fbpx
 
Í gær voru haldnir tveir af sjö samráðsfundum SASS á Suðurlandi til undirbúnings umhverfis- og auðlindastefnu fyrir landshlutann. Fyrri fundurinn fór fram í Vík og sá seinni á Flúðum.
 
Fundirnir tókust vel og sköpuðust góðar umræður um brýn mál sem leysa þarf á sviði umhverfis- og auðlindamála. Staðirnir tveir eiga ýmislegt sameiginlegt, en einnig komu fram ýmis viðfangsefni sem komu á óvart og verður fróðlegt að sjá hvernig endanleg útkoma verður. Næsti fundur verður á Hvolsvelli þann 11. september klukkan 16.00 og þann 12. september verða fundir í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri.
 
Næstu fundir:
  • Hvolsvelli, 11. september, kl. 16:00 -18:00.
    Félagsheimilinu Hvoli – kaffiveitingar. 

  • Vestmannaeyjum, 12. september, kl. 11:30 – 13:30.
    Þekkingarsetri Vestmannaeyja – súpufundur. 

  • Kirkjubæjarklaustri, 12. september, kl. 20:00 – 22:00.
    Félagsheimilið Kirkjuhvoll – kaffiveitingar. 

Við hvetjum kjörna fulltrúa, íbúa og aðra hagsmunaraðila til að taka þátt í að móta umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland. Skráning fer fram hér.