjóðurinn er mikilvægur hvati fyrir verkefni sem miða að því að efla atvinnu- og byggðaþróun á Suðurlandi og styðja við fjölbreytt framtak á sviði menningar, nýsköpunar, samfélagsverkefna og atvinnulífs.

Í ár hefur verið samþykkt ný Sóknaráætlun fyrir Suðurland 2025–2029, þar sem áhersla er lögð á fjóra meginþætti:

  • Atvinna og nýsköpun
  • Samfélag
  • Umhverfi
  • Innviðir

Sóknaráætlanirnar skapa sameiginlega sýn fyrir hvert landshluta, sem gerir sveitarfélögum og samfélögum kleift að forgangsraða verkefnum og nýta fjármuni á markvissari hátt. Þær mótast af þörfum heimafólks og mynda traustan farveg fyrir rannsóknir, fjármögnun og uppbyggingu á svæðinu.

Uppbyggingarsjóðurinn tekur mið af þessum áherslum og hvetur einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir til að sækja um styrk til verkefna sem stuðla að framgangi þeirra.

Í ár verða einhverjar breytingar á verklagi í kringum umsóknarferlið, en brátt fer í loftið  nýr umsóknarvefur. Þótt nýtt verklag og viðmót taki gildi, ætti ferlið að vera auðveldara og aðgengilegra en áður. Í tengslum við umsóknarferlið verða í boði leiðbeiningar og upplýsingar á vefsíðu SASS, auk þess að ávallt er hægt að leita til byggðaþróunarfulltrúa sem eru staðsettir á Suðurlandi. Sjá upplýsingar um byggðaþróunarfulltrúa hér.

Nánari upplýsingar um skilmála, áherslur og umsóknarferlið verða birtar þegar nær dregur.