fbpx

588. fundur stjórnar SASS

Ráðhúsinu á Höfn  
26. október 2022, kl. 17:00-18:50

 

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njáll Ragnarsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Einar Freyr Elínarson, Árni Eiríksson og Arnar Freyr Ólafsson. Þá tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð. Undir dagskrárlið fjögur taka þátt frá bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar: Gauti Árnason forseti bæjarstjórnar, Eyrún Fríða Árnadóttir, Hjördís Edda Olgeirsdóttir, Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Björgvin Erlendsson og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.

Formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna í Ráðhúsið á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði en í lok fundarins mun stjórn eiga fund með bæjarstjórn sveitarfélagsins.

1. Fundargerð

Fundargerð 587. fundar staðfest og undirrituð. Eldri fundargerðir undirritaðar. 

2. Ársþing SASS 2022

a. Dagskrá ársþings og aðalfundar

Formaður kynnir uppfærð drög að dagskrá ársþings samtakanna sem fram fer á Hótel Höfn 27. – 28. október nk. Formaður og framkvæmdastjóri kynna líka helstu niðurstöður milliþinganefnda. Umræður um starf milliþinganefnda en fyrir næsta ársþing er gert ráð fyrir að hefja starfið fyrr, skerpa á efnistökum og vinnulagi m.a. með erindisbréfi og að niðurstöður nefnda verði sendar á þingfulltrúa fyrir ársþingið. Stjórn telur að niðurstöður milliþinganefnda mikilvægar í starfi samtakanna og forgangsröðun verkefna.

b. Starfsskýrsla 2021 – 2022

Formaður kynnir að starfsskýrsla samtakanna 2021-2022 sé meðal útsendra fundargagna.

c. Drög að fjárhagsáætlun 2023

Formaður og framkvæmdastjóri kynna hugmyndir fjárhagsnefndar um breytingu á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2023 og forsendur breytinganna.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 545. fundar stjórnar SSH, fundargerð 84. fundar stjórnar SSNV, fundargerðir 780. – 782. funda stjórnar SSS og aðalfundar SSS 2022, fundargerðir 169. – 170. funda stjórnar SSV og fundargerð 914. fundar stjórnar sambandsins.

b. Skýrsla framkvæmdastjóra og innri mál SASS

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni og hvað framundan sé.

.4. Fundur stjórnar með bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Formaður býður bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar velkomna á fundinn. Bæjarstjóri tekur undir orð formannsins og fagnar því að nú sé stjórn SASS að halda fund með bæjarstjórn á Höfn. Hann er með fróðlega kynningu á helstu málefnum sveitarfélagsins en mikil áform eru um uppbyggingu í sveitarfélaginu m.a. með nýjum miðbæ. Hann og fulltrúar í sveitarstjórn svara framkomnum spurningum og leggja einnig spurningar fyrir stjórn og er þeim svarað.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 4. nóvember nk. kl. 12:30.

Fundi slitið kl. 18:50

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Einar Freyr Elínarson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Njáll Ragnarsson

Brynhildur Jónsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Arnar Freyr Ólafsson

Árni Eiríksson

 

588. fundur stj. SASS