fbpx

537. fundur stjórnar SASS
haldinn í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn
3. október 2018, kl. 13:00 – 15:00

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Björk Grétarsdóttir, Grétar Erlendsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ari B. Thorarensen og Ása Valdís Árnadóttir. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Kristján S. Guðnason tengdust fundinum með fjarfundabúnaði. Ásgerður Kristín Gylfadóttir og Helgi Kjartansson forfölluðust. Einnig sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð. Þórður Freyr Sigurðsson sviðstjóri Þróunarsviðs, Guðlaug Svansdóttir ráðgjafi hjá HfSu og Halldóra Hreggviðsdóttir ráðgjafi hjá Alta sátu fundinn undir dagskrárlið 2.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna á fund stjórnar í Ölfusi.

1. Fundargerð
Fundargerð 536. fundar undirrituð.

2. Mótun umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland
Guðlaug Svansdóttir ráðgjafi hjá HfSu og Halldóra Hreggviðsdóttir ráðgjafi hjá Alta kynntu niðurstöður samráðsfunda sem haldnir hafa verið í landshlutanum um hugmyndir um mótun umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland. Nánari upplýsingar um verkefnið eru inni á vef samtakanna, sbr. slóðina www.sass.is/umhverfisogaudlindastefna. Skýrslunni Mótun umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland var dreift á fundinum.
Framangreind gögn verða send á þingfulltrúa á komandi ársþingi samtakanna og tillaga stjórnar er að þar verði málið rætt nánar. Stjórn taldi einnig nauðsynlegt að framangreindir ráðgafar fari yfir niðurstöður skýrslunnar og móti tillögur út frá áherslum stjórnar. Þær verða lagðar fyrir næsta fund stjórnar og síðan lagðar fyrir ársþingið.

3. Niðurstöður vinnufundar stjórnar
Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöðu vinnufundar stjórnar sem Haraldur Hjaltason, ráðgjafi hjá Artemis, tók saman. Hann kynnti jafnramt frumdrög að samantekt að lista yfir verkefni sem vinna á að á komandi starfsári.
Farið var yfir niðurstöðurnar og stjórn samþykkti að þær yrðu sendar á þingfulltrúa á komandi ársþingi samtakanna.

4. Drög að dagskrá ársþings og aðalfundar SASS
a. Dagskrá ársþings og aðalfundar
Formaður og framkvæmdastjóri kynntu uppfærð drög að dagskrá komandi ársþings og aðalfundar SASS sem fram fer í Hveragerði 18. – 19. október nk.
Stjórn staðfesti dagskrárnar.

b. Starfsskýrsla SASS 2017 – 2018
Framkvæmdastjóri kynnri drög að starfsskýrslu samtakanna á yfirstandandi starfsári.

c. Tillaga að launum stjórnar, ráða og nefnda
Upplýsingar um laun stjórnar, ráða og nefnda hjá öðrum landshlutsamtökum lá fyrir fundinum. Tillaga stjórnar er að laun stjórnar, ráða og nefnda hjá samtökunum breytist og verði með eftirfarandi hætti:

  1. Laun stjórnar skulu nema 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Föst mánaðarlaun formanns skulu nema 10% af þingfarakaupi en auk þess fær formaður 4,5% af þingfararkaupi fyrir hvern stjórnarfund. Fyrir aðra fundi í ráðum og nefndum skulu þau nema 3% af þingfarakaupi fyrir hvern fund.
  2. Laun fulltrúa í ráðum og nefndum skulu nema 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Laun formanns ráðs eða nefndar skulu nema 4% af þingfarakaupi fyrir hvern fund.
  3. Fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum skulu fá greitt fyrir akstur til og frá fundarstað skv. akstursdagbók í samræmi við reglur RSK um aksturskostnað.
    Framangreind tilllaga verður lögð fyrir komandi ársþing samtakanna.

d. Drög að fjárhagsáætlun SASS 2019
Framkvæmdastjóri kynnti uppfærð drög að fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2019 og fór yfir forsendur og skýringar sem liggja henni til grundvallar.
Stjórn fól framkvæmdastjóra að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og staðfesti hana fyrir sitt leyti.
e. Skipan formanna í starfsnefndir ársþingsins

  • Fjárhagsnefnd – Helgi Kjartansson Bláskógabyggð
  • Kjörbréfa- og kjörnefnd – Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerði
  • Allsherjarnefnd – Christiane Bahner Rangárþingi eystra
  • Mennta- og menningarmálanefnd – Arna Ír Gunnarsdóttir Sveitarf. Árborg
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd – Ágúst Sigurðsson Rangárþingi ytra
  • Velferðarnefnd – Ásgerður Kristín Gylfadóttir Sveitarf. Hornafirði
  • Atvinnumálanefnd – Grétar Erlendsson Ölfusi
  • Samgöngunefnd – Njáll Ragnarsson Vestmanneyjum

Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við ofangreinda og hefja undirbúning nefndarstarfa.

5. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
a) Umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019, 1. mál.
Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/149/s/0001.html
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fengið boð á fund fjárlaganefndar til að ræða framkomið fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019. Um leið og stjórn SASS hefur ákveðið að mæta á fund nefndarinnar áréttar hún að hún mætir ekki á fundinn sem fulltrúi þriðja stjórnsýslustigsins. Hún áréttar jafnframt nauðsyn þess að fulltrúum allra sveitarfélaga sé boðið á fund nefndarinnar.

b) Umsögn um frumvarp til laga um frumvarp til laga um veiðigjald, 144. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0144.html
Lagt fram til kynningar.

c) Umsögn um frumvarp til laga um um vegalög, 32. mál.
Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0656.html
Lagt fram til kynningar.

d) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0019.html
Stjórn SASS telur nauðsynlegt við afgreiðslu þingsályktunarinnar að áfram sé staðinn vörður um Fjölmenningarsetrið á Ísafirði. Verði verkefnið að veruleika mætti vel hugsa sér að umsjónarmaður setursins sinnti umsjón ráðgjafarstofu innflytjenda frá Ísafirði.

6. Önnur mál til kynningar og umræðu
a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka
Lagðar fram til kynningar, fundargerðir 33. – 36. funda stjórnar SSNV og 12. fundar fyrri stjórnar SSA og 1. – 2. fundar nýrrar stjórnar samtakanna.

b. Áskorun stjórnar Sambands garðyrkjubænda
Stjórn SASS tekur undir sjónarmið stjórnar Sambands garðyrkjubænda frá 28. september sl. og áréttar nauðsyn þess að staðinn sé vörður um stjórnsýslu íslensks landbúnaðar. Jafnframt að fallið verði frá þeim áformum að sameina skrifstofu matvæla og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóðamála.
Landbúnaður og matvælaframleiðsla er einn af hornsteinum atvinnulífs á Suðurlandi og hefur töluverð áhrif á búsetu í landshlutanum. Fjölmörg tækifæri má finna til vöruþróunar og atvinnusköpunar á þeim vettvangi og því nauðsynlegt að styrkja stjórnsýslu matvæla og landbúnaðar og búa svo um að samstarf atvinnulífs og stjórnvalda greiði fyrir framþróun og velferð um land allt.

c. Mannauðsstefna SASS
Mannauðsstefna SASS lögð fram til kynningar. Stjórn staðfesti framlagða mannauðsstefnu samtakanna.

Næsti fundur stjórnar verður 17. október nk. kl. 18:00 á Hótel Örk í Hveragerði.

Fundi slitið kl. 16:40.

Eva Björk Harðardóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Ari Thorarensen
Friðrik Sigurbjörnsson
Grétar Erlendsson
Kristján S. Guðnason
Ása Valdís Árnadóttir

537. fundur stjórnar SASS