fbpx

Aukaaðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldinn í Vestmannaeyjum þann 7. júní nk. en aukaaðalfundir verða EKKI haldnir fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Sorpstöð Suðurlands.

Kjörgengir á aukaaðalfundinn eru framkvæmdastjórar sveitarfélaga, sveitarstjórnarmenn og varamenn þeirra.

Óskað er eftir að sveitarfélögin tilkynni þátttöku fulltrúa sinna með því að fylla út skráningarformið fyrir 30. maí nk., í samræmi við eftirfarandi töflu:

Tillögur og gögn

Tillögur sem sveitarfélög eða fulltrúar þeirra hyggjast leggja fyrir aukaaðalfundinn þurfa að berast skrifstofu SASS fyrir 23. maí nk., þannig að þær liggi fyrir með öðrum fundargögnum. Ef tillagan snýr að breytingum á samþykktum samtakanna þurfa þær að berast stjórn þremur vikum fyrir aðalfund eða í síðasta lagi 16. maí nk.

Aukaaðalfundarboð ásamt tilskildum fundargögnum mun liggja fyrir á gagnasvæði fundarsins í síðasta lagi fimmtudaginn 23. maí nk. Aðalfundarfulltrúum og öðrum skráðum fundarmönnum verða send lykilorð tímanlega til að komast inn á vefsvæðið. Af þessum sökum er mikilvægt að skráð verði á kjörbréf virk netföng þingfulltrúa.

Gisting og ferja

Þar sem aukaaðalfundurinn verður haldinn föstudaginn 7. júní nk., dagsfundur, hafa herbergi á hótelum ekki verið frátekin og gert er ráð fyrir að hvert sveitarfélag skipuleggi sig út frá því. Ítrekað er að aukaaðalfundurinn verður haldinn föstudaginn 7. júní og hann verður settur kl. 09:15 og honum ljúki kl. 16:00.

Ferðir með Herjólfi eru skv. tímatöflu, sjá hér, en gera má ráð fyrir að einhver hluti þingfulltrúa fari frá Landeyjahöfn fimmtudaginn 6. júní nk. og aðrir snemma að morgni föstudagsins 7. júní nk., kl. 08:15.

Ráð er gert fyrir að þingfulltrúar geti tekið Herjólf frá Eyjum til Landeyjahafnar föstudaginn 7. júní nk. kl. 17:00, eftir að aukaaðalfundinum lýkur. Ferðir í Herjólf skal panta hér. Við hvetjum ykkur til að bóka gistingu og ferð til Vestmannaeyja sem allra fyrst.