Markmið
Markmið verkefnisins er að hagnýta tækifæri til nýsköpunar og markaðssóknar hjá starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum á Suðurlandi. Með áframhaldandi þróun og framkvæmd á Sóknarfærum, sem er stuðningsferli frumkvöðla sem vilja koma viðskiptahugmyndum á næsta skref.
Verkefnislýsing
Verkefnið snýst um að þróa áfram og framkvæma sértækt stuðningsferli fyrir frumkvöðla sem búa við tækifæri til nýsköpunar og/eða sóknar á markaði. Verkefnin geta leitt af sér lokaafurð í formi vöru, þjónustu eða markaðssetningar, umsóknar um styrki eða annarar fjármögnunar. Þjónustan mun innihalda – umfram hefðbundna ráðgjafaþjónustu á vegum SASS:
- Aukinn ráðgjafatíma, með aðkomu fleiri ráðgjafa að sama verkefni, auk mentora
- Valin námskeið og fyrirlestrar
- Tengslamyndun
- Sjálfstyrkingu
- Handleiðsla við mótun verkefna
Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024
Verkefnið er sett fram til stuðnings markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands í atvinnumálum, s.s. 1. Að fjölga nýskráðum fyrirtækjum, 2. Að auka hlutdeild skapandi greina og hátækni, 4. Að auka framleiðni fyrirtækja og 5. að auka fjármagn til nýsköpunar. Verkefnið tekur því sértaklega til 4 af 5 markmiðum Sóknaráætlunar í atvinnumálum.
Málaflokkur
Ráðuneyti háskóla, nýsköpunar og iðnaðar.
Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Verkefnið styður helst við heimsmarkmið nr. 8 um góða atvinnu og hagvöxt, nr. 9 og nýsköpun og uppbyggingu og nr. 11. um sjálfbærar borgir og samfélög.
Árangursmælikvarðar
Afrakstur verkefnis er unnt að mæla með sama hætti og afrakstur Uppbyggingarsjóðs, með árangursmati. Þar sem keyrð er könnun meðal þátttakenda og spurt fyrir um árangur að ákveðnum tíma liðnum frá lok þátttöku. Er þá kallað eftir upplýsingum sem falla að markmiðum Sóknaráætlunar, s.s. um hvort fyrirtæki hafi verið stofnað, hvort og hversu mörg störf hafi skapast, velta af rekstri, og hvort afrakstur af þátttöku hafi leitt af sér styrki til nýsköpunar í landshlutanum og þá hversu miklu fé hefur verið aflað. Töluverðar líkur eru taldar á árangri þar sem unnið er út frá þekktri aðferðarfræði og einstaklingsmiðaðri þjónustu við frumkvöðla.
Lokaafurð
Afrakstur verkefnis felst fyrst og fremst í aukinni þekkingu og hæfni einstaklinga til að vinna að eigin viðskiptahugmyndum. Bein afurð fer eftir þörfum hvers og eins en getur m.a. verið í formi umsókna um styrki, eins og til Rannís, Matvælasjóðs, skattaendurgreiðslur v/nýsköpunar eða gerð viðskiptaáætlana, fjárfestingaráætlana, lánsumsókna eða fjárfestakynninga.
Verkefnastjóri
Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðilar
Þekkingarsetur á Suðurlandi og sjálfstætt starfandi ráðgjafar
Heildarkostnaður
6.000.000 kr.
Þar af framlag úr sóknaráætlun
3.000.000 kr.
Ár
2022
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2022
Staða
Í vinnslu
Númer
213002