Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 15. apríl n.k. verður í sjötta sinn veitt viðurkenning undir heitinu „Landstólpinn – Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig
Í síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2015 bárust sjóðnum 122 umsóknir. Styrkur var veittur 66 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 28 milljónir. Úthlutað var 13 mkr. til 42 menningarverkefna og 15 mkr. til 24 nýsköpunarverkefna. Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast
Opið er fyrir styrkumsóknir frá sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness til uppbyggingar á ljósleiðararkerfum utan þéttbýlis. Ísland ljóstengt er landsátak í uppbyggingu ljósleiðarakerfa í dreifbýli utan markaðssvæða. Markmiðið er að 99,9% þjóðarinnar eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. Fjarskiptasjóður, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, hyggst styrkja sveitarfélög um samtals 450 milljónir króna vegna styrkhæfra
Opið er fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni á leik-, grunn-og framhaldsskólastigi. Þeir sem geta sótt um eru leik-, grunn-og framhaldsskólar, tónlistar-og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á þessum skólastigum geta sömuleiðis tekið þátt í samstarfsverkefnum. Í skólahluta Erasmus+ er hægt að sækja um þrenns konar
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga í samstarfi við þekkingarsetur á Suðurlandi og Markaðsstofu Suðurlands, veita ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála og aðstoða við gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Hægt er að hafa samband beint við neðangreinda ráðgjafa eða senda fyrirspurn eða ósk um ráðgjöf á netfangið radgjof@sudurland.is. Gerður hefur verið samstarfssamningur við eftirfarandi stofnanir um
Á heimasíðu Byggðastofnunar hefur verið opnað fyrir umsóknir vegna flutninga ársins 2015. Þeir sem geta sótt um eru einstaklingar og lögaðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: einstaklingar sem stunda atvinnurekstur og eru með lögheimili á styrksvæði og lögaðilar sem eru með starfsemi og heimilisfesti á styrksvæði umsækjandi þarf að stunda framleiðslu á vöru sem fellur undir
Eftir fjórar lestrarvikur eru úrslitin ljós í landsleiknum Allir lesa. Þátttakendur hafa samtals lesið í 54.800 klukkustundir, eða sem svarar rúmum sex árum. Tvö sigurlið koma frá Vestmannaeyjum og er meðalaldur annars liðsins 82 ár. Íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi lásu mest allra sveitarfélaga. Eins og í fyrra hafnaði Hveragerði í öðru sæti en Vestmannaeyingar í því
Fyrirlestur um matarhönnun verður haldinn í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri, sunnudaginn 6. mars og hefst kl. 13:00 Fyrirlesari er Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður hjá Matís, en hún hefur m.a. unnið í verkefninu „Stefnumótun hönnuða og bænda“, sem hún mun fjalla um. Einnig mun Brynhildur fjalla almennt um matarhönnun og hvernig hægt er að segja sögur og miðla
Samband íslenskra sveitarfélaga boðar á heimasíðu sinni, til málþings og námskeiðs undir yfirskriftinni Jafnrétti í sveitarfélögum, í samstarfi við Jafnréttisstofu og jafnréttisráð. Hvoru tveggja fer fram á Grand hóteli í Reykjavík, málþingið fimmtudaginn 31. mars og námskeiðið föstudaginn 1. apríl. Viðburðirnir eru skipulagðir með vísun til stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018 þar sem segir
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála, tengdum byggðaáætlun 2014-2017. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt að því að veita fjóra styrki. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla. Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður