fbpx

Þjóðleikur 2012-2013

-fyrir leikhúsáhugafólk á aldrinum 13-20 ára

Auglýst eftir hópum til þátttöku

Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er að frumkvæði Þjóðleikhússins í fimm landshlutum í vetur í samstarfi við Menningarráð, sveitarfélög og fleiri aðila.

Hvaða hópar geta sótt um?

Allir hópar mega sækja um að vera með í Þjóðleik; áhugaleikhópar, skólahópar eða vinahópar, svo lengi sem meðlimir hópsins séu að minnsta kosti átta talsins og allir á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999). Fyrir hópnum þarf þó að fara einn eða fleiri leiðbeinendur/leikstjórar sem eru eldri en 20 ára.

Hvað svo?

• Leiðbeinendur hópanna fá ókeypis undirbúningsnámskeið í Þjóðleikhúsinu helgina 13.-14. október 2012.

• Þrjú glæný leikrit hafa verið skrifuð fyrir Þjóðleik. Hver hópur velur sér eitt þessara verka.• Hver hópur setur upp leiksýningu í sinni heimabyggð.

• Stuðningur verður veittur til hópanna í formi ráðgjafar og námskeiðahalds yfir veturinn.

• Vorið 2013 verða haldnar stórar uppskeru- og leiklistarhátíðir í hverjum landshluta þar sem allir hóparnir koma saman með leiksýningar sínar.

Umsóknarfrestur er til 1. október 2012.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á www.leikhusid.is og á  www.sunnanmenning.is

Umsóknir og fyrirspurnir sendist til: magnus@barnaskolinn.is

og í síma 893 2136 / 859 2444 / 480 3200