fbpx

Markmið

Markmiðið er að búa til sameiginlegan vettvang/vefsvæði til að koma sunnlenskum vörum á framfæri, bæði innan svæðisins sem og við gesti með því að gera vörurnar sýnilegar, aðgengilegar og auðfengnar á þeim stöðum sem gestir svæðisins koma við. Þá er hluti af verkefninu að láta gera auðkenni sunnlenskra vara (lógó) sem væri auðþekkjanlegt og sýnilegt um svæðið allt.

Verkefnislýsing

Markmið verkefnisins eru að skapa sameiginlegan vettvang til að koma Sunnlenskum vörum á framfæri til endursöluaðila á Suðurlandi. Þá er hluti af verkefninu að láta gera auðkenni Sunnlenskra vara (lógó) sem væri auðþekkjanlegt og sýnilegt um svæðið allt. Í verkhluta 1 þarf að skoða þarf hvort raunveruleg samstaða og áhugi á verkefninu sé til staðar meðal framleiðenda og hönnuða annars vegar og söluaðila hinsvegar. Ef áhugi og vilji er til staðar skal haldið áfram í verkhluta 2 þar sem vettvangur og vörumerki verða búin til.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið samræmist bæði markmiðum og áhersluverkefnum og tengist eftirfarandi þáttum helst:

  • Verkefnið tengist atvinnuþróun og nýsköpun. 
  • Styður við vöruþróun, markaðssókn og öflun þekkingar
  • Býr til betri jarðveg fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Suðurlandi
  • Efla ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu með öflugri markaðssókn
  • Styðja við rannsóknir, vöruþróun og virðisaukandi aðgerðir
  • Styðja við fullvinnslu og beina sölu afurða og þjónustu úr héraði
  • Nýta náttúru, menningu, sögu og aðrar auðlindir landshlutans til atvinnusköpunar en í sátt við samfélagið

Lokaafurð

Vettvangur/vefsvæði til að koma sunnlenskum vörum á framfæri til endursöluaðila á Suðurlandi. Vörumerki fyrir sunnlenskar vörur.

Verkefnastjóri
Þorsteinn G. Hilmarsson       
Verkefnastjórn
Þorsteinn G. Hilmarsson, Dagný H. Jóhannsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Vöruframleiðendur og endursöluaðilar á Suðurlandi
Heildarkostnaður
2.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.000.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Unnið á árunum 2016-2017