fbpx

 

576. fundur stjórnar SASS

Austurvegi 56

3. desember 2021, kl. 13:00 – 16:00

Mætt: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Helgi Kjartansson varaformaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Ari Björn Thorarensen, Einar Freyr Elínarson og Grétar Ingi Erlendsson. Lilja Einarsdóttir tengist fundinum í gegnum fjarfundahugbúnað. Þá taka þátt Þórður Freyr Sigurðsson og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna.

1. Fundargerðir

Fundargerð 574. og 575 fundar stafestar og undirritaðar.

2. Sóknaráætlun Suðurlands

a. Fjárhagsáætlun

Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri kynna uppfærða fjárhagsáætlun Sóknaráætlun Suðurlands 2022 sem er sett fram með fyrirvara um afgreiðslu fjárlaga. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins verði 101 m.kr., framlag sveitarfélaganna 14,4 m.kr. og til endurúthlutunar komi 12 m.kr. Samtals eru áætlaðar tekjur tæplega 128 m.kr. Árið 2022 er gert ráð fyrir að verja 72 m.kr. í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, þ.e. 36 m.kr. í fyrri úthlutun ársins og 36 m.kr. í seinni úhlutun. Til menningarmála fara samtals 36 m.kr. og til atvinnu- og nýsköpunar samtals 36 m.kr. Til áhersluverkefna er gert ráð fyrir að verja samtals 42,5 m.kr. og 12 m.kr. fara í umsýslu og annan kostnað tengdan sóknaráætlun.

b. Stefnumarkandi aðgerðaráætlun 2020 – 2024

Sviðsstjóri kynnir drög að stefnumarkandi aðgerðaáætlun fyrir tímabilið 2020 – 2024 en þar má m.a. sjá hvaða leiðir má fara til að ná settum markmiðum sóknaráætlunar. Niðurstaða stjórnar er að fela framkvæmdastjóra og sviðsstjóra að vinna áfram með drögin og leggja fyrir næsta fund stjórnar til staðfestingar.

c. Tillögur að áhersluverkefnum 2022

Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri kynna tillögur að áhersluverkefnum 2022. Hugmyndir að áhersluverkefnum hafa borist með ýmsum hætti s.s. frá hagaðilum í landshlutanum í pósti eða gegnum heimasíðuna, nýliðnu ársþingi samtakanna, ráðgjöfum hjá samstarfsaðilum eða verið ræddar í stjórn.

Þegar hefur verið samþykkt að verja árið 2022 samtals 15 m.kr. í Orkídeu og 4 m.kr. í gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.

Stjórn samþykkir eftirtalin átta áhersluverkefni og að verja til þeirra samtals 23,5 m.kr.

Áhersluverkefni Fjárhæð í kr.
Eldfjallaleiðin – The Volcano trail 2.000.000
Sóknarfæri Suðurlands 3.000.000
Stórskipakantur í Vestmannaeyjum 3.000.000
Þróun ferðaþjónustusamfélags – fyrstu skref 3.000.000
Sigurhæðir 5.000.000
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands 2.000.000
Innleiðing loftlagsáætlana sveitarfélaga 2.500.000
Skjálftinn – hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi 3.000.000
Samtals 23.500.000

Samtals samþykkir stjórn verja 42,5 m.kr. til tíu áhersluverkefna á árinu 2022.

Stjórn samþykkir jafnframt að bregðast við áskorun ársþings um að skipa starfshóp um hækkað menntunarstig á Suðurlandi sem skili tillögum fyrir ársþing 2022. Viðfangsefni starfshópsins verði að leita leiða til að styrkja vettvang náms, rannsókna og þróunar á Suðurlandi. Tilgreindar verði mikilvægar staðsetningar ólíkra starfsstöðva á Suðurlandi og leiðir til að auðga samskipti og samstarf á slíkum vettvangi. Jafnframt að farið verði í vinnu við að greina mögulega samstarfsfleti við bæði innlenda og erlenda háskóla um nám sem hefur beina tengingu við svæðið og styður við rannsóknir og atvinnulíf á Suðurlandi, með það fyrir augum að efla nám á háskólastigi í heimabyggð. Grunnkostnaður við þessi verkefni kemur af liðnum „Sérverkefni samkvæmt ákvörðun stjórnar“.

d. Uppbygginarsjóður Suðurlands

Fyrir fundinum lá minnisblað fagráðs atvinnu- og nýsköpunar en stjórn óskaði á síðasta fundi eftir nánari rökstuðningi við úthlutun til eins verkefnis. Stjórn þakkar fagráðinu fyrir minnisblaðið og fer að ráðum fagráðsins og samþykkir að veita verkefninu HHH Adventures samtals kr. 600.000.- en styrkþegi er Trix ehf.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 31. fundar stjórnar SSNE, fundargerðir aðalfundar og byggðasamlagsfunda SSH, fundargerð 165. fundar SSV, fundargerð 773. fundar SSS, fundargerð 76. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins og fundargerð 903. fundar stjórnar sambandsins.

b. Skýrsla framkvæmdarstjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni í liðnum mánuði.

c. Fundargerð og ályktanir ársþings SASS 2021

Formaður kynnir fundargerð og ályktanir nýliðins ársþings SASS.

Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram með þær.

d. Ísland 2020 Atvinnuhættir og menning

Formaður kynnir tilboð sem samtökunum hefur borist um að kaupa kynningu í rit sem ber heitið Ísland 2020 Atvinnuhættir og menning.

e. Upplýsingagjöf til sveitarfélaga sem ekki eiga fulltrúa í stjórn

Formaður kynnir minnisblað sem tekið var saman eftir fund starfshóps um hvernig bæta má upplýsagjöf til sveitarfélaga sem aðild eiga að samtökunum en eiga ekki fulltrúa í stjórn.

Niðurstaða stjórnar er að halda upplýsingarfjarfundi einu sinni í mánuði en á þeim fundum færi formaður og framkvæmdastjóri yfir helstu verkefni sem unnið er að og einnig gæfist tækifæri til að fjalla um sérstök mál hjá hinu opinbera sem hafa mikla þýðingu fyrir sunnlenskt samfélag. Þeir sem fá boð á fundina eru aðalfulltrúar sveitarfélaganna á ársþingi samtakanna og bæjar- og sveitarstjórar. Fundirnir verða haldnir næstsíðasta föstudag í hverjum mánuði og byrja kl. 11:00 og ljúki ekki seinna en kl. 12:30. Fyrsti fjarfundur verður haldinn föstudaginn 21. janúar nk. kl. 11:00.

f. Fjárlagafrumvarp 2022

Formaður kynnir að nefndasvið Alþingis hafi óskað eftir umsögn samtakanna við fjálagafrumvarp ríkisins 2022. Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna og gera drög að umsögn samtakanna.

Næsti fundur stjórnar verður fjarfundur haldinn föstudaginn 7. janúar nk. kl. 13:00.

 

Fundi slitið kl. 15:30.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Helgi Kjartansson

Lilja Einarsdóttir

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Friðrik Sigurbjörnsson

Arna Ír Gunnarsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Ari Björn Thorarensen

Einar Freyr Elínarson

576. fundur stj. SASS