fbpx

IÐAN fræðslusetur efnir til viku símenntunar í iðnaði á Suðurlandi 23. – 27. september. Í boði verður fjöldi námskeiða, kynning á iðn- og verknámi auk þess sem starfsmenn IÐUNNAR munu heimsækja vinnustaði. Skráning á námskeið og nánari upplýsingar um vikuna má finna á www.idan.is/sudurland.

Í tengslum við vikuna verður haldið málþing á Hótel Selfossi þann 27. september kl. 13.00 – 17.00 undir yfirskriftinni Atvinnutækifæri til framtíðar. Á málþinginu verður fjallað um uppbyggingu atvinnulífs og framboð á menntun í framtíðinni á Suðurlandi. Fyrirlesarar mun greina frá þeirri uppbyggingu og nýsköpun sem þegar hefur átt sér stað og framtíðarsýn fyrir svæðið.

Málþingið er opið öllum á meðan húsrúm leyfir.