fbpx

Upplýsingamiðstöð Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið opnuð í Hótel Selfossi og  verður opið á virkum dögum frá kl. 08:00 til 20:00, á laugardögum frá kl. 10:00 til 14:00, lokað á sunnudögum.  Það eru þau Heiðar Guðnason og Helga Gísladóttir, sem reka upplýsingamiðstöðina, ásamt því að vera með bókunarkerfi fyrir ferðamenn. Bæði eru þau ferðamálafulltrúar frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal.