fbpx

Markmið

Markmið þessa verkefnis er að safna grunnupplýsingum um atvinnulíf á Suðurlandi sem verður hluti af Innviðagreiningu Suðurlands sem SASS er með í vinnslu. Gögnin verða nýtt til frekari vinnslu og til að styðja betur við uppbyggingu á atvinnustarfsemi á Suðurlandi s.s. með upplýsingaöflun, greiningum og upplýsingagjöf o.fl.

Verkefnislýsing

Kortlagning á atvinnulífi á Suðurlandi. Gagnasöfnun og gerð gagnagrunns.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið styður mjög vel við Sóknaráætlun Suðurlands. Upplýsingar eru grundvöllur ákvarðana og upplýsingar um atvinnulífið því lykilatriði við mótun og framkvæmd verkefna á sviði atvinnumála. Hagnýtingin er margþætt – dæmi: greiningar, upplýsingamiðlun og stefnumótun. Eftir vinnslu verkefnisins ættu að liggja fyrir ýtarlegar upplýsingar um alla lögaðila sem stunda atvinnurekstur á Suðurlandi.

Lokaafurð

Gagnagrunnur um atvinnulíf á Suðurlandi auk minnisblaðs með samantekt niðurstaðna.

Niðurstaða

Lögaðilaggrunnurinn er tilbúinn, en er í stöðugri þróun og verður í þróun um ókomna tíð.   Keyptar eru uppfærslur á grunnupplýsingum ársfjórðungslega sem keyrðar eru ofan í gagnagrunninn. Lögaðilarnir eru nú 7400 í gagnagrunni SASS.  Eru þetta aðilar sem skráðir eru á Suðurlandi með lögheimili eða póstfang eða eru með starfsemi á Suðurlandi, en skráðir utan Suðurlands. 

Í gagnagrunninum eru ýtarlegar upplýsingar s.s. grunnupplýsingar, lýsing á starfsemi, upplýsingar úr ársreikningum, starfsmannafjöldi, tengiliðaupplýsingar, og ýtarleg ISAT greining, svo fátt eitt sé nefnt.  Nærri 90 víddir eru skráðar á hvern lögaðila.

Gagnagrunnurinn er gríðarlega öflugt verkfæri fyrir starfsemi SASS og hefur nýst með fjölbreyttum hætti s.s. við greiningar á Landshlutanum, sveitarfélögum á Suðurlandi, atvinnugreinum, fyrirtækjum o.fl.   SASS notar gagnagrunninn til að eiga samskipti við atvinnulífið, auka skilning á atvinnulífinu og hafa almenna yfirsýn á stöðu og þróun atvinnulífs á Suðurlandi.

Gagnagrunnurinn er í stöðugri þróun og hafa upplýsingar úr honum nýst til gerð ýmissa nýrra afurða sem SASS og samstarfsaðilar þess hafa unnið. 

Markmiðið með gagnagrunninum er að gögnin nýtist sem best og sem flestum.  Meðferð upplýsinganna og dreifing er þó bundin ákveðnum skilyrðum, sem fylgt hefur eftir.  Stefnt er á að koma upplýsingum úr gagnagrunninum á framfæri með rafrænum hætti í nánustu framtíð.  Sú vinna er í gangi innan SASS.  Hagnýting upplýsinganna hefur alltaf verið leiðarljósið í vinnunni.

Verkefnastjóri
Hrafn Sævaldsson     
Verkefnastjórn
Hrafn Sævaldsson, Þórður Freyr Sigurðsson og Páll Marvin Jónsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Creditinfo (grunnupplýsingar) og RSK (grunnupplýsingar)
Heildarkostnaður
6.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
6.000.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
Mars 2017- apríl 2018