fbpx

Markmið

  • Að auka vægi nemendaverkefna er lúta að atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi.
  • Að auka samvinnu og tengingu nemenda við fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi.
  • Að verkefnin leiði til atvinnuuppbyggingar, aukinnar framlegðar, bættrar þjónustu eða útvíkkunar á starfsemi eða þjónustu á Suðurlandi.
  • Að nemendur kynnist starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana á Suðurlandi.
  • Að nemendum gefist frekari tækifæri á að ráðast til vinnu að lokinni útskrift.
  • Að til verði verkfæri fyrir hagsmunaaðila á Suðurlandi til að koma hugmyndum af stað fyrstu skrefin með aðstoð nemenda.

Verkefnislýsing

Verkefnið gengur út á að miðla hugmyndum að verkefnum frá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum til nemenda og hvetja nemendur til að vinna að verkefnum sem geta leitt til atvinnu og/eða nýsköpunar á Suðurlandi. Settur verður upp gagnagrunnur fyrir verkefnatillögur á vef SASS. Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög verða hvött til að setja fram tillögur að verkefnum fyrir nemendur og nemendur verða hvattir til að velja sunnlensk verkefni og fá til þess styrk ef verkefnin uppfylla sett markmið og afraksturinn skilar sér sem samþykkt lokaverkefni.

Tengsl við sóknaráætlun

Einkenni Suðurlands eru mannauður, náttúra og samtakakraftur. Verkefnið byggir á mannauði svæðisins og þeim samtakakrafti sem býr í samfélaginu á Suðurlandi.

Áhersla er lögð á fjölbreytileika atvinnulífs og hvetjandi umhverfi til menntunar, rannsókna og þróunar í framtíðarsýn og sem leiðarljós við gerð sóknaráætlunar til 2019. Verkefnið fellur því vel að þeirri stefnumörkun.

Verkefninu er svo sérstaklega ætlað að uppfylla sértækt markmið sóknaráætlunar sem snýr að því að auka samvinnu atvinnulífs um virðisauka menntunar.

Lokaafurð

Lokaverkefni nemenda unnin með tengsl við atvinnuþróun og nýsköpun á Suðurlandi.

Sjá vef atvinnuskapandi nemendaverkefna hér: www.sass.is/nemendaverkefni/ 

Verkefnastjóri
Hrafnkell Guðnason
Verkefnastjórn
Hrafnkell Guðnason, Þórður Freyr Sigurðsson, Guðlaug Ósk Svansdóttir og Þorsteinn G. Hilmarsson.
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki á Suðurlandi
Heildarkostnaður
4.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.000.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Verkefnið verður unnið á árunum 2016 og 2017

 

Afurðir verkefnis

Sjá bækling um Atvinnuskapandi nemendaverkefni í PDF

Heimasíða nemendaverkefnis: www.sass.is/nemendaverkefni