fbpx

539. fundur stjórnar SASS
haldinn að Austurvegi 56 Selfossi
16. nóvember 2018, kl. 09:00 – 12:00

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Helgi Kjartansson, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Erlendsson, Arna Ír Gunnarsdóttir og Ari B. Thorarensen. Einnig sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð

Fundargerð 538. fundar undirrituð.

2. Sóknaráætlun

a) Staðfesting seinni úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands 2018
Alls bárust sjóðnum 120 umsóknir og þar af voru 69 til menningarverkefna og 51 til atvinnu- og nýsköpunar. Stjórn SASS staðfestir úthlutun verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands eins og hún kemur fram í fundargerð 4. fundar verkefnastjórnar sem haldinn var 13. nóvember sl. Samþykkt er að veita samtals um 38 m.kr. í styrk til samtals 67 verkefna. Í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna eru 20 verkefni, að samtals fjárhæð 17,44 m.kr. og í flokki menningarverkefna 47 verkefni, að samtals fjárhæð 20,6 m.kr.
Rætt var um hugmyndir um kynningu á einstökum verkefnum sem hljóta styrk en það mætti sem dæmi gera á ársþingi samtakanna.

b) Tillögur að áhersluverkefnum 2019
Framkvæmdastjóri kynnti tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2019 sem til umræðu voru á fundi verkefnisstjórnar 13. nóvember sl. Eftirfarandi tillögur voru kynntar: 1. Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024. a. Atvinnu- og nýsköpunarstefna Suðurlands til 2024 (Atvinnumálastefna); b. Menningarstefna Suðurlands til 2024; c. Menntastefna (og/eða mannauðsstefna) Suðurlands til 2024; d. Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands til 2024; 2. Starfamessan 2019; 3. Störf án staðsetningar á fyrirtækjamarkaði; 4. Aðgerðaráætlun um lýðfræðilega þróun miðsvæðis (Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða); 5. Stöðugreining á kolefnisspori Suðurlands; 6. Auðlindir; 7. Sameiginleg stefna um úrgangsmál; 8. Umhverfisvænar og þematengdarsamgöngur; 9. Náttúruvá – ráðstefna. Framnagreindar tillögur verða útfærðar nánar af ráðgjöfum og ræddar á næstu tveimur fundum verkefnastjórnar.
Í ljósi niðurstöðu nýliðins ársþings lagði stjórn auk þess til að eftirfarandi áhersluverkefni yrðu skoðuð nánar: Gegn vímuefnum; Skipulag á Suðurhálendinu; Héraðsskjalasafn fyrir Suðurland; Sameiginleg búfjársamþykkt fyrir Suðurland; Heimavist við FSu; Bætt fjármálalæsi hjá ungmennum; Kortlagning á matarkistunni á Suðurlandi og Mat á fjárhagslegu gildi landbúnaðar fyrir samfélagið á Suðurlandi.

c) Umsókn SASS og niðurstaða um sértæk verkefni sóknaráætlana landshluta
Byggðastofnun auglýsti í lok ágúst sl. eftir umsóknum um styrki til sértækra verkefna sóknaráætlana landshluta, með umsóknarfrest til 30. september sl.
Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands samþykkti á fundi sínum 10. september sl. að mótuð yrði tillaga að verkefni um eflingu byggðar á miðsvæðinu – frá Markarfljóti að Öræfum – til að stuðla að sjálbærri lýðfræðilegri þróun svæðisins til lengri tíma.
Unnin var umsókn um aðgerðaráætlun um eflingu lýðfræðilegrar þróunar svæðisins. Greining var lögð til grundvallar sem gefur tilefni til að vinna nánar að rannsóknum á íbúaþróun svæðisins, íbúaveltu meðal erlendra ríkisborgara og hvernig stuðla megi að fjölgun fjölskyldufólks á svæðinu til lengri tíma.
Niðurstaða ráðherra sveitarstjórnar- og samgöngumála liggur nú fyrir og hefur SASS verið veittur styrkur að fjárhæð 13,5 m.kr. til styrktar fyrsta áfanga rannsóknarinnar og staðan á verkefninu verði síðan skoðuð út frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar.
Lögð fram til kynningar vel útfærð umsókn SASS um sértæk verkefni sóknaráætlana landshluta og svarbréf ráðuneytis samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um styrkveitinguna.

d) Sóknaráætlanir landshluta – greinargerð 2017
Lögð fram til kynningar.

3. Almenningssamgöngur

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu stöðu viðræðna við Vegagerðina um rekstur samtakanna á almenningssamgöngum árið 2019. Ríkið hefur lýsti yfir vilja sínum um að landshlutasamtökin sinni rekstrinum á meðan unnið er að stefnumörkun í málaflokknum.
Forsenda þess að ársþing SASS 2018 samþykkti fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2019 var að samningar náist við ríkið um að halda úti óbreyttum rekstri almenningssamgangna út árið 2019 og að ríkið greiði 50 m.kr. til viðbótar í fjármögnun verkefnisins. Það var jafnframt afdráttarlaus krafa ársþings SASS að ríkið geri upp 36 m.kr. halla vegna ársins 2018. Ef ekki tekst að ná fram verulegum hækkunum til málaflokksins við gerð fjárlaga 2019 telur ársþingið nauðsynlegt að hætta rekstri almenningssamgangna um komandi áramót.
Þegar samningnum við Vegagerðina var sagt upp 21. mars sl. var þá þegar ljóst að samtökin væru tilbúin til að sinna málaflokknum út árið 2019. Forsendan var að fjármagn til verkefnisins yrði tryggt árið 2019 og að skuld fyrri ára yrði gerð upp. Nú, rúmum sjö mánuðum eftir að samningnum var sagt upp, gerir Vegagerðin kröfu um verulega breytingu á leiðarkerfinu á Suðurlandi. Að mati stjórnar er með þessu vegið að virkni leiðarkerfis Strætó og breytt kerfi geti vart talist almenningssamgangnakerfi sem gagnist samfélaginu á Suðurlandi og það er með öllu óásættanlegt.
Í ljósi alvarleika málsins felur stjórn formanni og framkvæmdastjóra að gera lokatilraun til að ná samningum við Vegagerðina, sem sinnir málaflokknum f.h. ríkisins. Náist ekki ásættanlega niðurstaða munu samtökin hætta rekstri almenningssamgangna um komandi áramót, eins og lagt var upp með í mars sl.

4. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi

a) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun lýðháskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni, 30. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0030.html
Stjórn samtakanna fagnar framkominni þingsályktun.

b) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0005.html
Lagt fram til kynningar.

c) Umsögn um frumvarp til laga um póstþjónustu, 270. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0293.html
Lagt fram til kynningar.

d) Umsögn um frumvarp til laga um landgræðslu, 232. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0247.html
Lagt fram til kynningar.

e) Umsögn um frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 231. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0246.html
Lagt fram til kynningar.

f) Umsögn um frumvarp til laga um frumvarp til umferðarlaga, 219. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0231.html
Lagt fram til kynningar.

g) Umsögn um frumvarp til laga búvörulög og búnaðarlög (verðlagsnefnd búvara, undanþágur frá ákv. samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld), 17. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0017.html
Lagt fram til kynningar.

5. Önnur mál til kynningar og umræðu

a) Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka og sambandsins
Lagðar fram til kynningar, fundargerðir 312. og 313. funda stjórnar Eyþings, 38. fundar stjórnar SSNV, 52. aðalfundar SSA og 864. fundar stjórnar sambandsins.

b) Héraðsskjalasafn Suðurlands
Formaður kynnti hugmyndir um hvort eitt héraðsskjalasafn geti starfaði í landshlutanum. Stjórn samþykkti að kanna nánar hvort þetta geti orðið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar 2019.

Næsti fundur stjórnar verður 7. desember nk.

Fundi slitið kl. 12:10.

Eva Björk Harðardóttir
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Ari B. Thorarensen
Helgi Kjartansson
Friðrik Sigurbjörnsson
Grétar Erlendsson

539. fundur stjórnar SASS