fbpx

Á dögunum var haldinn kynningarfundur á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um næstu úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Umsóknarfrestur er til 16:00, þriðjudaginn 5. október nk.

Á kynningarfundinum var farið yfir matsferli umsókna, eyðublaðið, úthlutunarreglur og góð ráð við gerð umsókna. 

Hér má finna kynninguna í heild sinni

Hér má finna glærur sem stuðst var við á fundinum (.pdf) 

Leiðbeiningar við að fylla út umsókn 

Líkt og kom fram á kynningarfundinum er mikilvægt fyrir umsækjendur að setja sig í samband við ráðgjafa og nýta sér þá þjónustu sem í boði er. Ráðgjafar geta t.d. aðstoðað við mótun verkefna, uppbyggingu og yfirlestur verkefna. 
Eru umsækjendur hvattir til að panta tíma hjá ráðgjafa á vegum SASS. Upplýsingar um ráðgjöf má finna hér.