fbpx

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk.

Ráðstefnan verðu sett kl. 10:00 af formanni sambandsins og í framhaldinu flytur fjármála- og efnahagsráðherra stutt ávarp. Síðan stýrir Sigmar Guðmundsson fréttamaður samtali formanns sambandsins og fjármála- og efnahagsráðherra um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Fyrri dag ráðstefnunnar verða flutt margvísleg erindi um fjármál sveitarfélaga og stöðu þeirra.

Örn Árnason leikari flytur svo lokaorð áður en boðið verður upp á léttar veitingar þegar ráðstefnunni verður frestað til næsta dags um kl. 16:30.

Ráðstefnan hefst kl. 9:00 síðari daginn. Þá verður henni skipt upp í tvo hluta. Annars vegar verður fjallað um ýmsa þætti í fjármálum og rekstri sveitarfélaga og hins vegar um ýmsa þætti í rekstrarumhverfi sveitarfélaganna.

Stefnt er að ráðstefnuslitum um kl. 12 á hádegi 10. október.

Dagskrá ráðstefnunnar og skráning fer fram hér á vef sambandsins.

Logo samband_isl_sveitarfelaga