fbpx

Fundargerð:
1. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2018
Austurvegi 56, 7. mars, kl. 12:00

Fundinn sátu Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Bryndís Björk Hólmarsdóttir (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson og Sveinn Sæland.  Unnur Þormóðsdóttir boðaði forföll.

Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundssin framkv.stj. SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Páll Marvin setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Drög að rekstrarreikningi Sóknaráætlunar Suðurlands 2018

Drög að rekstrarreikningi lögð fram til kynningar.

2. Staða eldri styrkveitinga

Til kynningar staða eldri styrkveitinga Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Samantekt dagsett 20.2.2018.

Öllum verkefnum frá árinu 2015 er lokið, með lokaskilum eða eftirstöðvar verkefna hafa verið afskrifaðar.

Af úthlutun ársins 2016 eru 25 verkefnum ólokið ( af 139 ) og hafa viðkomandi styrkþegar fengið frest til skila á lokaskýrslu. Verkefnum sem er ólokið frá árinu 2016 skiptast þannig að 18 verkefni hafa ekki skilað neinni áfangaskýrslu en 7 þeirra verkefna hafa skilað áfangaskýrslu og hluti styrkveitingarinnar því greiddur. Heildar eftirstöðvar eru um 17% af heildar úthlutun þess árs. Gert er ráð fyrir að þeim verkefnum verði lokið fyrir sumar.

Af úthlutun ársins 2017 eru 88 verkefnum ólokið ( af 144 ). Engin verkefni eru komin yfir áætluð skil á lokaskýrslu. Eftirstöðvar nema um 62% af heildar fjárhæð þeirrar úthlutunar.

3. Niðurfelldar styrkveitingar á árinu 2017

Á árinu 2017 voru 29 verkefni eða eftirstöðvar styrkveitinga felldar niður. Þar af voru 23 verkefni sem ekki fóru af stað en 6 verkefni sem skiluðu áfangaskýrslu og fengu hluta styrkveitingarinnar greiddar út. Þar af voru flest verkefnin frá árinu 2015 eða 22 verkefni. Frá árinu 2016 voru styrkveitingar vegna 5 verkefna felldar niður og 2 verkefni frá árinu 2017.

Heildarfjárhæð niðurfelldra styrkveitinga á síðasta ári og við upphaf þessa árs nam samtals 12.611.900, kr.

4. Fjárhagsáætlun Sóknaráætlunar

Fjárhagsáætlun vegna Sóknaráætlunar Suðurlands var lögð fram til kynningar og hún samþykkt, með fyrirvara um staðfest uppgjör vegna rekstrarársins 2017.

5. Greinargerð Sóknaráætlunar Suðurlands vegna ársins 2017

Árleg greinargerð Sóknaráætlunar Suðurlands lögð fram. Greinargerðin samþykkt og sviðsstjóra falið að gera minniháttar lagfæringar og senda áfram til stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál.

6. Áhersluverkefni 2018

Áhersluverkefni ársins 2018 lögð fram á því formi sem stýrihópur stjórnarráðsins gerir kröfu um. Verkefnastjórn samþykkir framsetningu þeirra verkefna og sviðsstjóra falið að senda sem staðfest áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands til stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál.

7. Fyrri úthlutun ársins 2018

Sviðsstjóri fór yfir kynningarmál í tengslum við fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Til kynningar á fundinum var markaðs- og kynningarefni og aðrar fyrirætlanir um kynningu á sjóðnum. Lagt fyrir á fundinum til kynningar; auglýsingar í héraðsmiðlum, Facebook auglýsingar og nýr bæklingur Uppbyggingarsjóðs.

8. Skipan fagráða

Verkefnastjórn skipar fagráð á sviði nýsköpunar og menningarmála fyrir árið 2018 og haldast þau óbreytt frá árinu 2017 og eru eftirfarandi;

Fagráð menningarstyrkja:

Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður myndasafns Þjóðminjasafns Íslands
Marteinn Steinar Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
Aðalheiður M. Gunnarsdóttir, tónlistarkennari og söngkona

Fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkja:

Helga Björk Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri leikskólans Sóla
Bergsteinn Einarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Set ehf.
Laufey Helgadóttir, ferðaþjónustubóndi að Smyrlabjörgum 

9. Staða áhersluverkefna

Sviðsstjóri kynnti stöðu og framgang áhersluverkefna. Öllum áhersluverkefnum frá árinu 2015 er lokið. Verkefnum frá árinu 2016 og 2017 er ýmist lokið eða í vinnslu. Vinna við flest verkefni sem samþykkt hafa verið sem áhersluverkefni ársins 2018 er hafin.

Fundi slitið kl. 14:00.