fbpx

6. fundur Atvinnumálanefndar SASS

haldinn föstudaginn 7. mars 2008 kl. 15.00

að Austurvegi 56 Selfossi

Mætt: Kjartan Ólafsson, Ólafur Áki Ragnarsson, Gunnlaugur Grettisson( í gegnum fjarfundabúnað), Haukur Kristjánsson, Guðbjörg Jónsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Gestur fundarins: Kristján Kristjánsson blaðamaður.

Dagskrá:

1. Suðurlandsblað.

Kristján Kristjánsson gerði grein fyrir vinnu við blaðið. Þar verður lögð áhersla á styrkleika svæðisins og kynnt fyrirtæki og sveitarfélög. Stefnt er að útgáfu síðasta vetrardag. Blaðinu verður dreift á hvert heimili á Suðurlandi og með Morgunblaðinu um allt land. Nefndin hvetur sveitarfélögin til að taka þátt í verkefninu.

2. Drög að erindisbréfi – hlutverk nefndarinnar.

Drögin kynnt og samþykkt.

3. Kynning á sunnlenskum sveitarfélögum/svæðum sem vænlegum kostum fyrir fyrirtæki og fólk.

Farið var yfir heimasíður sveitarfélaganna. Í ljós kom að upplýsingar eru af skornum skammti að þessu leyti. Sveitarfélögin hvött til að endurskoða heimasíðurnar með tilliti til þess.

Lagðar fram upplýsingar um Opna héraðadaga í Brussel í haust. SASS og AÞS hvött til að kanna málið frekar. Einnig samþykkt að fá kynningu á starfsemi Útflutningsráðs.

4. Stofnanir út á land.

Ný stofnun, Byggingastofnun, er í burðarliðnum skv. frumvarpi til laga sem er til meðferðar á Alþingi. Nefndin bendir á að samkvæmt markaðri stefnu ríkisvaldsins beri að staðsetja nýjar ríkisstofnanir á landsbyggðinni og leggur til að Suðurland verði kynnt fyrir stjórnvöldum sem ákjósanlegur kostur fyrir staðsetningu þessarar stofnunar.

5. Önnur mál.

a. Kynnt yfirlit um framgang Vaxtasprotaverkefnisins á árinu 2007 á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Samþykkt var að fá frekari upplýsingar frá starfsmönnum AÞS sem unnu að verkefninu.

b. Lagðar fram upplýsingar um fyrirhugaða ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins 13. mars nk. undir heitinu ,,Hagvöxtur um land allt”.

c. Ólafur kynnti stöðu viðræðna við orkufrekt fyrirtæki sem hyggst setja niður starfsemi sína Þorlákshöfn. Fyrirtækið þarf 175 MW orku til starfseminnar. Hjá fyrirtækinu munu starfa 325 manns. Ákvörðun mun liggja fyrir innan tveggja mánaða. Nefndin minnir í þessu sambandi á ályktanir aðalfunda SASS um nýtingu orkunnar í héraði.

d. Rætt um niðurstöðu nýafstaðinnar PISA könnunar í grunnskólum.

e. Guðbjörg skýrði frá umföllun nýafstaðins Búnaðarþings um erfiða stöðu landbúnaðarins og vakti í því sambandi athygli á mikilvægi hans á Suðurlandi.

Fundi slitið kl. 16.30

Þorvarður Hjaltason