fbpx

Fundargerð ársþing SASS 2017 (.pdf)

Fundargerð
aðalfundar SASS
haldinn á Hótel Selfossi
19. og 20. október 2017

Setning
Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna og þakkaði Selfyssingum móttökurnar.

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður tilnefndi Ástu Stefánsdóttur og Örnu Ír Gunnarsdóttur sem fundarstjóra og Rósu Sif Jónsdóttur sem fundarritara. Var það samþykkt samhljóða.Í lok máls síns fól formaður fundarstjórum stjórn fundarins.Aðalfundur SASS
Ásta Stefánsdóttir tók til máls og bauð fulltrúa velkomna á ársþing SASS á Selfossi.Einnig lagði hún fram svohljóðandi tillögu stjórnar SASS að kjörbréfanefnd.

Kjörbréfanefnd                                            Sveitarfélag
Aldís Hafsteinsdóttir                                      Hveragerðisbær
Ari Björn Thorarensen                                   Sveitarfélagið Árborg
Ísólfur Gylfi Pálmason                                   Rangárþing eystra

Var tillagan samþykkt samhljóða og tók kjörbréfanefnd þegar til starfa.

Starfsskýrsla 2016-2017
Gunnar Þorgeirsson, formaður, flutti skýrslu stjórnar. Fór hann yfir fulltrúa í stjórn SASS, starfsmenn og starfsstöðvar. Haldnir voru 12 stjórnarfundir víðs vegar um héraðið, stjórnin fór einnig og kynnti sér önnur landshlutasamtök, m.a. á Vesturlandi (SSV) og Norðurlandi (Eyþing). Fór hann yfir fundi og ráðstefnur sem haldnar hafa verið í samvinnu við SASS, má þar nefna Starfamessuna sem haldin var í FSu sl. vor, ráðstefnu Ungmennaráðs Suðurlands sem haldin var á Selfossi en hægt er að fara á heimasíðu Ungmennaráðs í gegnum heimasíðu SASS. Þar er að finna fróðleg myndbönd og handbók Ungmennaráðs ásamt öðrum upplýsingum. Farið hefur verið í markaðssetningu á sunnlenskum vörum, gerð var könnun á strætónotkun íbúa á Suðurlandi, atvinnuskapandi nemendaverkefni, Kortavefur Suðurlands, plastpokalaust Suðurland, ásamt ýmsu fleiru.

Skipaðir voru starfshópar um samgöngu- og orkumál og munu þessir hópar skila skýrslu hér á ársþinginu ásamt hóp sem fjallaði um nýja lögreglusamþykkt. Fulltrúar Ungmennaráðs Suðurlands munu koma á ársþingið í dag og verður þeim boðið að taka þátt í nefndarstörfum á ársþinginu.
Ræddi hann um skipulagsbreytingar hjá SASS ásamt því að kynna nýtt logo og nýja heimasíðu sem er nú mun virkari en áður og öllu aðgengilegri.

Á árinu voru veittar 47 millj. í áhersluverkefni, sum eru búin en önnur eru í vinnslu. Telur hann að það eigi að halda áfram með Kortavef Suðurlands og vinna verkefnið enn meira út á við, telur hann vera sóknarfæri í að vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi fyrir Suðurland. Unnið er að því að setja upp FabLab smiðju við FSu á Selfossi, en ekki hefur þó fengist fjármagn í verkið.

Hjá SASS er mjög mikill fjöldi umsókna í Uppbyggingarsjóð Suðurlands en þær voru 139 á árinu sem er talsvert meira en hjá öðrum landshlutasamtökum.
Varðandi almenningssamgöngur þá hefur farþegum fækkað talsvert sem nýta sér strætó. Hagrætt hefur verið í rekstri og farið var í sérstak kynningarátak á strætó sl. haust þar sem nemendum var boðið að ferðast frítt með strætó í ákveðinn tíma. Það er ljóst að ef ríkið hækkar ekki framlög til almenningssamgangna þá geta samtökin og þar með sveitarfélögin ekki tekið á sig halla á rekstrinum, eins og hlutirnir eru í dag er dæmið ekki að ganga upp.

Ræddi hann um eilífa baráttu vegna ART verkefnis en 3 starfsmenn koma að ARTinu. Ekki er vitað hvernig verður með verkefnið um áramót þar sem það er ekki á framlögðum fjárlögum fyrir árið 2018 og mikil óvissa ríkir um það.
Samstarfssamningur um Sóknaráætlun við ríkisvaldið gildir út 2019. Ýmsir þjónustusamningar eru einnig í gangi við ýmsa aðila eins og SOS, HES, Háskólafélag Suðurlands, o.fl.

Stjórn SASS fær ýmis erindi frá Alþingi til umsagnar. Spurningin er hver hin lagalega stoð landshlutasamtakanna er í þessum umsögnum.
Í lokin ræddi hann um skipulagsbreytingarnar sem fóru fram í lok árs 2015 en nýlega var haldinn vinnufundur og farið yfir hvað breytingarnar höfðu í för með sér. Má þar nefna að SASS hefur aðgang að víðtækari þekkingu, meiri samlegð er með samstarfsaðilum, meira samstarf (samtal) er á milli stofnana á Suðurlandi – mannauður er nýttur þvert á landshlutann, fastur rekstrarkostnaður hefur lækkað, veitt er sveigjanlegri og öflugri þjónusta ásamt því að tengslanet hefur stækkað.

Í lokin ræddi hann um eftirfarandi spurningu sem lögð verður fram síðar á ársþinginu og hvatti hann þingfulltrúa til að svara henni, sbr. „Hver eru mikilvægustu skilaboðin um verkefni og áherslur í starfsemi SASS, þegar horft er til næstu ára?“

Lagt er til að vísa starfsskýrslunni til allsherjarnefndar. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður kjörnefndar, kvaddi sér hljóðs og kynnti niðurstöðu um lögmæti fundarins. Kom fram að kjörnir fulltrúar eru 63 en gild kjörbréf eru fyrir 63 fulltrúa. Alls eru 42 aðalfulltrúar mættir og 6 varamenn, 15 eru fjarverandi. Fundurinn úrskurðast því lögmætur.

Ársreikningur SASS 2016
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, kynnti ársreikninga SASS fyrir árið 2016. Tekjur SASS 2016 voru 132 m.kr., rekstrarkostnaður 155 m.kr. en rekstrartap ársins var 21 m.kr.Lagt er til að vísa ársreikningum til fjárhagsnefndar. Var það samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun SASS 2018
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, kynnti fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2018.Til máls tóku auk fundarstjóra, Ari Björn Thorarensen, Egill Sigurðsson og Helgi Kjartansson.Gunnar Þorgeirsson, formaður, og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.Lagt er til að vísa fjárhagsáætlun til fjárhagsnefndar. Var það samþykkt samhljóða.

Starfsemi SASS
Þórður Freyr Sigurðsson tók til máls og fór yfir Sóknaráætlun Suðurlands.
Verkefnin á vegum SASS eru mörg. Helst eru þetta ráðgjafarverkefni en upplýsingar á vef SASS hafa verið bættar til muna og er nú auðveldara að nálgast og kynna sér upplýsingar þar. Nefndi hann í framhaldi dæmi og gaf innsýn í verkefnin.
Sóknaráætlun Suðurlands er samheiti yfir samning landshlutasamtakanna um fjármögnun Sóknaráætlunar og Uppbyggingarsjóðs Suðurlands sem byggir á lögum um byggða- og sóknaráætlanir landshluta nr. 69/2015. Lítið er þó að frétta af byggðaráætluninni.
Byggðaráætlun er afmörkuð við ákveðið mál eða stöður.
Sóknaráætlun er gert hærra undir höfði í starfsemi SASS og í störfum þeirra sem vinna að Uppbyggingarsjóðnum.
Megináhersur sjóðsins eru að auka samvinnu milli sveitarfélaga í sem flestum málum, vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða, skapa jákvæða ímynd af svæðinu sem byggir á gæðum og hreinleika, vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi, hækka menntunarstig með auknu framboði og aðgengi að menntun í heimabyggð og auka fjölbreytni í atvinnu-, mannlífi, menningu og menntun.
Málefnasviðin eru mörg og sértæk, má nefna atvinnuþróun, nýsköpun, mennta- og menningarmál.
Í dag eru ráðgjafar og verkefnastjórar 16 víðs vegar um svæðið, þ.e. frá Selfossi að Höfn, 3 af þeim starfa í Vestmannaeyjum.
Ræddi hann um áhersluverkefnin en mörg verkefnanna urðu til í framhaldi af fundi samráðsvettvangs 2016. Dæmi um slík verkefni eru nýsköpunarnám í grunnskólum á Suðurlandi en öllum skólum á Suðurlandi hefur verið boðið að taka þátt í því verkefni og nýta þá auðlind sem svæðið býr yfir með FabLab smiðjum á Höfn og í Vestmannaeyjum.
Menning og listir – verkefnið byggir á því að vinna og hanna fræðsluefni innan okkar eigin safna sem nýtist grunnskólabörnum. 15 söfn á Suðurlandi eru að hanna og þróa fræðsluefni.
Samvinna milli sveitarfélaga í ferðamálum. Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika. Einnig eru í skoðun þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum á svæðinu.
Áfram hefur verið unnið að Kortavef Suðurlands en þar hefur verið unnið að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi. Kortavefurinn er nú aðgengilegur inni á heimasíðu SASS.
Starfamessa 2017 var haldin í vor í húsnæði FSu. Markmið verkefnisins er að kynna nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla og 1. og 2. bekk framhaldsskólanna á Suðurlandi það nám og störf í verk-, tækni- og iðngreinum sem eru í boði á svæðinu.
Einnig hefur verið gerð greining á fjarnámsþörf á Suðurlandi, niðurstöðurnar gefa heildarmynd af þörfinni fyrir fjarnámi.
Opið er fyrir verkefnatillögur að áhersluverkefnum á heimasíðu SASS. Ekki er mikið um að verkefni komi þar beint inn heldur í framhaldi af fundum sem haldnir hafa verið.
Ráðstefna um Sjálfbært Suðurland var haldin sl. haust. Kom þar fram að helstu hindranir eru kerfið sjálft og þátttaka íbúanna. Sóknaráætlun Suðurlands er farvegur fyrir ýmsar hugmyndir um það hvernig hægt er að vinna að verkefnum sveitarfélaga. Hvetur hann sveitarstjórnarmenn til að vera vakandi fyrir þessum farvegi og einnig ef einhver fær góða hugmynd að hafa endilega samband.

Kosning starfsnefnda ársþings
Arna Ír Gunnarsdóttir, fundarstjóri, bar upp eftirfarandi tillögur að starfsnefndum:

Starfsnefndir á ársþing SASS 2017

Atvinnumálanefnd 
Eydís Þ. Indriðadóttir, formaður                Flóahreppur  
Eggert Valur Guðmundsson                          Sveitarfélagið Árborg og stjórn SASS
Kolbeinn Sveinbjörnsson                               Bláskógabyggð                     
Unnsteinn Logi Eggertsson                           Hrunamannahreppur             
Björgvin Skafti Bjarnason                              Skeiða- og Gnúpverjahreppur           
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir                           Sveitarfélagið Hornafjörður               
Jón G. Valgeirsson                                        Hrunamannahreppur             
Gunnsteinn R. Ómarsson                             Sveitarfélagið Ölfus
Hrafnkell Guðnason                                       SASS – HfSu – Ráðgjafi                   
Jana Lind Ellertsdóttir                                    Ungmennaráð Suðurlands   

Allsherjarnefnd
Anna Björg Níelsdóttir, formaður              Sveitarfélagið Ölfus og stjórn SASS
Ásta Stefánsdóttir                                          Sveitarfélagið Árborg            
Egill Sigurðsson                                             Ásahreppur                
Árni Eiríksson                                                Flóahreppur               
Garðar R. Árnason                                        Hveragerðisbær                    
Elín Einarsdóttir                                             Mýrdalshreppur                     
Christiane L. Bahner                                      Rangárþing eystra                         
Valtýr Valtýsson                                              Bláskógabyggð          
Þórður Freyr Sigurðsson                               SASS – Ráðgjafi        

Fjárhagsnefnd
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður         Sveitarfélagið Árborg og stjórn SASS
Magnús Gíslason                                           Sveitarfélagið Árborg            
Helgi Kjartansson                                           Bláskógabyggð                     
Unnur Þormóðsdóttir                                      Hveragerðisbær og stjórn SASS      
Páll Marvin Jónsson                                       Vestmannaeyjabær og stjórn SASS
Ingibjörg Harðardóttir                                     Grímsnes- og Grafningshreppur      
Björn Ingi Jónsson                                         Sveitarfélagið Hornafjörður              
Bjarni Guðmundsson                                     SASS – Framkvæmdastjóri   

Kjörbréfa- og kjörnefnd
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður                 Hveragerðisbær      
Þorgils Torfi Jónsson                                     Rangárþing ytra                    
Kristján S. Guðnason                                    Sveitarfélagið Hornafjörður           
Ari Björn Thorarensen                                   Sveitarfélagið Árborg            
Halldóra Hjörleifsdóttir                                   Hrunamannahreppur             
Jón Páll Kristófersson                                    Sveitarfélagið Ölfus              
Nanna Jónsdóttir                                            Ásahreppur                          
Ísólfur Gylfi Pálmason                                   Rangárþing eystra
Yngvi Karl Jónsson                                        Rangárþing ytra                    
Alda Alfreðsdóttir                                           SASS – Ráðgjafi

Mennta- og menningarmálanefnd
Ásgeir Magnússon, formaður                    Mýrdalshreppur                   
Kjartan Björnsson                                          Sveitarfélagið Árborg            
Eyrún Björg Magnúsdóttir                              Sveitarfélagið Árborg            
Hörður Óli Guðmundsson                             Grímsnes- og Grafningshreppur      
Viktoría Sif Kristinsdóttir                                Hveragerðisbær                    
Benedikt Benediktsson                                  Rangárþing eystra                
Eva Björk Harðardóttir                                   Skaftárhreppur og stjórn SASS     
Einar Bjarnason                                             Skeiða- og Gnúpverjahreppur          
Þrúður Sigurðardóttir                                     Sveitarfélagið Ölfus              
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir                              Vestmannaeyjabær               
Sigurður Sigursveinsson                                SASS – HfSu – Ráðgjafi           

Samgöngunefnd
Sæmundur Helgason, formaður                Sveitarfélagið Hornafjörður
Valgerður Sævarsdóttir                                 Bláskógabyggð                     
Margrét Jónsdóttir                                          Flóahreppur               
Guðmundur Á. Pétursson                              Grímsnes- og Grafningshreppur      
Friðrik Sigurbjörnsson                                    Hveragerðisbær                    
Þráinn Sigurðsson                                         Mýrdalshreppur                     
Sandra Brá Jóhannesdóttir                            Skaftárhreppur                      
Guðmundur Oddgeirsson                              Sveitarfélagið Ölfus              
Elliði Vignisson                                               Vestmannaeyjabær               
Kristófer A. Tómasson                                   Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Rúnar Guðjónsson                                         Ungmennaráð Suðurlands
Dagný Hulda Jóhannsdóttir                           SASS – Markaðsstofa – Ráðgjafi 

Umhverfis- og skipulagsnefnd
Ágúst Sigurðsson, formaður                     Rangárþing ytra       
Axel Ingi Viðarsson                                        Sveitarfélagið Árborg            
Eyrún M. Stefánsdóttir                                   Bláskógabyggð                     
Svanhvít Hermannsdóttir                               Flóahreppur               
Eyþór H. Ólafsson                                         Hveragerðisbær                    
Eva Dögg Þorsteinsdóttir                               Mýrdalshreppur                   
G
uðmundur Viðarsson                                   Rangárþing eystra                            
Gunnar Örn Marteinsson                               Skeiða- og Gnúpverjahreppur          
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir                        SASS – Nýheimar – Ráðgjafi

Velferðarnefnd         
Lilja Einarsdóttir, formaður                        Rangárþing eystra og stjórn SASS
Gunnar Egilsson                                            Sveitarfélagið Árborg
Brynja J. Jónasdóttir                                      Ásahreppur
Bjarney Vignisdóttir                                        Hrunamannahreppur
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir                      Rangárþing ytra
Ásgerður K. Gylfadóttir                                  Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveinn Steinarsson                                        Sveitarfélagið Ölfus
Björn Kristinn Pálmarsson                             Grímsnes- og Grafningshreppur
Guðlaug Ósk Svansdóttir                              SASS – HfSu – Ráðgjafi 

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

Tillaga um laun stjórnar og nefnda/ráða
Gunnar Þorgeirsson, formaður, lagði fram tillögu um laun stjórnar, nefnda og ráða.

Á aðalfundi SASS 20. – 21. október 2016 var eftirfarandi tillaga um laun stjórnar, ráða og nefnda samþykkt

  1. Laun stjórnar skulu nema 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Föst mánaðarlaun formanns skulu nema 10% af þingfararkaupi en auk þess fær formaður 4,5% af þingfararkaupi fyrir hvern stjórnarfund. Fyrir aðra fundi í ráðum og nefndum skulu þau nema 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. 
  1. Laun fulltrúa í ráðum og nefndum skulu nema 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Laun formanns ráðs eða nefndar skulu nema 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. 
  1. Fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum skulu fá greitt fyrir akstur til og frá fundarstað skv. akstursdagbók í samræmi við reglur RSK um aksturskostnað. Í framhaldi af ákvörðun Kjararáðs 28. október sl. um 44% hækkun þingfararkaups samþykkti stjórn SASS á stjórnarfundi sínum 3. febrúar sl. að gera breytingu á ofangreindri samþykkt. Breytingin fólst í að fylgja áfram þingfararkaupi en lækka hlutfallstöluna til samræmis við tillöguna hér að neðan en með því fylgdu laun almennri launaþróun en ekki stökkbreytingu Kjararáðs. Framangreindu vísar stjórnin nú til staðfestingar aðalfundar samtakanna. Fyrir fundinum liggur jafnframt eftirfarandi tillaga.

Tillaga til aðalfundar SASS 19. – 20. október 2017 um laun stjórnar, ráða og nefnda  

  1. Laun stjórnar skulu framvegis nema 2,8% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Föst mánaðarlaun formanns skulu nema 7,3% af þingfararkaupi en auk þess fær formaður 3,2% af þingfararkaupi fyrir hvern stjórnarfund. Fyrir aðra fundi í ráðum og nefndum skulu þau nema 2,1% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. 
  1. Laun fulltrúa í ráðum og nefndum skulu nema 2,1% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Laun formanns ráðs eða nefndar skulu nema 2,8% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. 
  1. Fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum skulu fá greitt fyrir akstur til og frá fundarstað skv. akstursdagbók í samræmi við reglur RSK um aksturskostnað.  Fundarstjóri gaf orðið laust.Til máls tók Helgi Kjartansson.Lagt er til að vísa launum stjórnar, nefnda og ráða til fjárhagsnefndar. Var það samþykkt samhljóða.

Umræður
Fundarstjóri gaf orðið laust.Til máls tóku Ármann Einarsson, Ari Björn Thorarensen, Egill Sigurðsson, Helgi Kjartansson og Björn Ingi Jónsson.Gunnar Þorgeirsson og Bjarni Guðmundsson svöruðu fyrirspurnum.

Erindi

Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu    
Þorvarður Árnason, forstöðumaður rannsóknarseturs HÍ á Höfn.

Þorvarður tók til máls og ræddi um eitt af áhersluverkefnum sem SASS ákvað að ráðast í. Verkefnið snýst um að afla gagna hjá íbúum á Suðurlandi og kanna hver félagsleg þolmörk þeirra eru gagnvart ferðamönnum og ferðþjónustu út frá hinum ýmsu þáttum í innviðum samfélagsins í kjölfar hins stóraukna ferðamannastraums á svæðinu. Allt Suðurland var tekið fyrir. Í fyrsta áfanga var tekið mið af þéttbýlinu en í næsta áfanga á að taka fyrir dreifbýlið. Áður hefur verið athugað álag og skemmdir á náttúrunni, upplifun ferðamanna sjálfra en ekki hefur verið skoðað hvernig upplifun íbúanna (heimamanna) er. Þolmörkin eru mismundandi milli samfélaga, en nauðsynlegt er að vöxtur í ferðaþjónustu eigi sér stað í sátt við íbúa og samfélagið allt. Heimamönnum finnst álag ferðamanna á íslenska náttúru of mikið. Þolmörk ferðamanna og heimamanna eru ólík.

Frumrannsóknin var gerð í kringum 2000 í Skaftafelli. Það er sama hversu mikill eða lítill ferðamannastraumurinn er, hann mun hafa einhvers konar áhrif á þann stað sem fyrir honum verður og geta þessi áhrif verið bæði jákvæð og neikvæð. Að sama skapi er þróun og árangur ferðaþjónustu á hverjum áfangastað undir viðhorfi heimafólks komið. Landsmenn þurfa að vera tilbúnir til að aðlaga sig að ferðaþjónustunni. Nokkrar kannanir hafa verið gerðar frá árinu 2014. Það er mikill munur á rannsóknum á landsvísu og þeim sem gerðar eru þar sem fjöldi ferðamanna er.

Fjölgun ferðamanna á mjög stuttum tíma er ákveðið vandamál en hér á landi varð mjög mikil fjölgun á fáum árum. Árstíðarsveiflan var líka gríðarleg en í dag eru heimsóknir ferðamanna á Suðurland frekar jafnar. Það er óhætt að segja að hringvegurinn sé stærsti einstaki áfangastaður ferðamanna á Íslandi en honum hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi, jafnvel er hann of nálægt okkur.
Rannsóknin sem gerð var með viðtölum við íbúa þéttbýliskjarna á Suðurlandi ásamt fleiru er byggð á rannsóknum sem áður hafa verið gerðar.
Tekin voru viðtöl í 14 þéttbýlisstöðum en viðmælendur voru 22, 1-3 viðmælendur á hverjum stað eftir stærð þéttbýlisins. Hafa þarf í að huga að þetta eru vísbendingar, ekki eitthvað alhæft.
Skoðað var staðbundið, persónulegt og almennt viðhorf. Niðurstöðurnar voru bæði jákvæðar og neikvæðar. Má þar nefna að heimamönnum finnst heilbrigðisþjónusta fyrir íbúa skerðast, umferð eykst, en aftur á móti verður meira líf í bænum, minna atvinnuleysi, auknar tekjur, bætt vöruúrval í verslunum en heimamenn hætta að sækja ferðamannastaði vegna of margra ferðamanna og vetrarumferðin er hættuleg, einnig finnst heimamönnum ekki sjálfgefið að ferðaþjónustan sé að nýta sundlaugar, heilsugæslustöðvar og björgunarsveitirnar á svæðinu.
Það hefur orðið mikil breyting með tilkomu ferðamanna á svæðin og oft togast á kostir og gallar. Niðurstöður könnunarinnar er þær að það séu að kvikna viðvörunarljós en ekki almennt hættuástand.
Næstu skref er að fara yfir niðurstöðurnar og ræða við fagfólk í heimahéraði og aðila sem að þessu koma.
Þorvarður hefur verið að rannsaka ferðaþjónustu í yfir 20 ár og hefur einnig komið að rekstri sjálfur. Það er runninn upp nýr veruleiki. Ferðaþjónusta á Íslandi hefur breyst á örfáum árum og er enn að breytast. En ferðaþjónustan er komin til að vera, það er ekkert sem bendir til annars og verður að hlúa vel að því sem er gott og passa það sem er ekki í lagi og laga. Áætlað er að lokaskýrslan verði tilbúin í febrúar eða mars nk.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Til máls tók Gunnar Þorgeirsson.

 

Orkunýtingarnefnd
Jón G. Valgeirsson, formaður

Jón tók til máls fyrir hönd orkunýtingarnefndar sem skipuð var af stjórn SASS sl. vor. Markmiðið var að leggja fram orkunýtingarstefnu fyrir Suðurland. Nefndin tók þá stefnu að fá þá sem framleiða og dreifa orku á fund til að segja frá því hvað þeir eru að gera á svæðinu. Margt kom út úr þessum fundum og fengust miklar upplýsingar frá þessum aðilum. 56% af allri raforku er framleidd á Suðurlandi á starfssvæði SASS. Svæðið sjálft notar þó ekki nema 4% af framleiddri orku. Orkustofnun spáir að aukningin í notkun verði um 8,5% á Suðurlandi til 2030 en aukningarspá fyrir landið allt verði 28% á þessum tíma.

Gert er ráð fyrir verulegri aukningu í nýjum virkjunum Landsvirkjunar í rammaáætlun auk þess sem HS orka, Biokraft o.fl. eru að fara í virkjanaframkvæmdir á svæðinu og gera áætlanir ráð fyrir hátt í tvöföldun á framleiðslu á svæðinu.
Tillaga nefndarinnar er að landshlutinn verði þekktur fyrir orkunýtingu sem byggir á gæðum og hreinleika.
Staðið verði vörð um hagsmuni sveitarfélaganna sem snúa að virkjun og nýtingu orku innan svæðisins.
Sveitarfélögin njóti ávallt hags af nýtingu orkunnar og að ný eftirsóknarverð störf verði til innan svæðisins samhliða orkunýtingu. Tryggð verði ábyrg nýting orkuauðlinda, þ.e. á sjálfbæran hátt í sátt við samfélagið og með virðingu fyrir náttúrunni.
Tillaga nefndarinnar um nýtingarflokka: Nýjar vatnsaflsvirkjanir að undanskildum smávirkjunum og frekari nýting og orkuöflun í háhita verði ekki heimiluð nema sýnt verði fram á að verulegur fjöldi verðmætra og nýrra starfa verði til innan sveitarfélaganna. Skilyrði fyrir nýtingu háhita verði að allir orkustraumar sem úr vinnslunni koma verði nýttir að einhverju leyti. Að virkjun lághita innan svæðisins verði nýttur innan sveitarfélaganna og að nýting á vindorku verði ekki heimiluð nema hún sé í sátt við samfélagið, umhverfið og náttúruna.
Tillaga að aðgerðaplani – kláruð verði sameiginleg innviðagreining innan sveitarfélaga SASS, skilgreind verði 3-4 uppbyggingarsvæði samhliða innviðagreiningu sem eru líkleg til að geta nýtt orku af svæðinu. Tekið verði upp formlegt samstarf um uppbyggingu, nýsköpun og fjárfestingarmöguleika við þá aðila sem tengjast orkuöflun og nýtingu hennar. Sveitarfélögin þurfa að hafa áhrif á sviði orkunýtingar, sérstaklega m.t.t. rammáætlunar og náttúruverndar.
Dreifikerfi orku verði styrkt innan starfssvæðis SASS, að ráðist verði í orkuskipti þar sem því verður við komið. Lagt er einnig til að höfuðstöðvar Landsvirkjunar og Orkuveitunnar verði flutt inn á starfssvæði SASS.
Að lokum nefndi Jón að Sunnlendingar hafi sofið aðeins á verðinum en auðvitað eiga þessir aðilar að vera með höfuðstöðvar á svæðinu þar sem þeir framleiða mest. Menn verða hafa bein í nefninu til að hægt sé að fara í þessa framkvæmd. Nefndin leggur til að stjórn SASS vinni að þessum verkefnum og tímasetji aðgerðir.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Til máls tóku Gunnar Egilsson, Gunnar Þorgeirsson og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir.

Jón G. Valgeirsson svaraði fyrirspurnum.

Lagt er til að vísa skýrslunni til atvinnumálanefndar, var það samþykkt samhljóða.

 

Samgöngunefnd
Valgerður Sævarsdóttir, varaformaður

Valgerður tók til máls og ræddi niðurstöðu samgöngunefndar.
Tilgangurinn með skýrslunni er að marka stefnu fyrir Suðurland í samgöngumálum til að taka saman þau verkefni sem við blasa í samgöngumálum 2017 – 2026. Kallað var eftir upplýsingunum frá öllum sveitarfélögum á Suðurlandi um helstu forgangsverkefni hvers sveitarfélags á tímabilinu. Nefndin fékk einnig til liðs við sig aðila frá Vegagerðinni og Samgönguráði.
Aukin umferð á vegum hefur gríðarleg áhrif á vegina á Suðurlandi. Vegirnir fara versnandi, vegkantar eru brotnir og víða vantar veglínur. Miðað við notkunina þá eru vegirnir ekki að standa undir allri þeirri umferð sem fer um þá. Allt of margar einbreiðar brýr eru á Suðurlandi eða samtals 26 á þjóðvegi 1, þeim þarf að útrýma. Flug þarf að vera valkostur sem ferðamáti en innanlandsflug er svo dýrt í dag að ekki er hægt að tala um það sem almenningssamgöngur.
Nefndin veltir því upp hvort tímasetningar á ferðum Strætó geti valdið því að fólki fækkar sem nýtir sér þann ferðamáta.
Huga þarf betur að flugvöllunum á Hornafirði og í Vestmannaeyjum en það er mikilvægt fyrir báða þessa staði að hafa möguleika á að taka á móti fólki sem vill nýta sér þennan ferðamáta. Einnig þarf að huga vel að höfnum á svæðinu.
Huga þarf betur að samgöngumálum til Vestmannaeyja en vonandi verður breyting á þegar ný ferja kemst í gagnið.
Tryggja þarf að landstór svæði hafi möguleika á að byggja upp ljósleiðarakerfi en miðað við núverandi úthlutunarreglur þá er slíkt ekki mögulegt. Háhraðatengingar eru forsenda byggðar og atvinnu í dreifðari byggðum. Einnig þarf að bæta GSM samband þar sem enn er að finna marga „dauða“ punkta, ásamt því að bæta GSM samband utan vega til að geta haft samband ef vá ber að.
Efla þarf löggæsluna á svæðinu, bæði er svæðið stórt og mikill fjöldi ferðamanna fer um svæðið bæði á lág- og hálendi.
Nefndin forgangsraðaði ekki verkefnum þar sem margt þarf að laga og ansi margt sem þarf að vera í forgangi.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Til máls tóku Sæmundur Helgason og Gunnar Þorgeirsson.

Lagt er til að vísa skýrslunni til samgöngunefndar, var það samþykkt samhljóða.

 

Ungmennaráð Suðurlands
Rúnar Guðjónsson, formaður, og Jana Lind Eggertsdóttir, varaformaður.       

Fulltrúar Ungmennaráðs Suðurlands tóku til máls.
Jana Lind, varaformaður, tók til máls og sagði frá ráðstefnu sem Ungmennaráð Árborgar stóð fyrir á Hvolsvelli í samstarfi við SASS. Fyrir þann fund voru aðeins 5 ungmennaráð á Suðurlandi og aðeins 3 virk. Í dag eru ráðin orðin 15 og þar af eru 12 virk. Í framhaldi var stofnað Ungmennaráð Suðurlands.
Fyrsti fundur ráðsins var haldinn í maí sl. og stóð yfir í tvo daga. Fór hún yfir hvað gert var á þeim fundi en þar var m.a. farið yfir erindisbréf Ungmennaráðs Suðurlands og hlutverk ráðsins. Stjórn SASS mun funda með Ungmennaráði Suðurlands a.m.k. tvisvar á ári. Ungmennaráð Suðurlands vill vera lausnamiðað í málefnum ungmenna. Seinni daginn fundaði Ungmennaráðið svo með stjórn SASS, þar voru ýmis málefni rædd, m.a. húsnæðismál fyrir nemendur, heimavistir, og almenningssamgöngur. Í lokin spurði ráðið út í íþróttamannvirkin á Laugarvatni og hver stefnan sé með þau.
Rúnar Guðjónsson, formaður, tók til máls.
Ræddi hann um málefni ungmennaráða og mikilvægi þess að samvinna sé á milli ungmennaráða og sveitarstjórna. Ungmennaráð Suðurlands er hagsmunasamtök fyrir öll ungmennaráð Suðurlands líkt og SASS er fyrir sveitarfélögin. Ungmennaráð hefur áhyggjur af húsnæðismálum, samgöngu- og vegamálum eins og aðrir hópar samfélagsins.
Á haustfundi ráðsins var m.a. rætt um þá aukningu sem orðið hefur í geðrænum vandamálum í samfélaginu. Fræðsla og kynning um geðræn mál er gríðarlega mikilvæg, bæði fyrir börn og ungmenni. Mikilvægt er að gott aðgengi sé að fagfólki og fræðslu, með því verður vonandi hægt að bregðast betur við ef á þarf að halda. Á fundinum var einnig rætt um húsnæðisvanda framhaldsskólanna á Suðurlandi en nauðsynlegt er að koma á heimavist í öllum framhaldsskólunum á svæðinu. Í lokin benti Rúnar á að hægt er að nálgast fundargerðir ráðsins á heimasíðu SASS en þar er einnig að finna handbók ungmennaráða og kynningarmyndbönd sem fylgja henni. Bentu þau fundarmönnum á að skoða síðu Ungmennaráðs Suðurlands sem aðgengileg er á heimasíðu SASS.
Fyrirhugað er að kynna handbók Ungmennaráðs fyrir ungmennaráðum og sveitarstjórum á svæðinu.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Til máls tók Ísólfur Gylfi Pálmason.

 

Ávarp

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarpaði ársþingið, ræddi hann um fundi sem hann hefur haldið með sveitarstjórnarfólki um allt land en hann hefur heimsótt yfir 40 sveitarfélög. Finnst honum vera mikill kraftur og bjartsýni í fólki, uppbygging er víða mikil en skortur á húsnæði hamlar. Það sem skiptir meginmáli í þróun samfélaga og atvinnumála hér á landi eru fjarskipta-, samgöngu- og raforkumál en þessi grunnatriði þurfa að vera til staðar til að byggja upp landsbyggðina, ef þetta er ekki í lagi þá er margt í ólagi og framfarir láta á sér standa.
Honum finnst ekki óeðlilegt eins og kom fram hér fyrr á fundinum að gerð sé krafa um að aðilar eins og Landsvirkjun flytji sínar höfðuðstöðvar á svæðið þar sem þeir framleiða mest af sinni orku á okkar svæði en við verðum þó að hafa í huga að við erum ein heild, þ.e. Ísland. Áform eru um virkjanahugmyndir hér á svæðinu. Við þurfum meiri raforku til að geta komið af stað nýjum störfum og er undirbúningur deiliskipulags Hvammsvirkjunar hafinn bæði hjá Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Fjarskiptin eru orðin í nokkuð góðu lagi hjá okkur en auðvitað má alltaf bæta, það þarf að fara í lagningu á nýjum sæstreng og tengja öll heimili í landinu með háhraðatengingu. Með þeirri tengingu eykst möguleiki til hækkunar menntunarstigs og atvinnutækifæra til muna. Nú er samkeppnispottur í verkefninu „Ísland ljóstengt“. Áætlað er að 138 millj.kr. fari til sveitarfélaga á starfssvæði SASS 2018.
Samgöngumálin er mjög ofarlega í huga fólks um allt land. Vegakerfi landsins er mjög bágborið á mörgum stöðum og er algjörlega óásættanlegt. Búið er að auka framlag í þennan málflokk en betur má ef duga skal. Jón setti á fót starfshóp til að kanna hvort hægt sé að flýta framkvæmdum.
Þegar þörfin á innviðauppbyggingu liggur fyrir þá þarf að skoða hvaða leiðir er hægt að fara til að flýta framkvæmdum og velta menn fyrir sér hvort veggjald flýti fyrir framkvæmdum. Miðað við það fjármagn sem við höfum haft er líklegt að framkvæmdir verði á 25 árum en 6 árum ef tekið yrði inn vegagjald. Við þetta myndi umferðaröryggi aukast til muna og við það yrði mikill samfélagslegur ávinningur.
Það þarf að fara í framkvæmdir við hafnir á landinu, ekki bara hér á Suðurlandi heldur á landinu öllu. Það þarf að fara í framkvæmdir við Hornafjarðarfljót. Vegir í uppsveitum eru ekki lengur boðlegir, vegakerfið okkar ber ekki allan þann þunga sem fylgir ferðamönnum. Varðandi innanlandsflugið þá þarf að fara í breytingar þar svo að það verði meiri valmöguleiki á ferðamáta. Ný ferja til Vestmannaeyja mun koma fljótlega en hann telur rekstur hennar vera betur kominn hjá bæjarfélaginu sjálfu.
Það þarf að hugsa og finna aðrar leiðir til að hægt sé að fara í þessar framkvæmdir.
Honum fannst gaman að heyra í fulltrúum ungmenna hér áðan og hrósaði hann SASS fyrir að taka ungmennaráðin inn í landshlutasamtökin og ættu önnur landshlutasamtök að taka það til fyrirmyndar.
Að lokum ræddi hann um komandi sveitarstjórnakosningar. Hann hefur áhyggjur af kosningaþátttöku en hún var í sögulegu lágmarki 2014 eða 54,4%, hlutur kvenna hefur þó aukist og er það gott en klárlega má gera betur. Það stefnir í 50-60% endurnýjun sveitarstjórnarmanna í næstu kosningum, honum finnst þetta vera áhyggjuefni því það tekur tíma að komast inn í málin en einnig þarf að bæta kjör þeirra sem kosnir eru. Sameiningarmál eru eitthvað sem þarf að huga að en það þarf að stíga í skrefum. Telur hann líklegt að farið verði í að sameina sveitarfélög til að efla og bæta það sem þarf til að reka sveitarfélag.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Til máls tók Gunnsteinn Ómarsson.

Fundarstjóri þakkaði gestum fyrir komuna og frestaði fundi til morguns.

Nefndarstörf hófust.

Fundarstjórar Arna Ír Gunnarsdóttir, setti fund kl. 10:50 þann 20. október.

Umræður og ályktanir ársþings 

Hér á eftir fara tillögur, ályktanir og afgreiðslur starfsnefnda.

 

Allsherjarnefnd
Anna Björg Níelsdóttir, formaður allsherjarnefndar, tók til máls og lagði fram tillögu nefndarinnar á ársþingi SASS 2017.

Allsherjarnefnd ályktar eftirfarandi:
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 3. okt. síðastliðnum, úrskurður 65/2016 Númerslaus bifreið, leggur ársþing SASS til að komið verði á fót starfshópi í samstarfi við heilbrigðiseftirlitin og sveitarfélögin og þeim falið að vinna verklagsreglur sem nýst geta við úrvinnslu slíkra mála og skoðað hvort einum aðila, s.s. heilbrigðiseftirlitunum, verði falið að halda utan um slík mál til framtíðar.

Ársþing skorar á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála að marka skýrari lagaramma um starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Skorað er á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórarnarmála að hraða vinnu við nýja byggðaáætlun. Jafnframt verði auknu fé varið til Sóknaráætlana landshluta til að standa undir væntingum sem sértækar byggðaáætlanir landshlutanna og komið verði á frekari samhæfingu milli sóknar- og byggðaáætlunar, eins og kveðið er á í lögum um byggða- og sóknaráætlanir nr. 69 frá 2015.

Allsherjarnefnd leggur jafnframt til við ársþing SASS að starfsskýrsla stjórnar verði samþykkt.

Greinargerð:
Um lagaramma landshlutasamtaka:

Mælt er fyrir um heimild sveitarfélaga til að starfa innan staðbundinna landshlutasamtaka sveitarfélaga í 97. gr. sveitarstjórnarlaga. Aðalhlutverk landshlutasamtaka er að vera hagsmunasamtök sveitarfélaga. Sveitarfélögum er veitt visst svigrúm til samstarfsins þar sem lagaramminn utan um starfsemi þeirra er rýr. Einvörðungu er eitt ákvæði í sveitarstjórnarlögum sem markar heimildina til samstarfs. Ekkert er fjallað um hvers konar fyrirbæri samtökin eru og hvernig farið skuli með skuldbindingar við slit samtaka eða við gjaldþrot.

Samþykktir marka starfsemi landshlutasamtaka þar sem þátttaka sveitarfélaga í slíkum samtökum er frjáls. Samt sem áður liggur fyrir að landshlutasamtökum eru fengin á grundvelli laga umfangsmikil verkefni s.s. rekstur almenningssamganga. Kemur hvergi fram hvernig skuli bregðast við ef slík verkefni standa ekki undir kostnaði.

Með tilliti til framangreinds og sérstaklega með tilliti til þeirrar stöðu sem er uppi hvað varðar almenningssamgöngur telur SASS þörf á að meta hvort nauðsynlegt sé að marka skýrari lagaramma utan um starfsemi samtakanna í lögum annars vegar eða hvort gera eigi tilteknar samræmdar lágmarkskröfur til samþykkta slíkra landshlutasamtaka hins vegar.

Anna Björg Níelsdóttir, Sveitarfélagið Ölfus og stjórn SASS og formaður nefndar
Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri SASS og starfsmaður nefndar
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar
Árni Eiríksson, Flóahreppur
Elín Einarsdóttir, Mýrdalshreppur
Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar
Fundarstjóri gaf orðið laust, Ari Björn Thorarensen tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktun allsherjarnefndar og var hún samþykkt.


Atvinnumálanefnd

Eydís Indriðadóttir, formaður atvinnumálanefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2017.

Atvinnumálanefnd ályktar eftirfarandi:

Afhendingaröryggi raforku og þriggja fasa rafmagn
Ársþing SASS 2017 ályktar að mikilvægt sé að bæta afhendingaröryggi á Suðurlandi. Staðan er misjöfn eftir svæðum og kemur bæði til flutningur á orku milli svæða og dreifing innan svæða. Lítið afhendingaröryggi og vöntun á 3 fasa rafmagni stendur atvinnuuppbyggingu víða á Suðurlandi fyrir þrifum. Samkvæmt áætlun RARIK á að vera búið að leggja dreifkerfið í jörð árið 2035. Sérstaklega þarf að leggja áherslu á þrífösun rafmagns á köldum svæðum.

Ársþingið skorar á RARIK að flýta þeirri vinnu sem mest má og skorar á Landsnet að styrkja byggðalínuna austur um.

Háhraðatenging
Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í háhraðatengingum á Suðurlandi er mikið eftir ógert. Ársþing SASS skorar á ríkisvaldið að auka fjármagn til háhraðatenginga í dreifbýli svo flýta megi tengingum í dreifðum og fámennari byggðarlögum Suðurlands.

Orkunýting
Atvinnumálanefnd styður stefnu orkunýtingarnefndar SASS og leggur til að ársþingið samþykki að vísa henni til sveitarfélaganna til umsagnar. Atvinnumálanefnd þakkar orkunýtingarnefnd góð störf, leggur til að nefndin starfi áfram og taki við athugasemdum frá sveitarfélögunum til úrvinnslu að umsögn þeirra lokinni.

Markaðsstofa Suðurlands
Atvinnumálanefnd lýsir ánægju með störf Markaðsstofu Suðurlands og aðkomu SASS að starfsemi hennar. Mikilvægt er að samvinna í málaflokknum nái yfir allt Suðurland. Nefndarmenn telja sig ekki hafa forsendur að sinni til að taka afstöðu til breytinga á aðkomu SASS að starfsemi Markaðsstofunnar. Nefndin telur þörf fyrir frekari kynningu til sveitarstjórnarmanna á starfsemi Markaðsstofunnar og breytingum á starfseminni undanfarin ár, ásamt því að óska eftir nánari upplýsingum um aðkomu SASS að starfsemi hennar.

Vandi sauðfjárbænda
Ársþing SASS 2017 hvetur stjórnvöld, forystu bænda og stjórnendur afurðastöðva til að leysa bráðavanda sauðfjárræktar og móta stefnu til framtíðar svo greinin verði blómleg atvinnugrein.

Málefni ungs fólks
Ársþing SASS 2017 tekur undir áskorun Ungmennaráðs Suðurlands um að sveitarfélög á Suðurlandi tryggi framboð af litlu og meðalstóru húsnæði fyrir ungt fólk á svæðinu. Jafnframt tekur ársþingið undir hvatningu þeirra um að laða fyrirtæki að svæðinu, sem tryggja betur launuð störf sem geri Suðurland að eftirsóknarverðum stað til búsetu. Það sé forsenda þess að ungt fólk sjái fyrir sér framtíðarbúsetu á Suðurlandi.

Höfnin í Þorlákshöfn
Ársþing skorar á SASS, skorar á stjórnvöld, að tryggja fjármagn til áframhaldandi eflingar og uppbyggingar hafnar í Þorlákshöfn.

Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps og formaður nefndar
Hrafnkell Guðnason, SASS – HFSU og starfsmaður nefndar
Unnsteinn Logi Eggertsson, Hrunamannahreppur
Björgvin Skafti Bjarnason, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
Kolbeinn Sveinbjörnsson, Bláskógabyggð
Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps
Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Skaftárhreppur

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Ari Björn Thorarensen, Gunnar Þorgeirsson, Gunnar Egilsson og Dagný Jóhannsdóttir tóku til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir atvinnumálanefndar og voru þær samþykktar.

 

Fjárhagsnefnd

Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður fjárhagsnefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2017.

Fjárhagsnefnd ályktar eftirfarandi:
Fjárhagsnefnd SASS leggur til að ársreikningur SASS fyrir árið 2016 verði samþykktur eins og hann er lagður fram.

Fjárhagsnefnd SASS leggur til að fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2018 verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

Fjárhagsnefnd leggur til að tillaga að launum stjórnar, ráða og nefnda verði samþykkt. Fjárhagsnefnd vill þó árétta að hún telur mikilvægt að þóknanir stjórnar- og sveitarstjórnarmanna fylgi almennum launahækkunum til að tryggt sé að reynslumiklir aðilar haldi áfram og nýir fáist til að sinna þessu mikilvægu störfum.

Ársþing SASS 2017 telur breytingu á lögum um veitinga- og gististaði (90 daga reglan) sem samþykkt var sumarið 2016 hafa verið misráðna og telur nauðsynlegt að gera breytingu á henni.

Ársþing SASS 2017 skorar á ríkisvaldið að standa vörð um almenningssamgöngur í landinu. Fyrirséð er að verulegt tap verður á rekstri almenningssamgangna hjá SASS þriðja árið í röð. Mikilvægt er að skilgreina lagaramma verkefnisins hið fyrsta og tryggja því nægjanlegt rekstrarfjármagn til framtíðar. Ef ekki tekst að ná fram verulegum hækkunum til málaflokksins við gerð fjárlaga 2018 telur fjárhagsnefnd nauðsynlegt að segja upp samningi við Vegagerðina um almenningssamgöngur fyrir lok mars nk.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, Árborg, stjórn SASS og formaður nefndar
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS og starfsmaður nefndarHelgi Kjartansson, Bláskógabyggð
Unnur Þormóðsdóttir, Hveragerðisbær og stjórn SASS
Björn Ingi Jónsson, Sveitarfélagið Hornafjörður
Margrét Jónsdóttir, Flóahreppur

Fundarstjóri gaf orðið laust, enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktun fjárhagsnefndar og var hún samþykkt.


Mennta- og menningarmálanefnd

Ásgeir Magnússon, formaður mennta- og menningarmálanefndar tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2017.

Mennta- og menningarmálanefnd ályktar eftirfarandi:

Menntamál
Ársþing SASS 2017 leggur ríka áherslu á aukið framboð háskólanáms á Suðurlandi. Fyrr á árinu stóðu Háskóli Íslands, Háskólafélag Suðurlands og SASS sameiginlega að könnun á fjarnámsþörf á háskólastigi á Suðurlandi og þar kom fram að mikil þörf er á sveigjanlegra námsfyrirkomulagi í ýmsum greinum sem kenndar eru í Háskóla Íslands. Ársþingið leggur þunga áherslu á að Háskóli Íslands bregðist við niðurstöðum greiningarinnar með breyttu námsframboði haustið 2018.

Ársþing SASS 2017 tekur undir tillögur Ungmennaráðs Suðurlands um úrbætur í húsnæðisvanda framhaldsskólanemenda á Suðurlandi. Stærsti framhaldsskóli landshlutans er á Selfossi og sá eini sem er með fjölbreytt námsframboð í starfsnámi auk víðtækrar þjónustu við nemendur með sérþarfir. Óviðunandi er að þar skuli ekki lengur vera starfrækt heimavist. Ársþingið skorar á ríkisvaldið að ganga til samstarfs við heimamenn um úrlausn á þessum vanda. Þá hvetur ársþingið skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands til að skoða það vandlega að bjóða upp á fjarnám við skólann til að auka þjónustu við íbúa Suðurlands.

Ársþing SASS 2017 beinir því til mennta- og menningarmálaráðherra að bregðast nú þegar við tillögum starfshóps sem forsætisráðherra skipaði 9. september 2016 um mótun framtíðarsýnar fyrir svæðið frá Markarfljóti að Öræfum. Í tillögum starfshópsins kemur m.a. fram að menntastofnanir (þ.e. Fræðslunetið og Háskólafélagið) fái stuðning til að halda uppi þjónustu við svæðið og þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri og í Vík fari á fjárlög.

Nýsköpun
Ársþing SASS 2017 fagnar áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands um nýsköpun sem nám í grunnskólum og uppsetningu á FabLab verkstæðis á Selfossi – gerð rekstraráætlunar til fjögurra ára, og hvetur til áframhaldandi samtals atvinnulífs, sveitarfélaga, skóla og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stofnun FabLab smiðju í nýju verknámshúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Nýsköpun og frumkvöðlafræði verður sífellt mikilvægari, m.a. með tilliti til fyrirsjáanlegra breytinga í atvinnulífi með aukinni sjálfvirkni og gervigreind.

Menningarmál
Ársþing SASS 2017 leggur áherslu á að standa vörð um aukið fjármagn í úthlutun til menningarmála hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Mikil gróska er í menningarmálum og því er mikilvægt að hlúa að slíkri starfsemi.

Ársþing SASS 2017 hvetur ríkisvaldið til að ganga til samninga við Sveitarfélagið Árborg og Hótel Selfoss um að fullgera Menningarsal Suðurlands.

Ásgeir Magnússon, Mýrdalshreppur og formaður nefndar
Sigurður Sigursveinsson, SASS-HFSU og starfsmaður nefndar
Eyrún Björg Magnúsdóttir, Árborg
Viktoría Sif Kristinsdóttir, Hveragerðisbær
Benedikt Benediktsson, Rangárþing eystra
Eva Björk Harðardóttir, Skaftárhreppur og stjórn SASS
Bryndís Böðvarsdóttir, Bláskógabyggð
Jana Ellertsdóttir, Ungmennaráð Suðurlands

Fundarstjóri gaf orðið laust. Eva Björk Harðardóttir tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir fjárhagsnefndar og voru þær samþykktar.

 

Samgöngunefnd

Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefnarinnar á ársþingi SASS 2017.

Samgöngunefnd ályktar eftirfarandi:

Samgönguáætlun Suðurlands
Ársþing SASS 2017 vísar til nýútkominnar Samgönguáætlunar Suðurlands 2017-2026 sem kynnt var á ársþingi samtakanna. Skýrslan er ákall sveitarstjórna á Suðurlandi um bætta vegi á Suðurlandi, þörf fyrir nýframkvæmdir, viðhald og bætt öryggi á vegum, betri fjarskipti, ljósleiðara sem og GSM samband. Þá fjallar áætlunin um almenningssamgöngur að flugsamgöngum og ferjusiglingum meðtöldum.

Ársþing telur að skýrslan sýni að stórra aðgerða er þörf í samgöngum á Suðurlandi, bæði í uppbyggingu og viðhaldi. Það fjármagn sem sett er í málaflokkinn er of lítið og nægir vart til að slökkva elda.

Almenningssamgöngur
Rekstur almenningssamgangna: Ársþing SASS 2017 ítrekar áskorun á ríkisvaldið að standa vörð um almenningssamgöngur í landinu. Skilgreina þarf lagaramma verkefnisins og tryggja því nægjanlegt rekstrarfjármagn. Skilvirkt lagaumhverfi um almenningssamgöngur er forsenda þess að sveitarfélögin á Suðurlandi sjái sér fært að halda áfram að halda utan um þetta verkefni. Staða mála nú er í raun algerlega óviðunandi fyrir sveitarfélögin en fyrirséð er að tap verður á rekstri almenningssamgangna hjá SASS þriðja árið í röð.

Ársþing SASS 2017 skorar á stjórn SASS og stjórnvöld að ráðast í þarfagreiningu á þjónustu Strætó til að mæta betur þörfum notendahópanna, sem eru m.a. börn, ungmenni og lífeyrisþegar.

Ársþing SASS 2017 leggur áherslu á að skoðaðar verði leiðir við frekari niðurgreiðslu á innanlandsflugi líkt og aðrar almenningssamgöngur. Lagt er til að litið verði til Skosku leiðarinnar í þeim efnum. Áætlunarflug innanlands er mikilvægur hlekkur í almenningssamgöngum og tryggir aðgengi þeirra sem fjærst búa frá höfuðborgarsvæðinu að nauðsynlegri opinberri þjónustu, sérstaklega heilbrigðiskerfinu.

Ársþing SASS 2017 leggur áherslu á mikilvægi þess að ferjusiglingar til Eyja verði skilgreindar sem þjóðvegur og fái þjónustu sem slíkur. Þess má geta að fulltrúar Vestmannaeyja gátu ekki ekki mætt á ársþing þetta árið sökum þess að ekki var siglt samkvæmt áætlun.

Sjóvarnargarðar, Grynnslin og hafnir á Suðurlandi
Ársþing SASS 2017 ítrekar fyrri ályktanir um að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds, rannsókna og uppbyggingar hafna á starfssvæði samtakanna. Vísað er til Samgönguáætlunar Suðurlands 2017-2026 þar sem ítarlega er gerð grein fyrir þessum þáttum.

Háhraðatenging
Ítrekuð er fyrri ályktun um mikilvægi háhraðatenginga á Suðurlandi sem er forsenda byggðarfestu og byggðarþróunar. Ársþing hvetur til að ljósleiðaravæðingu landshlutans verði hraðað eins og kostur er og að sérstaklega verði horft til fámennra og landstórra sveitarfélaga í því samhengi.

Sæmundur Helgason, stjórn SASS og formaður nefndar
Dagný Hulda Jóhannsdóttir, SASS – Markaðsstofa Suðurlands og starfsmaður nefndar
Guðmundur Á. Pétursson, Grímsnes- og Grafningshreppur
Friðrik Sigurbjörnsson, Hveragerðisbær
Þráinn Sigurðsson, Mýrdalshreppur
Sandra Brá Jóhannesdóttir, Skaftárhreppur
Sigurlaugs B. Gröndal, Sveitarfélagið Ölfus
Rúnar Guðjónsson, Ungmennaráð Suðurlands
Valgerður Sævarsdóttir, Bláskógabyggð
Þorgils Torfi Jónsson, Rangárþing ytra
Yngvi Karl Jónsson, Rangárþing ytra

Fundarstjóri gaf orðið laust. Eyþór Ólafsson tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktun samgöngunefndar með breytingartillögu sem fram kom á fundinum og var hún samþykkt samhljóða.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd

Ágúst Sigurðsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2017.

Umhverfis- og skipulagsnefnd ályktar eftirfarandi:

Kortavefur Suðurlands
Ársþing SASS 2017 telur rétt að taka næstu skref í vinnslu á svæðisskipulagi fyrir Suðurland skv. þeirri áætlun sem lögð voru drög að árið 2015 (skýrsla Alta). Fyrsta skrefið hefur þegar verið stigið sem var uppbygging á Kortavef Suðurlands. Kortavefurinn er án sveitarfélaga- og sýslumarka og hefur það meginmarkmið að sýna kortaþekjur sem eru eins réttar og möguleiki er á með áherslu á ferðamál, skipulagsmál, umhverfismál og auðlindir landshlutans. Áframhald þessarar vinnu er landshlutanum mikilvægur samstarfsfarvegur og snertir landnotkun og almennra uppbyggingu innviða sem svæðið þarf að koma sér saman um til framtíðar. Næsta skref er greining og túlkun á þeim upplýsingum sem þegar hefur verið safnað, meðal annars m.t.t. mögulegra ferðamannasvæða, -staða og leiða.

Sameiginlegt sunnlenskt átak
Ársþing SASS 2017 leggur til að farið verði í sameiginlegt sunnlenskt átak í almennri tiltekt og umhverfisþrifum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands – áhersla verði lögð á skynsamlega flokkun og endurvinnslu og SASS hafi forgöngu um þetta mál fyrir hönd Sunnlendinga.

Ágúst Sigurðsson, Rangárþing ytra og formaður nefndar
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, SASS/Nýheimar þekkingarsetur og starfsmaður nefndar
Svanhvít Hermannsdóttir, Flóahreppur
Eyrún M. Stefánsdóttir, Bláskógabyggð
Guðmundur Viðarsson, Rangárþing eystra

Fundarstjóri gaf orðið laust. Gunnar Þorgeirsson, Ágúst Sigurðsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Hörður Óli Guðmundsson og Aldís Hafsteinsdóttir tóku til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktun umhverfis- og skipulagsnefndar, var hún samþykkt.

 

Velferðarnefnd

Lilja Einarsdóttir, formaður velferðarnefndar tók til máls og lagði fram tillögu nefndarinnar á ársþingi SASS 2017.

Velferðarnefnd ályktar eftirfarandi:

Hjúkrunarheimili og þjónusta við aldraða
Ársþing SASS, haldið á Selfossi dagana 19. og 20. október 2017, leggur ríka áherslu á að áfram verði unnið samkvæmt skýrslu um stöðugreiningu hjúkrunarheimila á Suðurlandi sem SASS lét gera á vormánuðum 2015. Sú áætlun er nú í endurskoðun og mun birtast í nóvember 2017.

Biðlistar eru langir og þungir en í dag eru 45 einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og 60 einstaklingar að bíða eftir hvíldarrýmum á svæðinu.

Það er ánægjulegt að ráðuneyti hafi ákveðið að útrýma tvíbýlum á Höfn og fjölga nýjum rýmum í Árborg um 10 í viðbót við þau 15 sem búið var að ákveða. Nú ríður á að flýta framkvæmdum því biðlistar lengjast stöðugt og er ástandið orðið afar erfitt, sérstaklega í Árnessýslunni.

Sveitarfélög og stofnanir svæðanna greiða jafnan háar fjárhæðir með rekstri hjúkrunarheimila umfram lögbundna skyldu þeirra til að koma í veg fyrir þjónustuskerðingu við íbúa.

Á sumarmánuðum kom fjárframlag frá ráðuneyti til að styrkja kvöld- og helgarþjónustu hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun og var hægt að koma á útkallsvöktum í Árborg, Hveragerði og Ölfusi. Nauðsynlegt er að styrkja heimahjúkrun á svæðinu enn frekar svo að í boði verði kvöld- og helgarþjónusta á öllu svæðinu. Það ásamt því að fjölga hvíldarrýmum og gefa leyfi fyrir endurhæfingarhvíldarrýmum gæti dregið úr þörf fyrir hjúkrunarrými auk þess að koma til móts við óskir fólks um að búa heima eins lengi og unnt er.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Ársþing SASS, haldið á Selfossi dagana 19. og 20. október 2017, ætlast til þess að ríkisvaldið tryggi HSU nauðsynlegt rekstrarfé. Fjárframlög ársins voru að núvirði í byrjun árs 2017, 8% undir því sem eldri stofnanir, sem nú tilheyra HSU, fengu samanlagt í fjárframlög fyrir hrun árið 2008. Komum hefur fjölgað á ársgrundvelli um 16% á bráðamóttöku 11% í sjúkraflutningum, 7% í heilsugæslu og legudögum hefur fjölgað í sjúkrarýmum. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu í þjónustu hafa fjármunir ekki fylgt.

Brýnt er að styrkja sjúkraflug þannig að viðbragðstími sé innan ásættanlegra viðmiðunarmarka og í því skyni hvetur ársþing SASS heilbrigðisyfirvöld m.a. til að vinna áfram hugmyndir um sérhæfðar sjúkraþyrlur.

Ársþingið telur nauðsynlegt að tryggja fæðingarþjónustu í nærumhverfi þjónustuþega. Þar sem aðgengi að fæðingaþjónustu innan nærumhverfisins verðu ekki við komið vegna smæðar samfélaga eða annarra ytri þátta er brýnt að aukakostnaður vegna slíks verði ekki lagður á fæðandi konur og fjölskyldur þeirra.

Lögreglustjórinn á Suðurlandi
Ársþing SASS, haldið á Selfossi dagana 19. og 20. október 2017, lýsir yfir ánægju sinni með að fjármagn hafi verið aukið til löggæslumála á Suðurlandi á árinu 2017 og skapaðist við það svigrúm til aukins eftirlits á hálendi umdæmisins sem og í uppsveitum Árnessýslu. Þessi aukning er þó engan veginn næg, ekki síst í ljósi gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna á svæðinu og krefst ársþingið þess að yfirvöld tryggi nægt rekstrarfé til löggæslumála svo hægt verði að halda uppi fullnægjandi löggæslu og þjónustu við íbúa á öllu starfssvæði Lögreglustjórans á Suðurlandi.

ART verkefnið
Ársþing SASS, haldið á Selfossi dagana 19. og 20. október 2017, lýsir yfir áhyggjum sínum af ART verkefninu sem starfrækt er á vegum SASS. Árum saman hefur verkefnið búið við mikinn óstöðugleika og óöryggi og einungis fengist fyrirgreiðslu til eins árs í senn fyrir rekstrinum. Gríðarleg ánægja er með ART verkefnið á Suðurlandi og hefur gagnsemi þess fyrir sunnlensk börn margsannað sig að mati skóla og félagsmálayfirvalda og dregið úr innlögnum barna á BUGL. Þingið fagnar því að nú á haustdögum fór Velferðarráðuneytið af stað með könnun á gagnsemi ARTverkefnisins sem og annarra úrræða fyrir börn, sem ráðgert er að ljúki á næsta ári. Þingið beinir því til ríkisvaldsins að nauðsynlegt sé að fjármagn fáist til lengri tíma svo hægt verði að tryggja starfseminni eðlilegt starfsumhverfi og börnum og fjölskyldum þeirra öruggt aðgengi að þjónustunni.

Tillaga velferðarnefndar til stjórnar SASS
Velferðarnefnd leggur til við stjórn SASS að kanna hvort einhver af þeim þremur félags- og skólaþjónustum á þjónustusvæði ART verkefnisins sjái sér fært að taka að sér rekstur verkefnisins til framtíðar.

Málefni fatlaðra
Ársþing SASS, haldið á Selfossi dagana 19. og 20. október 2017, vekur athygli á því að rekstur málaflokks fatlaðs fólks á Suðurlandi er í járnum og ekkert svigrúm er til búsetuuppbyggingar á svæðinu. Það er óviðunandi ástand að ekki hafi nein uppbygging átt sér stað frá því að málaflokkurinn fluttist yfir til sveitarfélagana árið 2011.

Geðheilbrigðismál barna og ungmenna
Ársþing SASS 2017 tekur undir ályktun Ungmennaráðs Suðurlands sem hvetur til þess að umfjöllun og fræðsla um geðræn vandamál verði gerð aðgengilegri með almennri kynningu fyrir börn og ungmenni og með góðu aðgengi að fagfólki, þar á meðal sálfræðingum. Nefndin hvetur til þess að þetta verði þegar kynnt yngri börnum og brugðist verði við þessu sem allra fyrst.

Lilja Einarsdóttir, Rangárþing eystra, stjórn SASS og formaður nefndar
Guðlaug Ósk Svansdóttir, SASS – HFSU og starfsmaður nefndar
Gunnar Egilsson, Árborg
Brynja J. Jónasdóttir, Ásahreppur
Bjarney Vignisdóttir, Hrunamannahreppur
Lilja Einarsdóttir, Rangárþing eystra og stjórn SASS
Ásgerður K. Gylfadóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveinn Steinarsson, Sveitarfélagið Ölfus
Björn Kristinn Pálmarsson, Grímsnes- og Grafningshreppur

Fundarstjóri gaf orðið laust. Unnur Þormóðsdóttir tók til máls og lagði fram breytingartillögu. Lilja Einarsdóttir, Sandra Brá Jóhannsdóttir, Gunnar Egilsson, Ásgerður Gylfadóttir og Valtýr Valtýsson tóku undir breytingartillögu Unnar. Unnur Þormóðsdóttir tók aftur til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir velferðarnefndar með þeirri viðbót sem lögð var til í umræðum á ársþinginu og tillögu til stjórnar SASS, voru þær samþykktar samhljóða.

Kosning í stjórnir og nefndir
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður kjörnefndar, bar upp eftirfarandi tillögur kjörnefndar um stjórn og nefndir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Tillaga kjörnefndar að stjórn, ráðum og nefndum á vegum SASS lögð fram á ársþingi samtakanna dagana 19. og 20. október 2017.

Stjórn SASS:
Aðalmenn:
Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi
Páll Marvin Jónsson, Vestmannaeyjabæ
Sandra Dís Hafþórsdóttir, Sveitarfélaginu Árborg
Eggert Valur Guðmundsson, Sveitarfélaginu Árborg
Sæmundur Helgason, Sveitarfélaginu Hornafirði
Eva Björk Harðardóttir, Skaftárhreppi
Anna Björg Níelsdóttir, Sveitarfélaginu Ölfusi
Unnur Þormóðsdóttir, Hveragerðisbæ
Lilja Einarsdóttir, Rangárþingi eystra

Varamenn:
Helgi Kjartansson, Bláskógabyggð
Trausti Hjaltason, Vestmannaeyjabæ         
Ari Thorarensen, Sveitarfélaginu Árborg
         
Arna Ír Gunnarsdóttir, Sveitarfélaginu Árborg
         
Lovísa Rósa Bjarnadóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði
         
Elín Einarsdóttir, Mýrdalshreppi
         
Jón Páll Kristófersson, Sveitarfélaginu Ölfusi  
         
Eyþór H. Ólafsson, Hveragerðisbæ
         
Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra
         

Formaður: Gunnar Þorgeirsson
Varaformaður: Lilja Einarsdóttir

 

Kjörnefnd SASS
Aðalmenn:
Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerðisbæ
Þorgils Torfi Jónsson, Rangárþingi ytra
Ari Thorarensen, Sveitarfélaginu Árborg
Kristján Sig. Guðnason, Sveitarfélaginu Hornafirði
Jón Páll Kristófersson, Sveitarfélaginu Ölfusi
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Vestmannaeyjabæ
Ingi Már Björnsson, Mýrdalshreppi
Halldóra Hjörleifsdóttir, Hrunamannahreppi
Valgerður Sævarsdóttir, Bláskógabyggð

Varamenn:       
Eyþór H. Ólafsson, Hveragerðisbæ
Ísólfur Gylfi Pálmason, Rangárþingi eystra       
Ásta Stefánsdóttir, Sveitarfélaginu Árborg
       
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði
       
Ágústa Ragnarsdóttir, Sveitarfélaginu Ölfusi
       
Trausti Hjaltason, Vestmannaeyjabæ
       
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Skaftárhreppi
       
Björgvin Skafti Bjarnason, Skeiða – og Gnúpverjahreppi
       
Árni Eiríksson, Flóahreppi
       

Formaður: Aldís Hafsteinsdóttir       
Varaformaður: Kristján Sig. Guðnason
       

 

Stjórn Fræðslunets Suðurlands 
Aðalmaður:
Elín Einarsdóttir, Mýrdalshreppi
Varamaður:
Íris Böðvarsdóttir, Sveitarfélaginu Árborg

 

Stjórn Markaðsstofu Suðurlands
Aðalmaður:
Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi
Sólrún Helga Guðmundsdóttir, Rangárþingi ytra
Til vara:
Bjarni Guðmundsson, SASS

 

Fagráð Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands
Aðalmaður:
Eva Björk Harðardóttir, Skaftárhreppi       
Til vara:
 
Unnsteinn Logi Eggertsson, Hrunamannahreppi

 

Skólanefnd FSu
Aðalmenn:
       
Elín Einarsdóttir, Mýrdalshreppi
Jón G. Valgeirsson, Hrunamannahreppi     
Til vara:
       
Halldóra Hjörleifsdóttir, Hrunamannahreppi
       
Benedikt Benediktsson, Rangárþingi eystra
       

 

Skólanefnd ML       
Aðalmenn:
       
Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi
       
Eydís Indriðadóttir, Flóahreppi
Til vara:
Friðrik Sigurbjörnsson, Hveragerðisbæ       
Kristín Þórðardóttir, Rangárþingi eystra
   

 

Skólanefnd FAS
Aðalmenn:
Eva Björk Harðardóttir, Skaftárhreppi
Sæmundur Helgason, Sveitarfélaginu Hornafirði
Varamenn:
Ásgerður K. Gylfadóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði
Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi


Kjörbréfa- og kjörnefnd á ársþingi SASS 2017:
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður nefndar
Valgerður Sævarsdóttir, Bláskógabyggð
Þorgils Torfi Jónsson, Rangárþingi ytra
Kristján S. Guðnason, Sveitarfélaginu Hornafirði
Ari Björn Thorarensen, Sveitarfélaginu Árborg
Halldóra Hjörleifsdóttir, Hrunamannahreppi
Jón Páll Kristófersson, Sveitarfélaginu Ölfusi
Nanna Jónsdóttir, sveitarstjóri Ásahrepps
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþingis eystra
Yngvi karl Jónsson, Rangárþingi ytra
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Skaftárhreppi
Starfsmaður, Alda Alfreðsdóttir, ráðgjafi, SASS

Tillögur kjörnefndar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

Nú var komið að fundarlokum og gaf fundarstjóri formanninum, Gunnari Þorgeirssyni, orðið. Formaður SASS þakkaði það traust sem honum er sýnt til að leiða samtökin. Þakkaði hann góðan, málefnalegan og gagnlegan fund og að lokum þakkaði hann starfsmönnum SASS fyrir góðan undirbúning fyrir fundinn, fundarstjórum og fundarritara.

Fundi slitið kl. 12:35

Rósa Sif Jónsdóttir, fundarritari.