fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 3. október 2014, kl. 12.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Elín Einarsdóttir (í síma), Sandra Dís Hafþórsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir,  Arna Ír Gunnarsdóttir, Sæmundur Helgason, Anna Björg Níelsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Páll Marvin Jónsson (í síma) Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem skrifaði fundargerð.

Dagskrá:

1.  Ársþing SASS 2014

a.  Dagskrár ársþings og aðalfundar

b.  Starfsskýrsla

c.  Tillaga að breyttum samþykktum

d.  Tillaga að launum stjórnar og ráða

e.  Fjárhagsáætlun SASS

Framkvæmdarstjóra falið að sundurliða kostnaðarliði vegna launaliða og senda stjórnarmönnum. Stjórn SASS samþykkir að senda tillögurnar til aðalfundar í framhaldi ef athugasemdir berast ekki fyrir hádegi n.k. mánudag.

2. Umsögn um fjárlög 2015. Tillaga að umsögn samþykkt. Formanni og framkvæmdastjóra falið að kynna hana fyrir fjárlaganefnd Alþingis.

3. Fundargerð verkfnisstjórnar vaxtarsamnings Suðurlands frá 2. október sl. ásamt tillögu verkefnisstjórnar um úthlutun styrkja samtals að upphæð 22,1 milljón króna.

Tillagan staðfest.

4.  Fundargerðir stýrihóps ráðuneyta um sóknaráætlanir , dags. 2. júní, 20. júní, 21. ágúst, 3. september og 16. september ásamt ramma að sóknaráætlun 2015 – 2019, dags. 17. september.

Stjórn SASS tekur í meginatriðum undir þær hugmyndir sem koma fram um sóknaráætlanir en leggur áherslu á sjálfstæði  landshlutanna gagnvart stýrihópi ráðuneyta um ráðstöfun þeirra fjármuna sem  renna til sóknaráætlunarsvæðanna. Jafnframt bendir stjórn SASS á að hækka þarf verulega framlög til sóknaráætlunar- svæðanna  frá því sem nú er til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt með sóknaráætlunarverkefninu.

5.  Könnun um hjúkrunar- og dvalarými á Suðurlandi. Unnur kynnti tillögu að spurningalista sem sendur yrði sveitarfélögum og rekstraraðilum hjúkrunarheimila á Suðurlandi. Samþykkt að gera slíka könnun.

6.  Umsagnarbeiðnir frá Alþingi.    

a.  Frumvarp til hafnalaga, 5. mál. http://www.althingi.is/altext/144/s/0005.html

Stjórn SASS mælir með samþykkt laganna.

b.  Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, 102. mál

http://www.althingi.is/altext/144/s/0552.html

Lagt fram.

c.  Tillaga til þingsályktunar um bráðaðgerðir í byggðamálum, mál : http://www.althingi.is/altext/144/s/0019.html

Lagt fram.

d.  Frumvarp til laga um breyt. á jarðalögum, 74. mál.

 http://www.althingi.is/altext/144/s/0074.html

Framkvæmdarstjóra og formanni falið að vinna að umsögn um frumvarpið.

7. Auglýsing um starf framkvæmdastjóra SASS.

Samþykkt að fresta að auglýsa starfið fram yfir aðalfund SASS.

8.  Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá september sl.

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 15:30