fbpx

Atvinnuskapandi nemendaverkefni á Suðurlandi er ætlað að hvetja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Suðurlandi. Nemendur vinna raunhæf lokaverkefni á háskólastigi eða á fjórða stigi framhaldsskóla, með það að markmiði að vinnan leiði til atvinnu-og/eða nýsköpunar í landshlutanum. Nemendur geta sótt um styrk allt að 300.000 kr. til að vinna að verkefnum. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og nemendur geta lagt til verkefni. 

FYRIR HVERJA?

• Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta lagt til verkefnatillögur að nemendaverkefnum.
• Nemendur geta sótt um styrk til að vinna að verkefnum og fengið aðstoð við að finna samstarfsaðila

 

ERTU Í FORSVARI FYRIR FYRIRTÆKI, STOFNUN EÐA SVEITARFÉLAG?

• Viltu leggja til hugmynd að nemendaverkefni?
• Komdu hugmyndinni á framfæri í gegnum tillöguform á heimasíðu SASS eða settu þig í samband við ráðgjafa.

 

ERTU NEMANDI Í LEIT AÐ VERKEFNAHUGMYND FYRIR LOKAVERKEFNI?

• Skoðaðu verkefnatillögur á vef SASS og sæktu um. Ráðgjafar SASS koma þér í samband við viðkomandi aðila og umsókn þín um styrk verður metin.

 

ERTU NEMANDI MEÐ HUGMYND AÐ LOKAVERKEFNI SEM SNÝR AÐ ATVINNUÞRÓUN EÐA NÝSKÖPUN Á SUÐURLANDI?

• Settu þig í samband við ráðgjafa SASS sem munu aðstoða þig við að komast í samband við samstarfsaðila. Ef samstarfsaðili finnst getur nemandi sótt um styrk til að vinna að verkefninu.

 

MARKMIÐ ATVINNUSKAPANDI NEMENDAVERKEFNA:

  •  

  • Að auka vægi nemendaverkefna er lúta að atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi.
  • Að auka samvinnu og tengingu nemenda við fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi.
  • Að verkefnin leiði til atvinnuuppbyggingar, aukinnar framlegðar, bættrar þjónustu eða útvíkkunar á starfsemi eða þjónustu á Suðurlandi.
  • Að nemendur kynnist starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana á Suðurlandi.
  • Að nemendum gefist frekari tækifæri á að ráðast til vinnu að lokinni útskrift á Suðurlandi.
  • Að til verði verkfæri fyrir hagsmunaaðila á Suðurlandi til að koma hugmyndum af stað fyrstu skrefin með aðstoð nemenda.