fbpx

Í síðustu viku fóru fram kynningarfundir á Uppbyggingarsjóði Suðurlands, víða á Suðurlandi. Á fundunum var farið í gegnum uppbyggingu sjóðsins, hvernig hann skiptist í flokka, markmið og áherslur. Ennfremur var farið yfir hvað væri styrkhæfur kostnaður og hvað ekki og skoðuð dæmi um verkefni sem hlutu styrk í fyrri úthlutun 2016.