fbpx
6. desember 2021

Matsjáin er viðskiptahraðall fyrir smáframleiðendur matvæla, sem landshlutasamtök sveitarfélaga, Samtök smáframleiðanda matvæla (SSFM) og RATA standa að. Matsjánni er ætlað að efla leiðtogafærni þátttakenda, efla þá í að þróa vörur og þjónustu og bæta tengsl sín í sinni grein. Verkefnið fer fram í sjö lotum á netinu frá janúar og lýkur með uppskeruhátíð í apríl.

Verkefnið hlaut styrk úr Matvælasjóði og er byggt upp að fyrirmynd Ratsjánnar sem er verkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu þróað af Íslenska ferðaklasanum.

Umsóknarfrestur til að taka þátt í Matsjánni var til 20. nóvember sl. og alls sóttu 84 aðilar um að taka þátt. Ánægjulegt var að sjá að flestar umsóknir um þátttöku bárust af Suðurlandi eða alls 18.

Dreifing umsækjanda á svæðinu var líka mikil, en umsækjendur komu úr 10 af 15 sveitarfélögum svæðisins, og gæti sveitarfélögunum fjölgað þar sem tvö af fyrirtækjunum eru ekki búin að flytja á svæðið en stefna að því að vera staðsett á Suðurlandi.

 

Við óskum þátttakendum góðrar skemmtunar og mikils lærdóms í Matsjánni.