fbpx

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldið í Hveragerði daganna  31. október og 1. nóvember nk. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.

Kjörgengir á aðalfundinn eru framkvæmdastjórar sveitarfélaga, sveitarstjórnarmenn og varamenn þeirra.

Óskað er eftir að sveitarfélögin tilkynni þátttöku fulltrúa sinna með því að fylla út skráningarformið fyrir 9. október nk., í samræmi við eftirfarandi töflu:

Tillögur og gögn

Tillögur sem sveitarfélög eða fulltrúar þeirra hyggjast leggja fyrir aukaaðalfundinn þurfa að berast skrifstofu SASS fyrir 16. október nk., þannig að þær liggi fyrir með öðrum fundargögnum. Ef tillagan snýr að breytingum á samþykktum samtakanna þurfa þær að berast stjórn þremur vikum fyrir aðalfund eða í síðasta lagi 9. október nk.

Aðalfundarboð ásamt tilskildum fundargögnum mun liggja fyrir á gagnasvæði fundarsins í síðasta lagi fimmtudaginn 16. október nk. Aðalfundarfulltrúum og öðrum skráðum fundarmönnum verða send lykilorð tímanlega til að komast inn á vefsvæðið. Af þessum sökum er mikilvægt að skráð verði á kjörbréf virk netföng þingfulltrúa.

Gisting 

Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel Örk frá miðvikudeginum 30. október (fyrir þá sem þurfa þess) og fimmtudaginn 31. október nk. Ætlast er til að sveitarfélögin panti í einu lagi fyrir sína fulltrúa með því að senda pöntun og nafnalista á netfangið; booking@hotelork.is í síðasta lagi 9. október nk. og taki fram að það sé vegna ársþings SASS. Tilgreina þarf nafn, kt. og tengilið sveitarfélagsins og hvort óskað er eftir gistingu í eina eða tvær nætur. Ekki verður tekið við pöntunum frá einstökum fulltrúum.