fbpx

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldið 26. og 27. október nk. á Hótel Vík í Mýrdalshreppi. Á ársþinginu verða einnig haldnir aðalfundir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.

Óskað er eftir að sveitarfélögin tilkynni þátttöku fulltrúa sinna með því að fylla út skráningarformið fyrir 5. október nk., í samræmi við eftirfarandi töflu:

Sérstök athygli er vakin á því að aðrar reglur gilda um aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands en þar skal samkvæmt samþykktum aðeins tilnefndur einn fulltrúi fyrir hvern eignaraðila.

Eignaraðilar Sorpstöðvarinnar eru eftirtaldir: Bláskógabyggð, Flóahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Sorpstöð Rangárvallasýslu.

Kjörgengir á aðalfundina eru framkvæmdastjórar sveitarfélaga, sveitarstjórnarmenn og varamenn þeirra.

Á aðalfundunum eiga einnig sæti stjórnarmenn Sorpstöðvar Suðurlands og Heilbrigðisnefndar Suðurlands og framkvæmdastjórar aðildarsveitarfélaga, með málfrelsi og tillögurétti séu þeir ekki kjörnir fulltrúar. Þátttaka þeirra skal einnig tilkynnt með neðangreindu skráningarformi. Aðalfundirnir eru einnig opnir öðrum sveitarstjórnarmönnum á starfssvæðinu sem áheyrnarfulltrúum, sem skulu einnig tilkynntir rafrænt með sama skráningarformi.