fbpx

542. fundur stjórnar SASS 
haldinn að Austurvegi 56 Selfossi 
11. janúar 2019, kl. 13:00 – 16:00 

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Helgi Kjartansson, Grétar Erlendsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Brynhildur Jónsdóttir og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir. Friðrik Sigurbjörnsson og Ari Björn Thorarensen boðuðu forföll. Þá sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Á fundinn komu einnig, undir dagskrárlið 4.i., Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Guðný Hrafnkelsdótti verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu. Frá Markaðsstofu Suðurlands (MSS) komu eftirtaldir úr stjórn félagsins Sigurlaug Gissurardóttir, Ása Valdís Árnadóttir, Bjarni Freyr Báruson og Páll Marvin Jónsson sem tengdist fundinum með fjarfundabúnaði. Einnig sat fundinn Dagný Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MSS.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerðir

Fundargerðir 540. og 541. fundar undirritaðar..

2. Sóknaráætlun

a. Tillögur að áhersluverkefnum 2019
Framkvæmdastjóri kynnti tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands árið 2019 sem til umræðu voru á fundi verkefnisstjórnar 3. desember sl. Alls liggja eftirfarandi 15 tillögur fyrir:
1) Stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 til 2024, 5,5 m.kr.
2) Aðgerðaráætlun um úrgangsmál á Suðurlandi, 6 m.kr.
Eftirstöðvar verkefnisins „Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands“ falla niður á sama tíma og þetta verkefni er samþykkt. Þar sem þetta verkefni er afleiða þeirra vinnu og er ein helsta tillaga samráðsfundanna sem haldnir voru um landshlutann með þátttöku yfir 200 aðila, um gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland.
3) Aðgerðaráætlun um loftlagsmarkmið Suðurlands, 8 m.kr.
4) Ráðstefna um náttúruvá, 1 m.kr.
5) Umhverfis- og þematengdar samgöngur – Ferðamannaleiðir, 4 m.kr.
Það sem er eftir af verkefninu „Kortavefur Suðurlands“ fellur niður frá sama tíma og þetta verkefni er samþykkt. Þegar hafði verið ákveðið vinna að hluta sömu verkefni en nýtt verkefni er betur afmarkað og er ein tillagna af samráðsfundunum um gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland.
6) Starfamessa 2019, 4 m.kr.
Við árangursmat, sem er einn þáttur verkefnisins, verður einnig unnið að mati á árangri sambærilegra verkefna á Suðurlandi. Er þá átt við verkefni sem einnig hafa verið unnin með stuðningi Sóknaráætlunar Suðurlands, á Höfn og í Vestmannaeyjum.
7) Svæðisskipulag Suðurhálendis – Forathugun, 500 þ.kr.
8) Fjárhagslegt gildi landbúnaðar á Suðurlandi, 2,3 m.kr.
9) Jafningjafræðsla á Suðurlandi – forvarnir gegn vímuefnum, 6 m.kr.
Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 6 m.kr. þar af koma 4 m.kr. úr Sóknaráætlun Suðurlands og 2 m.kr. úr rekstri SASS. Verkefnið tengist 50 ára afmæli samtakanna sem er á yfirstandandi ári.
10) Starfshópur um húsnæðisúrræði nemenda við FSu, 500 þkr.
11) Reko matarmarkaðir á Suðurlandi, 1,5 m.kr.
Áhersluverkefnið „Sunnlenskar vörur“ fellur niður.
12) Almenningssamgöngur sem liður í byggðaþróun, 9 m.kr.
13) Samræmd ímynd og ásýnd Suðurlands í myndum og textum, 3,5 m.kr.
14) Áhrif stækkunar hafnarinnar í Þorlákshöfn á atvinnuþróun á Suðurlandi, 4,5 m.kr.
15) Aðgerðaráætlun um eflingu lýðfræðilegrar þróunar miðsvæðisins, 3,5 m.kr.

Síðastnefnda áhersluverkefnið hér að ofan tilheyrir árinu 2018 en hin 14 tilheyra árinu 2019.
Stjórn staðfestir framangreind 15 áhersluverkefni (1 bætast við árið 2018 og 14 árið 2019).

b. Skipan verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands 2019
Formaður lagði til að eftirtaldir yrðu skipaðir í verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands til loka árs 2019: Arna Ír Gunnarsdóttir, Arna Ósk Harðardóttir, Runólfur Sigursveinsson, Elís Jónsson og Sveinn A. Sæland. Stjórn staðfestir þá skipan.

3. Starfsáætlun SASS 2019

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu starfsáætlun SASS fyrir árið 2019. Skýrðir voru helstu þættir starfsáætlunarinnar. Stjórn staðfestir áætlunina.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka og sambandsins
Lagðar fram til kynningar, fundargerð 315. fundar stjórnar Eyþings, 40. funda stjórnar SSNV, 142. fundar stjórnar SSV, 739. fundur stjórnar SSS, 464. fundar stjórnar SSH, 5. fundar framkvæmdaráðs SSA og 866. fundar sambandsins.

b. Skipan í samgöngunefnd SASS
Stjórn samþykkir að skipa Ara B. Thorarensen Sveitarfélaginu Árborg, Valgerði Sævarsdóttur Bláskógabyggð, Sæmund Helgason Sveitrarfélaginu Hornafirði, Njál Ragnarsson Vestmannaeyjabæ, Drífu Bjarnadóttur Mýrdalshreppi og Engilbert Olgeirsson Rangárþingi ytra í samgöngunefnd SASS.

c. Skipan í starfshóp um húsnæðisúrræði nemenda við FSu
Stjórn samþykkir að skipa Einar Elínarson Mýrdalshreppi, Anton Kára Halldórsson Rangárþingi eystra og Söndru Brá Jóhannsdóttur Skaftárhreppi í starfhóp til að finna lausn á húsnæðisúrræðum eða heimavistarmálum FSu. Nefndin kallar til hagaðila eftir þörfum.

d. Almenningssamgöngur
Formaður og framkvæmdastjóri kynntu stöðu mála. Gengið hefur verið frá samningum við Vegagerðina, Hópbíla og Strætó og reksturinn er því tryggður út árið 2019.
Stjórn leggur ríka áherslu á að ríkið ljúki sem fyrst úttekt á málaflokknum og marki sér stefnu til framtíðar þannig að hægt verði að efna til útboðs og gera sem fyrst samninga við akstursaðila en þannig má ná fram sem hagstæðustum kjörum.

e. Erindi starfshóps félags- og jafnréttismálaráðherra um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn
Lagt fram til kynningar.

f. Erindi frá Kirkjubæjarstofu um stöðu atvinnuráðgjafa hjá þekkingarsetrinu
Framkvæmdastjóri kynnti erindið og eftir umræður var honum falið að gera drög að samningi við Kirkjubæjarstofu líkt og gert hefur verið við önnur þekkingarsetur í landshlutanum. Drög að samningi verða lögð fyrir fund stjórnar.

g. ART verkefnið – ársskýrsla 2018
Ársskýrsla ART verkefnisins fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar.

h. Menntaverðlaun Suðurlands 2018
Stjórn óskar kór Menntaskólans að Laugarvatni og stjórnanda hans Eyrúnu Jónasdóttur innilega til hamingju með nýveitt Menntaverðlaun Suðurlands 2018 og þakkar jafnframt úthlutunarnefndinni fyrir vel unnin stöf.

i. Heimsókn framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála og ferðamálastjóra
Stjórn barst erindi frá framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála og ferðamálastjóra þar sem óskað var eftir fund með stjórn samtakanna og stjórn Markaðsstofu Suðurlands til að ræða um framhald áfangastaðaverkefnisins (DMP).
Ætlunin er að halda áfram með áfangastaðaverkefnið og þá yrðu settar á laggirnar áfangastaðastofur og yrðu þær hluti af stoðkerfi ferðaþjónustunnar í landshlutunum.
Fram kom að til að teljast áfangastaðastofa þarf stofnunin sem ber ábyrgð á rekstrinum að uppfylla eftirfarandi:
Eignarhald áfangastaðastofu verður að vera blandað og endurspegla staðbundna ferðaþjónustu og helstu hagsmunaaðila.
Hafa birt áfangastaðaáætlun, eða vinna að slíkri áætlun. Áætlunin ætti að vera sameiginleg yfirlýsing opinberra- og einkaaðila og innihalda forgangsverkefni til að þróa og stýra áfangastaðnum, þar sem skýrar aðgerðir eru útlistaðar, ásamt hlutverkum og skyldum hagaðila.
Vinna eftir opinberri stefnumótun sem tengist ferðaþjónustu.
Vera viðurkennd af sveitarstjórnarstiginu í landshlutanum sem áfangastaðastofa landshlutans.
Sambærilegir kynningarfundir verða haldnir í öðrum landshlutum á næstu tveimur mánuðum. Sameiginlegur fundur verður svo haldinn með fulltrúum frá öllum landshlutunum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga

j. Bílvelta af brúnni við Núpsvötn
Stjórn SASS vill færa öllum þeim, sem komu með einum eða öðrum hætti að þeim hörmulega atburði þegar bíll valt út af brúnni við Núpsvötn 27. desember sl., þakkir fyrir ómetanlega vinnu á vettvangi sem og alla veitta aðstoð og aðhlynningu í kjölfar slyssins.
Enn og aftur kemur skýrt í ljós við aðstæður sem þessar hvers megnugir viðbragsaðilar og aðrir eru. Jafnframt kom í ljós nauðsyn þess að sem fyrst sé ráðist í vegaumbætur á Suðurlandi.

Næsti fundur stjórnar verður föstudaginn 1. febrúar nk..

Fundi slitið kl. 16:00.

Eva Björk Harðardóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Helgi Kjartansson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Grétar Erlendsson
Ásgerður Kristín Gylfadóttir