fbpx

382. stjórnarfundur SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

fimmtudaginn 17. febrúar kl. 16.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, María Sigurðardóttir, Herdís Þórðardóttir, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Ólafur Eggertsson, Þorvaldur Guðmundson, Árni Jón Elíasson, Elliði Vignisson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Guðrún Erlingsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 26. janúar sl.

Fundargerðin staðfest.

2. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 14. desember 18. janúar og 15. febrúar sl. Tillaga að nýrri gjaldskrá.

Tillaga að nýrri gjaldskrá samþykkt.

3. Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 3. febrúar sl.

Fundargerðin staðfest. Sagt frá fundi með samgönguráðherra og jafnframt fyrirhuguðum fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Árborgar,Hveragerðis og Ölfuss um samgöngubætur á leiðinni á milli Selfoss og Reykjavíkur og fyrirhuguðum fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis um skýrslu Samgöngunefndar SASS.

4. Fundargerðir heilbrigðismálanefndar frá 13. og 28. janúar sl.

Skipun nýs fulltrúa í nefndina í stað Ragnheiðar Hergeirsdóttur.

Samþykkt að tilnefna Katrínu Ósk Þorgeirsdóttur og Ragnheiði jafnframt þökkuð góð störf.

Umræður urðu um reynslu af nýsameinaðri Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

5. Fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 11. janúar og 8. febrúar sl.

Fundargerðirnar staðfestar.

6. Fundargerð stóriðjunefndar frá 11. febrúar sl.

Fundargerðin staðfest.

7. Erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um eftirfarandi mál:

a. Tillögu til þingsályktunar um vegagerð og veggjöld, 43. mál.

a. Tillögu til þingsályktunar um vegagerð og veggjöld, 43. mál.

Lögð fram.

b. Tillögu til þingsályktunar um eflingu fjárhags Byggðastofnunar, 468. mál.

Mælt með samþykkt tillögunnar.

c. Skýrslu um umfang skattsvika á Íslandi, 442. mál.

Stjórn SASS hvetur til þess í ljósi niðurstaðna skýrslunnar að gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana bæði í löggjöf og framkvæmd til að draga megi úr skattsvikum.

d. Frumvarp til laga um skattskyldu orkufyrirtækja, 364. mál.

Lagt fram.

e. Tillögu til þingsályktunar um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og fiskvinnslu, 23. mál.

Lögð fram.

f. Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, 495. mál, rjúpnaveiðar, sölubann og takmörkun veiða.

Lagt fram.

8. Bréf frá Samgönguráðuneytinu, dags. 23. desember 2004, varðandi ályktun aðalfundar SASS um samgöngumál.

Til kynningar.

9. Bréf frá Landvernd, dags. 13. janúar 2005, þar sem óskað er eftir að landshlutasamtökin taki tillögur um landshlutablóm til umfjöllunar og afgreiðslu. Afgreiðslu frestað.

Afgreiðslu frestað. 10. Erindi frá Fjölmenningarsetrinu um rannsókn á viðhorfum og aðstæðum innflytjenda á Suðurlandi.

Óskað er eftir styrk frá sveitarfélögunum. Erindinu hafnað.

Óskað er eftir styrk frá sveitarfélögunum. Erindinu hafnað. 11. Hækkun raforkuverðs á landsbyggðinni.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

,,Stjórn SASS hvetur stjórnvöld að gera nú þegar ráðstafanir til að jafna raforkuverð í landinu. Óþolandi er að í kjölfar nýrrar skipanar raforkumála skuli ójöfnuðurinn vaxa verulega frá því sem áður var. Í þessu sambandi skal vitnað til umsagnar stjórnar SASS frá árinu 2001 um frumvörp til laga um breytingar á skipulagi raforkumála, en þar sagði m.a.: ,, Eitt af þeim atriðum sem hefur áhrif á búsetuskilyrði er verðlag á raforku. Á undanförnum áratugum hafa orðið miklir búferlaflutningar í landinu frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis og liggja til þess margvíslegarástæður. Ein þeirra er hærra verðlag á landsbyggðinni , þar sem orkuverðið er einn þátturinn. Því er lögð á það áhersla að jafnhliða nýjum raforkulögum verði gerðar varanlegar ráðstafanir til jöfnunar orkuverðs.“

ástæður. Ein þeirra er hærra verðlag á landsbyggðinni , þar sem orkuverðið er einn þátturinn. Því er lögð á það áhersla að jafnhliða nýjum raforkulögum verði gerðar varanlegar ráðstafanir til jöfnunar orkuverðs.“

Jafnframt skorar stjórn SASS á stjórnvöld að beita sér fyrir leiðréttingu á raforkuverði til garðyrkjubænda sem mun hækka verulega í kjölfar þessara breytinga ef ekkert verður að gert. Garðyrkja er mikilvæg atvinnugrein á Suðurlandi sem í vaxandi mæli hefur nýtt sér raforku við framleiðsluna. Atvinnugreinin á við ýmis vandamál að glíma, m.a. samkeppni við innflutta framleiðslu. Þess vegna er mikilvægt að samkeppnisstaða greinarinnar skerðist ekki.“

12. Málefni Förgunar ehf. , kjötmjölsverksmiðju í Hraungerðishreppi.

Fram kom að búið er segja starfsmönnum Förgunar upp og mun verksmiðjan hætta starfsemi um næstu mánaðamót. Af þessu tilefni samþykkti stjórn SASS eftirfarandi ályktun:

,,Stjórn SASS skorar á landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra að beita sér nú þegar fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum og reglugerðum sem skapað geta eðlilegan grundvöll fyrir starfsemi kjötmjölsverksmiðja. Ef ekkert verður gert af hálfu stjórnvalda liggur fyrir að starfsemi kjötmjölsverksmiðju Förgunar ehf í Hraungerðishreppi mun mun leggjast niður. Ljóst er að ef af því verður er verið að stíga stórt skref aftur á bak í umhverfismálum á Íslandi og fjarlægjast þau markmið sem tilskipanir ESB um minnkun lífræns úrgangs setja okkur. Jafnframt mun ímynd íslensks landbúnaðar um heilbrigði og hreinleika bíða verulegan hnekki.“

13. Málefni Fræðslunets Suðurlands.

Fram kom að Fræðslunetið hefur verið rekið með halla undanfarin tvö ár og jafnframt að leggja verður niður ákveðna þætti starfseminnar s.s. háskólanám ef ekki fást nauðsynlegar breytingar á framlögum ríkisins til starfseminnar. Á vegum Fræðslunetsins stunduðu 313 einstaklingar nám af einhverju tagi á haustönn 2004. Þar af stunduðu 86 háskólanám . Auk þess tóku 99 nemendur við háskóla og framhaldsskóla próf á vegum Fræðslunetsins.

Einnig var upplýst að símenntunarmiðstöðvar á Vestfjörðum og Austurlandi fá u.þ.b. helmingi hærri framlög frá ríkinu en aðrar enda þótt starfsemi þeirra sé á engan hátt frábrugðin starfsemi annarra stöðva. Ein undantekning er þó á; hjá Símey, símenntunarmiðstöð Eyfirðinga fer ekki fram nein miðlun háskólanáms, en stöðin fær þó jafnhátt framlag til starfseminnar og Fræðslunet Suðurlands.

Eftirfarandi samþykkt var gerð:

,,Stjórn SASS skorar á menntamálaráðherra og Alþingi að koma málefnum símenntunarmiðstöðva í eðlilegan rekstrarfarveg og hvetur menntamálaráherra til að flýta störfum nefndar sem fjallað hefur um þessi málefni undanfarið ár. Stjórnin bendir á að allt framhalds- og háskólanám er á ábyrgð ríkisins og því ekki viðunandi að sveitarfélögin þurfi að tryggja rekstur þeirra með fjárframlögum. Jafnframt er það skoðun stjórnar SASS að símnntunarmiðstöðvum sé i gert mishátt undir höfði og að eðlilegast væri að þær fengju rekstrarframlög frá ríkinu í samræmi við þá starfsemi sem þær reka, en ekki eftir því hvar þær eru á landinu. Að lokum tekur stjórnin fram að tilkoma símenntunarmiðstöðvanna hefur gjörbreytt möguleikum fólks á landsbyggðinni til að afla sér framhaldsmenntunar og þar með ein besta aðgerð í byggðamálum á síðustu árum.“

Jafnframt var samþykkt að óska eftir fundi með menntamálaráðherra um málefni símenntunarmiðstöðva.

14. Staða sameiningarmála.

Nokkrar umræður urðu.

15. Ársreikningar 2004.

Niðurstöður kynntar. Reikningunum vísað til skoðunarmanna.

16. Efni til kynningar:

a. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 20. desember sl.

b. Fundargerð Fagráðs sérdeildar grunnskóla Árborgar frá 12. desember sl.

c. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 14. janúar sl.

d. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

a. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 20. desember sl.

b. Fundargerð Fagráðs sérdeildar grunnskóla Árborgar frá 12. desember sl.

c. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 14. janúar sl.

d. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

17. Önnur mál.

a. Samþykkt að ræða sérstaklega á næsta fundi fyrirhugaða sölu á grunneti símans og áhrif þess fyrir landsbyggðina, einnig fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs og áhrif hennar á starfsemi og rekstrarkostnað grunnskólans og flutning opinberra starfa út á land.

b. Sigurbjartur spurðist fyrir um hvort breytingar væru fyrirhugaðar á störfum hjá SASS vegna aðskilnaðar sem varð um síðustu áramót á milli SASS og Sorpstöðvar Suðurlands. Framkvæmdastjóri svaraði og sagði að engar breytingar væru fyrirhugaðar, að öðru leyti en því að vinna hans að sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna aukist.

c. María spurðist fyrir um menningarráð sem fyrirhugað að setja á laggirnar. Fram kom að ekki hafa náðst samningar við menntamálaráðuneytið sem eru forsenda þaess að menningarráðið hefji störf.

Fundi slitið kl. 18. 45

Gunnar Þorgeirsson

Gylfi Þorkelsson

María Sigurðardóttir

Árni Jón Elíasson

Ólafur Eggertsson

Sigurbjartur Pálsson

Elliði Vignisson

Herdís Þórðardóttir

Elín Bjarnveig Sveinsdóttir

Þorvaldur Guðmundsson

Þorvarður Hjaltason