fbpx

580. fundur stjórnar SASS

Austurvegi 56 Selfossi

1. apríl 2022, kl. 12:30-14:00

Mætt: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Helgi Kjartansson varaformaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ari Björn Thorarensen, Einar Freyr Elínarson, Grétar Ingi Erlendsson, Lilja Einarsdóttir, Njáll Ragnarsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson boðuðu forföll. Þá taka þátt Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð

Fundargerð 579. fundar staðfest og undirrituð. Eldri fundargerðir undirritaðar.

2. Sóknaráætlun Suðurlands 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands fyrri úthlutun 2022

Í byrjun mars rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands í fyrri úthlutun 2022. Alls bárust 90 umsóknir, sem er töluvert færri umsóknir en hafa borist í síðustu úthlutanir. Umsóknirnar skiptust þannig; 59 umsóknir bárust í flokk menningarverkefna og 31 umsóknir í flokk atvinnu- og nýsköpunarverkefna.

Fagráðin gera tillögu um að úthluta alls kr. 35.935.000,- til samtals 60 verkefna. Fagráð menningar gerir tillögu um að veita 43 verkefnum styrk af 59 eða 73% umsókna samtals að fjárhæð kr. 21.200.000,- en úthlutun reyndist vandasöm fyrir fagráðið, þar sem gæði umsókna voru mikil og verkefnin verðug styrks.

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar gerir tillögu um að veita 17 verkefnum styrk af 31 eða 55% umsókna samtals að fjárhæð kr. 14.735.000,-. Ekki voru gerðar fleiri tillögur sökum þess að aðrar umsóknir uppfylltu ekki formskilyrði eða var á annan hátt ábótavant.

Þórður Freyr kynnir nánar vinnu fagráðanna og forsendum sem liggja til grundavallar tillögunum.

Stjórn samþykkir tillögu fagráðs menningar óbreyttar. Eftirtalin menningarverkefni hljóta því styrk:

Heiti verkefnis

Umsækjandi

Fjárhæð

Skjálftinn – fyrir öll ungmenni á Suðurlandi Biðukolla ehf. 1.000.000
Hafsjór / Oceanus – alþjóðleg listahátíð á Eyrarbakka Byggðasafn Árnesinga 1.000.000
Stúlkan í turninum skólatónleikar Góli ehf. 1.000.000
Sumartónleikar í Skálholti 2022 Sumartónleikar Skálholtskirkju 1.000.000
INSIDE OUT Samsýning alþjóðlegra listamanna og fanga Múrar brotnir, félagasamtök 1.000.000
Suðurlandsdjazz Sigurgeir Skafti Flosason 900.000
Undirliggjandi minni Ólafur Sveinn Gíslason 800.000
Hafsjór Oceanus Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir 800.000
Sælureitir í suðri Kristín Björk Kristjánsdóttir 800.000
Eruð þið ánægð ef þið fáið að spyrja að einhverju? Listasafn Árnesinga 800.000
Fiðlufjör 2022 Chrissie Telma Guðmundsdóttir 700.000
Húskveðja Menningarmiðstöð Hornafjarðar 600.000
Eider Project-Æðarrækt tilraun Menningarmiðstöð Hornafjarðar 600.000
Englar og menn – Tónlistarhátíð Strandarkirkju 2022 Englar og menn ehf. 600.000
Hreyfing í föstum formum Menningarmiðstöð Hornafjarðar 600.000
Stelpur filma á landsbyggðinni Inga Margrét Jónsdóttir 500.000
Norðurljósablús 2022 tónlistarhátíð Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar 500.000
Big Country Ball með gímaldin, Jóhanni Morávek og Lúðrasveit Gísli Magnússon 500.000
Hleðslunámskeið_Torffjós Hannes Rúnar O Lárusson 500.000
Hátíðartónleikar á Skálholtshátíð 2022 Jón Bjarnason 500.000
Njála í myndum Þorsteinn Jónsson 500.000
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í Listasafni Árnesinga Góli ehf. 400.000
Tæknivæðing náttúrugripasafns Vestmannaeyja The Beluga Operating Company ehf. 400.000
Lögin hans Vosa Félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum 350.000
Íslensku þjóðlögin á framandi slóðum Vestmannaeyjabær 350.000
Skapandi rými Midgard Adventure ehf. 350.000
Bókverkasmiðjur með Lóu H. Hjálmtýsdóttur Listasafn Árnesinga 300.000
Enskir gullaldarsöngvar Eyjólfur Eyjólfsson 300.000
Ratleikur – útfærsla Listasafn Árnesinga 300.000
Systradúó Elísabet Anna Dudziak 300.000
Tónastund Katrín Birna Sigurðardóttir 300.000
Kristinn Benediktsson ljósmyndasýning Vestmannaeyjabær 300.000
Hugverk og listasmiðja á Landsmóti hestamanna Hugverk í Heimabyggð 300.000
Sjávarföll Hjördís Jóhannsdóttir 300.000
Með Vík í vasanum Kötlusetur ses. 300.000
Málþing um myndlæsi Listasafn Árnesinga 250.000
Sumarnámskeið í Listasafni Árnesinga Listasafn Árnesinga 200.000
Listasafn Árnesinga á arabísku Listasafn Árnesinga 200.000
Gramsað í gömlum nótum Sunnan 4 ehf. 200.000
Af hverju Ísland? Podcast Vestmannaeyjabær 200.000
Gluggar í Skálholti – Tónleikar Jón Bjarnason 200.000
Styrkja safnamuni Fischersetur á Selfossi 100.000
Hagyrðingakvöld Harmonikufélag Hornafjarðar 100.000

Bryndís Eir víkur af fundi þar sem fyrirtæki sem hún tengist á umsókn í flokk atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Það er gert til að tryggja málsmeðferð við úthlutunina og er til samræmis við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.

Stjórn samþykkir tillögu fagráðs atvinnuþróunar- og nýsköpunar óbreytta. Eftirtalin atvinnu-þróunar- og nýsköpunarverkefni hljóta því styrk:

Heiti verkefnis

Umsækjandi

Fjárhæð

Smjér Smjer ehf. 2.000.000
Bakland að Lágafelli Halldór Áki Óskarsson 1.500.000
Áskot hestaþjálfunarstöð Kalsi ehf. 1.500.000
Kambey Kamban Visual production slf. 1.500.000
Íslenskt hágæða hvítlaukssalt unnið úr vannýttu hráefni Fersk þurrkun ehf. 1.000.000
Smart Kart Vol.I Festivus ehf. 1.000.000
Tilraunir og vöruþróun með íslenskt Wasabi og sveppi Fersk þurrkun ehf. 1.000.000
Eldtungur Hot Sauce – Markaðssókn Laufey Sif Lárusdóttir 800.000
Íslensk furutré – eiginleikar og virkni til jurtalækninga Katrín Erla Kjartansdóttir 800.000
Meiri hreyfi-afþreying, kort af leiðum og ratleikur Guðmundur Fannar Markússon 600.000
Markaðssetning á Hlöðueldhúsinu í Þykkvabæ Loki 28 ehf. 500.000
SKRÚFAN vistvænt sköpunarhús Sigrún Þuríður Runólfsdóttir 500.000
Sátt í Sorg Valgerður Helga Einarsdóttir 500.000
Viðskiptaáætlun, hönnun og vöruþróun AWE ehf. 500.000
Uppbygging þurrkaðstöðu fyrir innlent timbur Skógræktarfélag Árnesinga 450.000
Zip Island Sindri Ólafsson 400.000
Fjallaull sf. Hildur Hjálmsdóttir 185.000

Bryndís Eir kemur á fundinn að lokinni umfjöllun og afgreiðslu.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerðir 35. og 36. funda stjórnar SSNE, fundargerð 537. fundar stjórnar SSH og 105. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, fundargerð 777. fundar stjórnar SSS, fundargerð 167. fundar stjórnar SSV, fundargerð 74. fundar stjórnar SSNV, fundargerðir 5. og 6. stjórnafunda Markaðsstofu Suðurlands og fundargerðir 907. og 908. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag.

b. Skýrsla framkvæmdarstjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni í liðnum mánuði og hvað framundan sé.

Stjórn samþykkir að bjóða framvegis þingmönnum Suðurkjördæmis á mánaðarlega kynningarfundi stjórnar með kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum á Suðurlandi.

c. Fjármálaáætlun ríkisins 2023-2027

Formaður kynnir að fjármálaáætlun ríkisins 2023 – 2027 sé fram komin. Sveitarstjórnir eru hvattar til að fjalla um áætlunina.

d. ART þjónusta – stefnumótun 2022-2024

Formaður kynnir að unnið hefur verið að stefnumótun fyrir ART verkefnið fyrir árin 2022 – 2024. Vinnan fór að mestu fram á fundum ART teymisins með ráðgjafa í febrúar og mars 2022 en auk þess byggir hún á vinnufundum teymisins með framkvæmdastjóra SASS í upphafi árs 2022.

Umræðu verður fram haldið þegar útfærlsa aðgerðaáætlunar liggur fyrir.

e. Skýrsla tengd málefnum fatlaðra

Formaður kynnir að LOF-hópurinn svokallaði, sem hefur verið að vinna kostnaðargreiningu á kostnaði sveitarfélaganna við þjónustu við fatlað fólk, hafi að mestu lokið við gerð skýrslunnar og hún verði útgefin fljótlega.

f. Matvælasjóður

Formaður kynnir að opnað hafi verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð en heildarúthlutunarfé sjóðsins er 593 m.kr. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Umsóknarfrestur er til 19. apríl nk.

g. Almenningssamgöngur á landsbyggðinni

Framkvæmdastjóri vekur athygli á morgunaverðarfundi Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á landsbyggðinni. Stofnunin hefur það verkefni að fylgja eftir stefnu stjórnvalda í almenningssamgöngum hvort heldur sem er í lofti, láði eða legi. Vegagerðin ber þannig ábyrgð á heildstæðu leiðarkerfi með ferjum, ríkisstyrktu flugi og almenningsvögnum á landsbyggðinni og að tryggja þannig örugga tengingu á milli byggðarlaga. Á fundinum var kynnt hvernig starfi Vegagerðarinnar í þessum málum er háttað og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Einnig var fjallað um Herjólf sem þjónar almenningssamgöngum. Upptaka af fundinum er aðgengileg hér.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn mánudaginn 25. apríl nk. kl. 13:00. Um fjarfund verður að ræða.

 

Fundi slitið kl. 14:00

 

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Helgi Kjartansson

Lilja Einarsdóttir

Arna Ír Gunnarsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Ari Björn Thorarensen

Einar Freyr Elínarson

Njáll Ragnarsson

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir

580. fundur stj. SASS