fbpx

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að  Sveitarfélagið Ölfus eignist 9% hlut í leikskólum Hveragerðisbæjar  gegn greiðslu sama hlutfalls í uppreiknuðu endurstofnverði  leikskólans Óskalands. Börn á leikskólaaldri með lögheimili í  dreifbýli Sveitarfélagsins Ölfuss njóti í kjölfarið sama aðgengis að leikskólum í Hveragerðisbæ og börn með lögheimili í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Ölfus mun greiða rekstrarkostnað leikskólanna í hlutfalli við barnafjölda úr sveitarfélaginu á hverjum tíma. Kostnaður vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning verður  metinn sérstaklega og um hann samið hverju sinni.  Jafnframt hefur verið samþykkt tað samstarfssamningur milli sveitarfélaganna, með gildi frá 1. janúar 2004, sem m.a. tekur á skólamálum verði endurskoðaður og lagður fyrir bæjarstjórnir sveitarfélaganna til  staðfestingar í október 2014. Í samningnum verði gert ráð fyrir því að eignarhlutur Ölfusinga í leikskólum Hveragerðisbæjar verði 9%  og verði kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins Ölfuss vegna framtíðar  uppbyggingar leikskólamannvirkja og viðhalds í samræmi við það. Í ljósi þessarar ákvörðunar mun þeim börnum úr Ölfusi sem nú eru á biðlista eftir leikskólaplássum í leikskólum Hveragerðisbæjar verða  boðið pláss á leikskólum Hveragerðisbæjar hið allra fyrsta. Þetta kemur m.a. fram í síðustu fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar.

svf_Olfushveragerdisbaer