fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er þríþætt: 1. að meta efnahagsleg áhrif vegna byggingar stórskipakants í Vestmannaeyjum; 2. að meta samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar og 3. að leggja mat á vænt tækifæri og viðskiptalegar forsendur í tengslum við hana.

Verkefnislýsing

Verkefninu hefur verið skipt upp í verkþætti, einn fyrir hvert markmiðanna. Ákveðið var að setja mat á efnahagslegum áhrifum í forgang. Þegar kostnaður vegna þessa verkþáttar liggur fyrir, skýrist hvort hægt verður að fara í mat á samfélagslegum áhrifum. Mat á væntum tækifærum og viðskiptalegum forsendum verður svo gert í framhaldi, verði fjármunir nægjanlegir til þess.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Með verkefninu skapast tækifæri til atvinnuþróunar í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að samfélagið verði sjálfbærara og betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Verkefnið styður við ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu, ýmiss konar iðnað og þjónustuaðila með hafnsækna starfsemi á Suðurlandi.

Málaflokkur

Innviðaráðuneyti.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Góð atvinna og hagvöxtur – Nýsköpun og uppbygging – Sjálfbærar borgir og samfélög – Ábyrg neysla og framleiðsla – Líf í vatni

Árangursmælikvarðar

Að niðurstaða um hagræn- og samfélagsleg áhrif liggi fyrir. 

Lokaafurð

Lokaafurð er skýrsla sem verður nýtt til að vinna að framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar og bæjarfélagsins. Mikilvægt er fyrir samfélagið að taka ákvörðun um næstu skerf varðandi höfnina sem er ein af stærstu auðlindum og mikilvægustu innviðum sveitarfélagsins.


Verkefnastjóri
Dóra Björk Gunnarsdóttir
Framkvæmdaraðili
Vestmannaeyjahöfn
Samstarfsaðilar
Þekkingingarsetur Vestmanneyja
Heildarkostnaður
7.000.000 kr.
Þar af framlag úr sóknaráætlun
3.000.000 kr.
Ár
2022
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2022
Staða
Lokið
Númer
223003

Lokaskýrsla:

03_Greining á afkastagetu og uppbyggingu hafnarinnar_Rv03