fbpx

587. fundur stjórnar SASS

Fjarfundur 
7. október 2022, kl. 08:15 – 10:30

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njáll Ragnarsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Einar Freyr Elínarson og Arnar Freyr Ólafsson. Árni Eiríksson boðaði forföll og Jón Bjarnason kemur í hans stað. Þá tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Fundargerð

Fundargerð 586. fundar staðfest. Verður undirrituð síðar.

2. Ársþing SASS 2022

a. Dagskrá ársþings og aðalfundar

Formaður kynnir uppfærð drög að dagskrá ársþings samtakanna sem fram fer á Hótel Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði 27. – 28. október nk. Þema ársþingsins er: Hver er stefna SASS til 2026? Fyrirliggjandi dagskrá staðfest af stjórn.

b. Starfsskýrsla 2021 – 2022

Formaður kynnir að starfsskýrsla samtakanna 2021-2022 sé í vinnslu.

c. Drög að fjárhagsáætlun 2023

Formaður og framkvæmdastjóri kynna drög að fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2023 og forsendur áætlunarinnar. Sem fyrr hefur stjórn SASS nokkrar áhyggjur af að fjárframlög ríkisins til atvinnuráðgjafar hafi ekki hækkað í takt við verðlagsþróun. Einnig að nauðsynlegt sé að breyta reiknireglu Sóknaráætlunar, en breytingin sem innleidd var 2019 leiddi til lækkunar framlaga til landshlutans og það hefur ekki verið leiðrétt. Ljóst er geta samtakanna til að veita atvinnuráðgjöf í landshlutanum minnkar með stöðugri lækkun á fjárframlögum ríkisins til Byggðastofnunar en stofnunin er með samninga við landshlutasamtökin um atvinnuráðgjöf. Uppbyggingarsjóður Sóknaráætlunar Suðurlands hefur einnig minni fjármuni til að styrkja verkefni á svið menningar og atvinnu- og nýsköpunar.

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að uppfæra drög að fjárhagsáætlun SASS 2023 til samræmis við umræður á fundinum og leggja uppfærð gögn fyrir fjárhagsnefnd.

d. Tillaga að launum stjórnar, ráða og nefnda

Formaður kynnir tillögu að launum stjórnar, ráða og nefnda. Tillagan er óbreytt frá fyrra ári en grunnurinn byggir á ákveðnu hlutfalli af þingfarakaupi árið 2021 sem breytt er samkvæmt breytingu á launavísitölu í janúar ár hvert, var síðast gert í janúar sl. Stjórn samþykkir tillöguna.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerðir 543. – 544. funda stjórnar SSH, fundargerð 83. fundar stjórnar SSNV, fundargerð 40. fundar stjórnar SSNE, fundargerðir 16. – 22. funda stjórnar SSA, fundargerð haustþings SSA, fundargerðir 126. – 130. funda Austurbrúar, fundargerðir 82. – 83. funda stýrihóps stjórnarráðsins og fundargerð 913. fundar stjórnar sambandsins.

b. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni og hvað framundan sé.

c. Farsældarráð á Suðurlandi 

Stjórn SASS barst erindi frá Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) sem stofnunin vann í samráði við mennta- og barnamálaráðuneytið. Efnislega er stofnunin og ráðuneytið að kanna hvort sveitarfélögin á Suðurlandi geti aðstoða við að koma á farsældarráði í landshlutanum.

Niðurstaða stjórnar SASS er að mikilvægt sé, þegar eftir því er leitað af BOFS og ráðuneyti málaflokksins sem fagaðilum, að kanna hug sveitarfélaganna 15 til stofnunar á sameiginlegu svæðisbundnu farsældarráði á Suðurlandi. Ákveðið að Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður SASS, komi fyrir hönd SASS að undirbúningnum.

d. Fjárlög ríkisins 

Formaður kynnir að nefndasvið Alþingis hafi óskað eftir umsögn samtakanna um fjárlagafrumvarp ríkisins 2023. Formanni og framkvæmdastjóra falið að klára umsögnina.

e. Erindi frá Oddvitanefnd Uppsveita Árnessýslu 

Formaður kynnir erindi frá oddvitanefnd uppsveita Árnessýslu (Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi) en á fundi nefndarinnar 16. ágúst 2022 var fjallað um hugmyndir um að þörf sé á að auka starfshlutfall eða að samtökin leggi til byggðarþróunarfulltrúa á vinnusóknarsvæði uppsveita.

Niðurstaða stjórnar SASS er að vísa erindinu til umfjöllunar hjá fjárhags-, allsherjar- og atvinnumálanefnd komandi ársþings.

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn á Hótel Höfn 26. október nk. kl. 17:00.

 

Fundi slitið kl. 10:30

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Einar Freyr Elínarson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Njáll Ragnarsson

Brynhildur Jónsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Arnar Freyr Ólafsson

Jón Bjarnason

587. fundur stj. SASS