fbpx

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vilja vekja athygli á fjárfestahátíð sem haldin verður á Siglufirði dagana 29. til 31. mars 2023. Leitað er eftir verkefnum sem eru tilbúin til fjármögnunar. Að þessu sinni verður opið fyrir umsóknir allstaðar að af landsbyggðinni. Hvetja samtökin því frumkvöðla á Suðurlandi til að sækja um ef þau telja sig eiga erindi inn á þennan vettvang.

Verkefnunum verður skipt í tvo flokka:

  • Sprotafyrirtæki: Verkefni á fyrsta stigi fjármögnunar sem leita eftir fjármögnun á bilinu 20 m.kr. til 100 m.kr.
  • Vaxtarfyrirtæki: Verkefni sem hafa fengið fjármögnun, eða vaxið af eigin tekjum, en þurfa aukið fjármagn til að stækka enn frekar og leita eftir fjármögnun upp á 100 m.kr. eða meira.   

Sótt er um hér á vefsvæði Norðanáttar og er öllum frjálst að senda inn umsókn sem telja verkefni sín falla undir áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn. Opið er fyrir umsóknir til 15. janúar nk.

Ráðgjafar á vegum SASS eru til staðar og leiðbeina við gerð umsókna.

Viltu hafa samband við ráðgjafa? Smelltu hér.